Sunnanfari - 01.10.1896, Blaðsíða 4

Sunnanfari - 01.10.1896, Blaðsíða 4
28 Nær þriðjungur bókariunar er nýr, eða kveðin eftir að „Saungvar og kvæði“ komu út. Einstöku kvæði sem þar stóð er úr fellt. Mörg af hinum nýrri kvæðum hafa áður staðið í blöð- unum til og frá, í saungheftum Jónasar og víð- ar. Nokkur af þeim eru þýðingar svo sem kvæði úr þeim sögum Björnsons, sem höf. hefur áður þýtt, og „England“ eftir Strindberg. Mörg af þeim eru tækifæriskvæði, og svo eru þar kvæði og stökur um ýmisleg efni líkt og í fyrri ljóðabókinni. Eitt pólitiskt kvæði er þar, „Ný Bjarkamálu, ort 1889 og er það vel ort kvæði og kjarnyrt, en nokkuö öðruvísi en hin eldri pólitisku kvæði höf., því það er þjóðarádeila. Opið brjef til sjera J'ons Bjarnasonar er þó kjarn- mest. Það er ort út af stríði því er höf. átti leingi í við íslensku Vesturheimsklerkana, mest útúr trúarmálum, og gerir hann hjer grein fyr- ir skoðun sinni á þeim efnum. Enn iná nefna Œttjarðarminni Vestur-Islendinga ágætt kvæði, Til gamals manns og Morgunstundir í skógi. Auglýsing Einars prentara er skemintilegt kvæði og eins TJppboðsríma Lögbergs. En höf. hefur tiltölulega lítið ort á síðari árum, eða allt frá því „Saungvar og kvæði“ komu út, hefur heldur kosið að fást við annað, eða verið neyddur til þess. í síðasta kvæðinu í bókinni eru þessi erindi: Ungum ljek mjor laungun á að lifa til að nkrifa; sköp hafa því bvo skift, jeg má ekrifa til að lifa. Tími að lesa einginn er, alltaf verð jeg að skrifa heilsa og æfi þar til þver og þetta’ á að heita: að lifa Nú sem stendur hefur höfundurinn atvinnu við bókasafn í Cicago, hefur annars síðan hann ílutti suður þangað leingstum feingist við blaða- mennsku, verið við ritstjórn Norðmannablaðs ein8, sem þar kemur út. En þó hann haíi nú um tíma verið fjarlægur, munu flestir kannast við það, að hann hefur leingi skrifað og starf- að fyrir ísland, hefur varið til þess besta hiuta æfi sinnar og lítið úr bítum borið. En nú lifir hann við skort annarstaðar. Það er bæði auðsær skaði, og líka talin skömm hvérri þjóð sem er, þegar mestu hæfi- legleikamenn hennar ekki geta þrifist hjá henni, en verða að flýja til annara þjóða, annaðhvort vegna atvinnuleysis eða ofsókna, eða þá hvors- tvcggja. íslendingar sjá þetta þegar þeir líta til annara þjóða. En hjer er dæmi frá þeim sjálfum. Alþingi ætti að bjóða Jóni Ólafssyni opin- beran styrk til að vinna eitthvað það, sem ís- landi gæti orðið gagn að, og nóg mætti finna. Sú styrkveiting væri ólíku skynsamlegri en margar aðrar, þegar fje hofur verið fleygt á báða bóga til hinna og annara óþekktra og ó- reyndra manna, þar sem eingan getur dreymt um hvað fyrir muni koma. tvö Tímarit Bókinentafjelagsins. í fyrra var valin ný ritnefnd til að annast útgáfu Tímarits- ins, í því skyni að breytt yrði stefnu þess frá því sem áður var. Þótti niönnum það allvel orðið, því flestir voru óánægðir með ritið og það með rjettu. En margir munu hafa ætlað að viðbragðið yrði fjörmeira en nú er raun á orðin. Breytingin er mjög svo lítilfjörleg. Þær ritgerðir, sem eiga að sýna nýrri stefnu rits- ins, eru: Fyrirlestur Einars Hjörleifssonar, Um lestur bbka, Um kaffi eftir Björn rektor Ólsen, og svo þýðingar á nokkrum kvæðum eftir Stgr. Thorsteinsson og Hannes Hafstein. Steingrímur þýðir þar langt kvæði eftir Byron og Hannes smákvæði eftir ýmsa höfunda. En mest rúm í Tímaritinu taka þó tvær ritgerðir, sem að öllu verða að teljast til hinnar fyrri stefnu þess. Önnur er Þáttur úr sögu Islands á síðari helm- ing 16. aldar eftir síra Þorkel Bjarnason, og hefur hennar áður verið minst í Sunnanfara; hún hefði átt að vera sniðin handa Safni til sögu íslands, en ekki tímaritinu. Hin ritgerðin er eftir Sæmund Eyjólfsson og er Uni minni í brúðkaupsveislum og helstu brúðkaupssiði á Is- landi á 16. og 17. öld. Hún er, einsog allt sem Sæmundur skrifaði, mögur og merglaus; það sem hefði átt að segjast á einni blaðsiðu er teygt yfir tíu. Hann ritaði ekki ólipurt og hafði talsvert grúskað í íslenskum fræðum, en allar ritgerðir hans um þau efni eru mjög lítils virði. Best af því sem Tímaritið flytur í ár er

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.