Sunnanfari - 01.10.1895, Page 5
29
sjálfir, og þótt einhverjir þeirra hefðu vilja á að
berja á náunganum, þá hafa þeir ekki efni á
því, því slíkt kostar nú of fjár. Er allur hern-
aður nú miklu dýrari en fyrrum.
Nú eru við háskólann 42 íslenzkir stúdentar
og eru þó taldir með 2, sem í vetur lesa heima,
en 2 nema dýralækningar við landbúnaðarhá-
skólann. 20 lesa lögfræði, 7 málfræði, 6 læknis-
fræði, 2 guðfræði, 2 náttúrufræði, 2 sagnfræði,
2 fjöllistafræði og 1 heimspeki og fagurfræði,
og vegna þess að það er fágætt, að íslendingar
hafi lagt stund á slíkt skal honum gert þeim
mun hærra undir höfði en hinum að nefna nafn
hans. Hann heitir Ágúst Bjarnason. Er hann
annar íslendingur, er lagt hefir það nám fyrir
sig, en hinn er dr. Grímur Thomsen. Má hér
sjá þess merki, að flestir vilja lögin læra og er
þó eigi árennilegra en svo, að margir togast nú
á um hvern sýsluskika. Ekki mega menn bú-
ast við að háskólinn skili öllum þessum prófuð-
um og pússuðum, því svo mun mega áætla, að
þriðji partur þeirra taki ekki próf, og skilji mig
einginn svo, sem eg telji þá að verri menn.
porst. Qislason.
Dm stöðu íslands í ríkiuu hélt Dr. Valtýr
Guðmundsson erindi hér 6. Nóv. í Lögfræðingafé-
laginu danska. þ>að var að vísu ekkert nýtt í því,
sem hann tók fram, en landsréttindi ísland voru
sett fram frá sama sjónarmiði að flestu leyti eins
og opt hefir verið gert áður af íslendingum-
hélt hann því með.d annars fram að sljórnarskrá
Dana gilti ekki og hefði aldrei gilt á íslandi;
sumir vildu og neita gildi stöðulaganna 2. Jan.
1871; ekki aðhyltist hann heldur skoðanir sumra
danskra lögfræðinga, að Ríkisdagur Dana gæti
breytt eða tekið aptur lög svo sem stöðulögin.
Endaði hann mál sitt, sem annars var skikkan-
lega fram flutt, með því að óska eptir sérstök-
um ráðgjafa fyrir ísland, sem ekki ætti sæti í
ríkisráðinu danska; gat hann þess í því sam-
bandi, að ástandið væri óhafandi, sem nú væri.
Stjórnin væri svo ókunnug öllu að hún yrði í
öllu bæði um lög og embættaveitingar að fara
eptir tillögutn landshöfðingja, sem gætu verið
misjafnlega hollar.
Dybdal, forstjóri íslenzku stjórnardeildarinn-
ar, taldi stjórnurskrá Dana útgefna fyrir alt
ríkið, og því ætti hún að gilda á Islandi; var
þó ekki harður á því; sagði að það væri álitið
sjálfsagt, að ráðgjafi íslands ætti sæti í ríkisráð-
inu, og aldrei kvaðst hann hafa heyrt það fyrri, að
stöðulögin giltu ekki á íslandi; gat hann þess
og að hann talaði ekki í embættisnafni. Gerði
hann töluverðar athugasemdir við ræðu Dr.
Valtýs.
Octavius Bansen, hæstaréttar málfærslumaður,
sem ferðaðist eitt sumar á íslandi, og margir
kannast við, hélt langa tölu og velviljaða íslandi.
Gat hann þess meðal annars, að í stjórnarskip-
unarmáli íslands vildi hann helzt ekkert heyra
um landsréttindavafninga og flækjur, heldur hitt,
að alt væri gert til þess að veita íslendingum
það, sem þeim væri fyrir beztu og væri til þess^
að vináttubandið yrði sem styrkast milli þeirra
og Dana. þ>að væri ekki von að íslendingar
væri ánægðir með þá skriffinsku stjórn, sem nú
væri: að allsendis ókunnugir menn sæti hér uppi
á stjórnarskrifstofunni og þættust vera að stjórna,
og þætti stát í. Menn ættu að láta eptir kröf-
um íslendinga, að ekki færi á endanum eins og
með Hertogadæmin, að Vesturheimsmenn eða
einhverjir aðrir kæmu einn góðan veðurdag og
byðust til að taka íslendinga undir sinn áraburð.
og þeir þá vitanlega segðust úr allri hollustu
við Dani þ>að væri auk þess æra fyrir Dani
að hafa hlotnazt það, að hafa nokkurs konar
varðveizlu yfir íslandi, sem Norðurlönd ættu
svo mikið að þakka. Að endingu var hann á
þ\í, að himinn og jörð mundi ekki hrynja, eða
rík iseiningin ganga af göflunum fyrir það, þótt
látið væri að óskum íslendinga, og var hann
þá helzt með sérstökum ráðgjafa; hélt Dybdal
þá og, að ekki væri ómögulegt að það feingist.
Töluverður ókunnugleiki kom fram hjá Oct.
Hansen. Hann hélt t. a. m., að það væru fjórir
amtmenn á íslandi, og að þeir ættu að vera
fjórir eptir hinni endurskoðuðu stjórnarskrá og
taldi það of mikinn kostnað, og Dr. Valtýr leið-
rétti það ekki. En eptir hinni endurskoðuðu
stjórnarskrá eru amtmannaembættin afnumin.
Er þetta í styzta máta hið allra helzta ágrip
af því, sem talað var, og þess þó ógetið, að for-
maður félagsins mælti fyrir skál íslands. Ráð-
gjafi íslands gat ekki verið við; var lasinn.
En það er um þenna sérstaka ráðgjafa fyrir
ísland búsettan í Khöfn að segja, að það er