Sunnanfari - 01.10.1896, Blaðsíða 1

Sunnanfari - 01.10.1896, Blaðsíða 1
VI, 4 OKTOBER 1896 Þorvaldur á Þorvaldseyri. Porvaldur Björnsson óðalsbóndi á Þorvalds- eyri er fæddur í Stóradal undir Eyjafjöllum 18. okt. 1833. Faðir hans var Björn sonur Por- valds g-amla hrcppstjóra í Klofa á Landi (f. 1749), Jónssonar í Klofa, Jónssonar í Gunnarsholti, Örnólfssonar á Hellum, Snorrasonar, Bjarnasonar. En móðir Porvalds Björsson- ar var Katrín dóttir Magn- úsar hreppstjóra á Leirum undir Eyjafjöllum, Sigurðs- sonar, Bjarnasonar sýslu- manns í Skaptafellsþingi (f. nm 1670 d. 1764), Nikulás- sonar. Kona Þorvaldar í Klofa og móðir Björns var Margrjet dóttir Jóns sonar sjera Bjarna Helgasonar í Fellsmúla (d. 1773), en kona sjera Bjarna var Ragnhild- ur dóttir sjera Halldórs á Hjaltastað, Eiríkssonar prests í Kirkjubæ í Tungu, bróðir Stepháns skálds í Vallanesi Ólafssonar prófasts í Kirkju- bæ, bróðir Odds biskups Ein- arssonar prófasts í Eydölum (d. 1626), Sigurðssonar. Koua Jóns Jónssonar í Klofa og móðir Þorvalds gamla var Valgerður dóttir Jóns áPúfu, en móðir Jóns á Púfu var Þorgerður systir sjera Bjarna í Fells- múla, en móðir þeirra var Margrjet dóttir Bjarna á Hóli, en móðir Margrjetar. var Vilborg dóttir Grísla í Háholti Guðmundssonar prests í Gaul- verjabæ (d. 1605), Gíslasonar sýslumanns á Mið- felli í Hreppum (d. 1577), Sveinssonar, Hólm- fastssonar. Svo segist dr. Jóni Þorkelssyni hinum yngra frá um ætt og uppruna Porvaldar. Porvaldur ólst upp hjá foreldrum sínum á Bergþórshvoli og dafnaði vel. Þegar hann var 17 ára rjeðst hann vistmaður til Skúla læknis Thorarensen á MóeiðarhvoM og var þar í 2 ár (1850—52). Eptir það var hann á ýmsum stöð- um í Landeyjum sjálfs síns maður um 10 ár. — Áþess- um árum er það fyrst að Þorvaldar er getið opinber- lega, þar sem hann átti í málaþrasi við mann einn í Ijandeyjum, þá vel tvítugur, og bar hærra hlut. Pótti öMum sem Þorvaldur hefði sýnt lögkænsku eigi alMitla í þeirri viðureign, var hann upp frá því um nokkurn tíma kallaður „Laga-Valdi“, og haldinn málafylgjumaður mikill. Árið 1863 hefst búskap- arsaga Þorvaldar, er hann setti bú saman á Núpakoti undir Eyjafjöllum. Margar sögur hef jeg heyrt um bú- skap Þorvaldar, og þá eina, að hann átti eina hryssu grá- skjótta og 3 ær. — Mjer er harla lítið kappsmál hvort svo hefur verið eða ekki, hitt er meira um vert, að Þorvaldur var blásnauður er hann byrjaði búskap sinn á Núpa- koti, en græddist bráðlega fje í löndum og laus- um aurum, enda leið ekki á laungu áður en á- býlisjörð hans bar þess órækan vottinn, að bóndi og húskarlar hans hafa einatt risið árla úr rekkju.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.