Sunnanfari - 01.09.1895, Síða 4

Sunnanfari - 01.09.1895, Síða 4
20 Bjarni rektor er fæddur í Sviðholti á Alptanesi 11. Aug. 1809. Faðir hans var Jón skólakennari Jónsson, er kallaður var »flekkur«, því að hann var frá Flekkudal í Kjós, sonur Jóns bónda þar, Jónssonar prests á Reynivöllum (f. 1707, d. 1789), af ætt Olafs prests í Saurbæ hins ríka (enn á lífi 1547), Kolbeinssonar. Jón skólakenn- ari (útskrifaður 1801) drukknaði af póstskipinu 1817 undir Svörtuloptum, harðgerður maður og manna mestur vexti. Er sagt að skólasveinar þeir er minstir voru, hefðu opt gert það af glettni við hann að skjótast uppréttir gegnurn klofið á honum. Móðir Bjarna var Ragnheiður dóttir Bjarna í Sviðholti, d. 1828, Haldórssonar í Skildinganesi, Bjarnasonar í Skildinganesi, Berg- steinssonar, í Skildinganesi, Bjarnasonar, er uppi var á 17. öld. Bjarni rektor útskrifaðist úr Bessastaða- skóla 1828, fór til Kaup- mannahafnarháskóla 1829 og tók próf í grískri og latínskri málfræði 1835; varð 1839 kennari við latínuskól- ann í Álaborg og síðan yfir- kennari í Hrossanesi, en rektor við latínuskólann í Reykjavík varð hann 1851, þegar Sveinbjörn Egilsson sagði af sér. fegar Bjarni tók við stjórn skólans höfðu verið þar nokkuð róstusamirtímar um hríð og þótti ekki hafa verið haldið nógu stöðugt í stjórnartaumana, né þeir leikið í nógu styrkum höndum. þ»að hefir því sjálfsagt átt að bæta úr því þegar Bjarni var skipaður fyrir skólann, enda vantaði það ekki að annar bragur færðist á þegar hann tók við, en hvort hann var í raun og veru betri er annað mál. Aginn varð um mart strangari, en siðferðið mun þó ekki hafa batnað. Öll var stjórn Bjarna svo, að sagt er að fleiri lærisveinar hans hafi haft ótta af hon- um en ást til hans. Sjálfur var hann einhver mikilfeingasti maður álitum og framganga hans var að því skapi. fótti og bezt að hlýða hon- um. f>ótt hann væri nokkuð hrottalegur öðrum þræði hafði hann þó verið taugargóður piltum og vildi skólanum að öllu vel. Laus var hon- um höndin nokkuð og barði stundum bæði pilta og kennara,að sagter,ef honum þótti svo við horfa og um alt var hann stórgerður, og þóttu stórir ríða í skörðunum, hvar ‘sem hann fór, og »svo var röddin draugadimm sem dunur í fjallaskarði«, og þrumandi mjög1). Lærdómsmaður var hann einginn, að því er sagt hefir Konráð prófessor Gíslason fornkunningi hans, og gáfumaður ekki framar en í meðallagi, en skapið var fast og mikið. Drykkjumaður liaíði hann verið langa leingi og ágerðist það mjög með aldrinum; gerð- ist hann og nær tröllslegur i ásýnd hin síðari ár og ferlegur næsta ungum mönnum. Haíði siðferði hans ógóð áhrif á skólann, og leiddi af sér svall mikið og drykkjuskap meðal pilta hin síðustu ár hans. Lézt hann þó taka hart á drykkjuskap þeirra. J>ó er annað veifið haft eptir honum, að hann segði við pilta, að þeir mættu ekki láta sjá sig fulla fyrra hluta dags; ef þeir vildu^ drekka ættu þeir að gera það á kvöldin. — Á síðari árum hans var hann mjög farinn að heilsu. Hann and- aðist í Kaupmannahöfn 21. Sept. 1868 úr lungnabólgu. J>að hafa geingið margar sögur af þvf, hvað Bjarni hafi verið stórfeldur og að- súgsmikill, og ekki tók hann nærri sér á Hafnarárum sfnum, þegar hann var við öl, að herja á Danskinum, sem löndum þá var sumum títt. Mátti þá og nær ekki við honum standast, því hann var heljarmenni aó afli. Kölluðu landar hans hann í gamni Cæsar. Svo kvað Konráð á þeim árum: Og Cæsar kom og saa og vandt, det var hans dag; hans næve hamrede saa sandt at Danskens hjælm og hjærne svandt. Det var, min salighed, ingen tant at staa hans slag! Naar Cæsar drikker brændevin der gives ej et större svin. Hurra! hurra! hurra! Eitt sinn var það á þeim árum, að Bjarni, Konráð og einhverir fleiri voru á ferð á lands- bygð úti í Danmörku og komu þar á bæ. Hafði Bjarni reiðspora á fótum. Hljóp þá að ') f>að lítur út fyrir að Bjarni hafi ekki verið jafn langrækinn og hann var bráður. Svo kvað séra Jónas Guðmundsson á Slcarði: Rektor fór að reisa fax, reiddist eins og prius; gerði karlinn góðan strax Gisli svasorius. En það er Gísli Magnússon, sem með tölum sínum bræddi úr karlinum. Bjarni rektor.

x

Sunnanfari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.