Sunnanfari - 01.02.1896, Síða 2
58
safn bræðranna Grimms og fundizt mjög til um
það, en vissu á hinn bóginn, að Island var mjög
auðugt að þesskonar fræðum. Magnús átti einkum
að safna þjóðsögum, en Jón öllu öðru þjóðtrúar-
dóti. J>ó safnaði hvor með öðrum, og benti hvor
öðrum þangað, sem liðs var að leita. Magnús
safnaði fjölda af þjóðsögum eptir skólapiltum á
vetrum, en á ferðum sínum á sumrum eða þá eptir
sveitungum sínum, Borgfirðingum, því þar var hann
stundum á sumrin, og sendi Fornfræðafélaginu af-
skript af þeim; er talsvert af þeim nú í safni Árna
Magnússonar 968, 4to, en flestar eru þær prent-
aðar í íslenzkum æfintýrum 1852, sem átti að vera
sýnishorn af safni þeirra félaga. Allur fjöldinn af
sögum þeim, sem Magnús hafði safnað var þó
óprentaður þangað til eptir lát hans, því hann var
dáinn þegar þjóðsögur Jóns Arnasonar komu
út, 1862.
þeim Jóni Árnasyni og Magnúsi Grímssyni
hefir eflaust verið jafnant um íslenzk fræði þjóðleg
og þeir hafa eflaust verið jafnnatnir að safna
þeim, en þó hafa þeir litið nokkuð misjafnt á þau.
Jón vildi segja sögurnar sem líkast því sem þær
væru sagðar manna á millum, og þessari reglu
hefir hann fylgt í þjóðsögum sínum. Magnús vildi
aptur skreyta þær með náttúrulýsingum og íburð-
armiklu orðskrauti og er Selið, fyrsta sagan i Is-
lenzkum æfintýrum 1852, sýnishorn af því hvernig
hann vildi fara með sögur, því eingin efi er á því
að frágangurinn á þessari sögu er eptir hann, þótt
annað sé látið í veðri vaka í formálanum. Fyrst
er inngangur, laung landslagslýsing, sem i raun
réttri kemur sögunni alls ekkert við. þá kemur
sagan sjálf, og er huldumaður látinn halda þar
langa og háfleyga tölu um ástina; »hún þarf ekki
við yls sólarinnar, þvi hún er sjálf sól; hún þarf
einungis andstæði1) til að hvíla á«. Eptirmáli er
á eptir sögunni, og er sama að segja um hann og
innganginn.
Islenzk æfintýri munu vera í fárra manna hönd-
um og þykir því réttast að taka hér upp þjóðsögu,
sem Magnús hefir gert úr garði til þess að sýna
meðferð hans á þjóðsögum:
Hornafjarðarfljót.
»það lítur svo út, sem aflmestu höfuðskepn-
urnar hafi tekið sér bólfestu á Islandi, og gert það
að leiksviði sínu. f>ar geysar eldur i iðrum fjall-
anna og hristir láglendið og fjöllin með ógurlegum
skjálfta, svo að svellhjúpurinn mikli á jökultopp-
unum brestur opt fram með ógurlegu vatnaflóði og
eyðileggur alt, sem fyrir verður. Einginn hlutur
stendst fyrir ósköpum þessum; jökulbrotin líða á
straumnum og róta um fjöllunum og hrífa með
jarðgróna hamra. Láglendið alt er hulið vatni og
blágræna ísjaka ber við loptið, og hér er ekkert
að sjá nema is og vatn. Á svipstundu eru fegurstu
vellir orðnir að graslausum sandi, hin þéttbygða
') líklega danska orðið Genstand.
sveit horfin og húsin og bæirnir flotið út i sjó.
Hér, þar sem auðæfi bóndans, lagðfögur sauða-
hjörð, heystakkar og afli skemtu fyrir einum degi
auga ferðamannsins og fullvissuðu hann um efnuga
bændur og dugandi'smenn — hér er nú ekkert
að sjá nema öræfi og sanda, sem vatnið hringar
sig um, eins og það sé hróðugt yfir sigri sínum,
og storki enn hinum nálægu sveitum og ói þeim
með afli sinu. Nú eru reyndar jakafjöllin
horfin og runnin á haf út, og eigi er annað að
sjá, en hér hafi frá alda öðli verið graslaus sandur
og jökulvatn. Ferðamaðurinn á hér nú einskis
annars von en þess, sem hann sér. Hann fer
áhyggjulaus yfir sandana, og dáist i huga sínum
að fegurð náttúrunnar. Hann undrast breidd ár-
innar, þvi hún er fjórðungur milu á breidd. Hann
ríður óhræddur yfir hana og gætir nákvæmlega að
stikunum, sem i henni eru. Honum finst hann vera
að fara yfir sjó, og hólmarnir grænu, sem nú eru
grónir upp á milli kvíslanna í á þessari, finnast
bonum vera eins og dálitil eylönd, er hann fari
fram hjá. Hann dáist að jöklinum fyrir ofan sig,
en Hornfirðingurinn óttast hann; honum er illa við
hann og fljótið, sem í fyrndinni eyðilagði hér á
einni nóttu hið fegursta land, og hina beztu sveit.
Hann segir ferðamanninum margar sögur, sem enn
eru eptir af sögnum um hinn ógurlega atburð.
Svo bar til einn fagran sumardag, þremur
árum síðar en jökulhlaupið varð og Hornafjarðar-
fljótin eyðilögðu sveitina, að smalamaður einn var
á gangi við ósa fljótsins á sandinum fram við sjó.
Hann var áhyggjulaus og að mestu hafði hann þá
gleymt þessum voðalega atburði. Rakki hans rann
með honum og snuddaði til og frá um sandinn.
Hann nam staðar við þúfu eina dálitla, er þar
stendur, græn og fögur, eins og einhver álfur hefði
átt hana og hlíft henni til merkis um hvernig landið
hefði einhverntíma verið. Smalamaðurinn gaf
eingan gaum að þessu og ætlaði að ganga áfram,
en rakki hans veik sér að honum, flaðraði uppá
hann og dillaði rófunni og þaut svo eins og eld-
ing að þúfunni aptur. þá leit smalinn við og
heyrðist honum þá eitthvað buldra niðrí þúfunni.
Hann gekk þangað og lagði eyrað við. þá heyrði
hann gelt niðrí þúfunni. Hann rótaði upp þúfunni
og varð frá sér nurninn er hann sá hér koma upp
mey eina fagra og dálitinn rakka með henni.
Mærin hafði verið þarna frá því jökulhlaupið varð.
Fljótin höfðu tekið bæinn hennar eins og hann
var og grafið hann í sandinum, og hafði hún og
rakkinn hennar lifað þarna í þrjú ár á matvælum
þeim, er í bænum höfðu verið. Smalinn fór heim
með fund sinn og mærin varð að segja sögu sína,
og sú saga hefir siðan lifað í minnum Hornfirð-
inga og lifir þar enn. En fljótin og sandurinn
eru æfinlegt merki hins hryllilega atburðar, og
sanna þær sögur, sem um hann eru«.
þegar útgáfa þessi er borin saman við söguna
eins og hún er prentuð i þjóðsögum Jóns Árnasonar