Sunnanfari - 01.09.1895, Blaðsíða 6

Sunnanfari - 01.09.1895, Blaðsíða 6
22 Sunnanfari á mikið hjá mönnum ætti og það að vera samvizkuléttir fyrir þá að fara að borga hann. Nýir kaupendnr að þessu ári Sunnanfara, sem borga skilvíslega, geta feingið það, sem til er af fyrsta árgangi hans í kaupbæti; 2. og 3. ár hans er enn tll sölu. Nokkur eintök eru nú og til af 4. árgangi. Á kennarafundinum í Stokkhólmi, sem hófst 6. Augúst, voru fjórir Islendingar: Sigurður Sigurð- arson barnaskólastjóri af Seltjarnarnesi, Pétur Guð- mundsson barnaskólastjóri af Eyrarbakka, Sveinbjörn Sveinbjörnsson adjunkt frá Arósum og Nilculás Bun- ólfsson cand. mag. frá Kaupmannahöfn. Um séra Hannes Stephensen á Hólmi höfum vér feingið ágæta skýrslu frá séra Stepháni Step- hensen á Mosfelli, bróður- og fóstursyni hans. þó að henni verði ekki komið i Sunnanfara að svo stöddu, mun hún verða notuð á öðrum stað, þar sem eins vel kemur við. Þingiö 1895- Ábyrgðarmanni Sunnanfara ritar gamall maður við Skerjafjörð meðal annars á þessa leið með síðasta skipi: »Ekki ætla eg mér að segja yður þing- né aðrar -fréttir, en að eins það, að eg man ekki annað eins vor og sumar, — að mínu áliti mikils til of gott handa þessari þjóð og þessu }jingi«. — Sumir kváðu vera farnir að kalla þingið i sumar þingið heimska. Vísa Þorkels officialis Ólafssonar. þorkell olficialis (d. 1820) og séra Friðrik á Breiðabólstað þórarinsson (d. 1817) voru mestir saungmenn á Islandi um sína daga, og hafði séra þorkell kent Friðriki saung. þeir mættust eitt sinn á Vatnsskarði; voru þeir þá báðir hýrir og tóku að syngja þar til þeir voru orðnir móðir, og máttu ekki syngja leingur. þá kvað séra þorkell : þegar við hittumst himnum á hvorugur verður móður; syngja skulum við saman þá séra Friðrik góður. Georg Stephens, sem sumir Islendingar köll- uðu Torf-Stephán, prófessor fyrrum í ensku við Kaupmannahafnarhásóla, er dáinn miðja vega í August tveim vetrum betur en áttræður. Var hann enskur að ætt. Stephens var merkilegur maður, allra manna fróðastur og mestur bókamaður á Norðurlöndum á þessari öld og fjörmaður hinn mesti. Rúnafræði Norðurlanda hefir hann unnið meira gagn en nokkur annar. þ>ökkuðu þó ýmsir Danir honum það lítt, og gerðu sumir lítilmann- legar og ótuktarlegar árásir á 'nann í þeirri grein. Fyrir íslenzkar bókmentir hefir Stephens að sumu leyti haft mikla þýðingu, því frá honum stafar það mest allra manna, að þjóðlegum fræðum á Norð- urlöndum hefir brundið svo fram, sem orðið er, og það er óvíst, hvort þjóðsögur vorar væru komnar svo á laggirnar sem er, ef hann og hið konunglega fornfræðafélag, fyrir tilstilli hans, hefði ekki riðið svo undir sem raun er á. Hann var og góður vinur vorra beztu manna, svo sem Konráðs Gíslasonar og Jóns Sigurðssonar, en ein- kennilegur var hann um mart. DagSbtÚn er eitthvað að finna að því, að Sunnanfari hafi lokað hurðum fyrir guðleysisgrein- um. Viða þurfa góðu prestarnir við að koma. Annars vonumst vér til að guð gefi Dagsbrún náð til þess innan skamms að sjá það, að alt trúar- bragðaþref er fremur hégómlegt. Eins og það sé ekki sama hverju menn trúa! Alt kemur í sama stað niður, hver er sæll við sina trú, svo að það gildir að því leyti einu í hverri Keflavíkinni maður rær. það má þvi gera sér skraf út úr ein- hverju, sem er þarfara en trúarbragðarifrildi. þar eru allir jafnsnjallir, og er bezt að lofa hverjum að trúa því, sem hann vill. Svo hefir einn kveðið : Alheims mergð í andlátsneyð alls mun gerð á hjarni, allir ferðast opinn deyð, allir verða að skarni. Fornbréfasafn. Fyrri helmingur IV. bindis (24 arkir) er nú kominn út. Eru þar í meðal annars nokkur skjöl frá fyrra hluta 14. aldar, sem komið hafa ( leitirnar eptir að III. bindi var prent- að. þá er þar máldagabók Vilchins biskups (1397), sem hefir inni að halda máldaga um alt land milli Helkunduheiðar og Hrútafjarðarár (um Austfirði, Suðurland og Vesturland). þá taka við skjöl af ýmsu tagi, og nær hepti þetta fram til 14291). Næsta hepti jafnstórt á að koma út um áramótin, og nær það yfir árin 1430—1450, og er það svart- asta tímabilið í sögu vorri. Bækur sendar ábyrgöarm. Sunnanfara. Frá Árna-Magnússonar nefnd: Forelæsninger over oldnordiske skjaldekvad af Konráð Gíslason. Udgivne af Kommissionen for det Arnamagnæanske Legat. Reykjavík og Köbenhavn 1895 XI+311, I. Bók þessi, sem skólameistari Dr. Björn M. Olsen hefir séð um, er öll nema titilblað, kápa og for- máli prentuð f Isafoldarprentsmiðju í Reykjavik. Er það fyrsta bók, sem Arna-Magnússonar nefndin hefir látið prenta þar. Er prentunin ágæt, og svo sem bezt er erlendis. þó að ábyrgðarmaður Sunnanfara eigi að heita norrænn málfræðingur verður hann þó að játa það, að smásmuglegar vísnaskýringar finnast honum eitt af því, sem ekki er það allra nauðsynlegasta, þótt þær auðvitað hafi sína þýðingu. En þessari bók höfum vér þó gaman af bæði vegna mannsins sjálfs (Konráðs), sem hún er eptir, því að hann verður oss jafnan ') það má geta þess, að það er rétt haft eptir Finni Ma“nússyni (á bls. 276 í þessu hepti), að hann hafi feinj>ið skinnblöð þau, er þar getur, frá séra Gísla í Árskógi teingdasyni Hálfdunar meistara Einarssonar, og að Hálfdan hafi áður átt blöðin. En Finnur hefir farið manna vilt, því Hálfdan var ekki teingdafaðir séra Gísla, heldur Haldór lconrektor Hjámarsson.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.