Sunnanfari - 01.09.1894, Blaðsíða 7

Sunnanfari - 01.09.1894, Blaðsíða 7
23 þessa heims og annars. Er ekki þetta hrillileg og siðleisisleg kenníng? En þarna eru kenníngar guðsmannanna um stjórn heimsins. Okkur er kent að sálin sje ódauðleg og lifi sjálfstæðu lífi eftir að hún skiljist við líkamann. fó þetta sje í sjálfu sjer falleg kenníng, ef allur fjöldi sálnanna væri þá ekki eilíflega dæmdur til helvítis, þá er hún ósennileg. þ>að er kent að öll ritníngin sje innblásin af guði og að guð sje alvís og alsvit- andi. J>egar jafnvel klerkarnir eru farnir að játa að sumt muni þar ekki vera sem rjettast, hlítur maður að efast um innblásturinn ifir höfuð, og eftir það verður ritningin metin og lesin sem hver önnur bók. Annars er hjer ekkert rúm til að breiða sig ifir að lísa kreddum kirkjunnar. ímsum þeirra trúa nú á tímum ekki nema einstreingíngs- legustu klerkar og fáfróðasti hluti alþýðunnar. En því eru þá prestarnir látnir fylgja þeim sem skílausum boðum guðs? Um þessar kenníngar og margar aðrar þeim líkar stendur stríð það sem sjera Mattías talar um, og kríngum kirkjuna filkja sjer ekki aðeins klerk- arnir, heldur og líka allflestir stjórnendur og æðri valdamenn. Hjer í Danmörk geingur það svo til: Klerkar allir eru rammir stjórnarsinnar og leiða með sjer alþíðuna eftir megni, en stjórnin hlinnir aftur að kirkjunni og gerir sitt til að við- halda áhrifum prestanna á almenníng. En það þarf litla skarpskigni til að sjá það, að vaxandi þekkíng og útbreiðsla hennar hlítur fir eða síðar að eiðileggja áhrif kirkjunnar; kreddur hennar og kenníngar hljóta að falla úr gildi og varnarmönnum þeirra að fara sífækk- andi. Hitt er annað, að í einstökum greinum ritn- ingarinnar »búi symbóhk.« Ritningin er þjóð- sagnir og skáldskapur Giðíngaþjóðarinnar, og hef- ur auðvitað í sjer fólgin mörg og fögur sannindi einsog allur fagur skáldskapur. En í honum speiglasiglifskoðanir Giðínganna, auðvitað í bönd- um þeirrar takmörkuðu þekkíngar sem mennirnir höfðu þá feingið á tilverunni. Við, sem höfum fullkomnari þekkíng, eigum líka að hafa sannari lífsskoðanir. Jeg rjeðist hvorki með »frekju nje spotti« á trúna. Slíkt er ekki rjett, af því hún er enn mörgum manni heilög; en það er rjett að benda mönnum á, hve skynsamleg og sennileg trú þeirra sje, og rángt er að látast trúa því, sem maður í hjarta sínu metur einskis. En einsog það er órjett að hæða trú þess, er filgir óljósri ímindun sinni, eins er það óviturlegt að áfella guðleisíngjann, sem filgir sannfæríng sinni. Viðvíkjandi því, hvort margir sannir fræði- menn og spekíngar vorrar aldar viljt kallast guðleisíngjar, skal jeg svara því, að þetta orð getur skilist á fleiri vegu. Guðshugmindin er ím- islega skírð og skilin. þ>eir, sem neita trúnni á persónulegan guð, eða játa hana ekki hiklaust, eru venjulega nefndir guðleisíngjar. Jeg gæti ef jeg vildi talið hjer fjölda alþektra nafna. Hvort H. Spencer og aðrir þeir spekíngar, sem sjera Matthías nefnir, vilja kallast svo, skal jeg ekkert um segja. En það veit jeg, að alþíða manna, sem ekki hefur annað við að stiðjast en vitnis- burð presta sinna, mundi vafalaust dæma þá alla óalandi guðleisíngja. Annars sanna nöfn þeirra tóm alls ekki neitt. þ>jóðverjann frá Chicago- síníngunni, Dr. Carus, hef jeg ekki fir heirt nefndan. En það, sem sjera Matthías tilfærir eftir hann, á hvergi heima nema á prestsvörum í prjedikunar- stóli, þarsem útilokuð eru öll mótmæli og öllu má hella ifir eiru áheirendanna. Jeg skal nú at- huga sumt af því: Að trúin hafi sama rjett og vísindin, því vil jeg ekki neita, en hitt virðist mjer óðs manns æði, að telja henni sama gildi. Gildi trúarsetnínganna verður ekki metið á því máli, sem við metum á kenníngar vísindamann- anna, eða öllu heldur: vegin á þá vog hefur trúin ekkert gildi. »Vísindin eru guðs sannleiksopin- berun«. Sannleikospinberun eíga þau að vera, en hvað er það, sem maðurinn á þarna við með orðinu »guð?« »Tvent er óbreitanlegt: guðs eilífu lög í tilverunni......« Hvað skilur mað- urinn þarna við »guð«? Orðið gæti fallið burt á báðum stöðunum, og meiníngin er hin sama. »Hvað er guð vísindamannsins? þ>að heilaga í tilverunni, ifirpersónulegur alfaðir« o. s. frv. þ>að sjer hver maður að þessar og þvílíkar setníngar verða ekki handsamaðnr, og því er þíðíngarlaust að tala nokkuð um þær. En trúin á þennan ifir persónulega guð er alt annað en kirkjunnar guðs- trú, og það er hún, sem um er strítt. þ>ar er guð metorðagjarn og grimmur harðstjóri einsog herkonúngar og víkingar fornaldarinnar. í hans ríki eiga hinir útvöldu þjónar hans að síngja honum lof um allar aldir, en hinir, sem verða firir reiði hans, eilíflega að pínast. Kirkjan bíður okkur að krjúpa bljúgum og lítillátum á fótskör þessa guðs. Og annan guð en guð kirkjunnar og prestanna þekkja fæstir af lesendum íslensku skáldanna. En það er órjett og illa sagt að jeg hafi bríxlað skáldum okkar um guðstilbeiðslu kveðskap þeirra. Jeg hef skrifað þetta til að gefa dálítið ljós- ari hugmind um stríð það sem sjera Matthías talar um, en grein hans gerir. A henni er alt of lítið að græða. Annars er hún rituð af meira frjálslindi og rjettsíni en köppum »trúmannaflokks- ins« er eiginlegt, þegar um trú er að ræða. Porst. Qíslason. Gisle Christian Johnson. kennari í guðfræði við háskólann í Kristíaníu dó 17. júlí. Hann var ís- lenzkur að föðurætt, sonarsonur séra Gísla Jónssonar, prests í Noregi (f 20. maí 1829), en hann var hálf- bróðir Jóns sýslumanns Espólíns ogsonur Jóns sýslu- manns Jakobssonar á Espihóli. Gísli er fæddur 10. september 1822, varð lektor i guðfræði við háskól- ann í Kristíaníu 1849, en prófessor vorið 1860.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.