Sunnanfari - 01.10.1896, Blaðsíða 6

Sunnanfari - 01.10.1896, Blaðsíða 6
30 að tímarit, sem haldið er út til að örva og fjörga mnræður um landsmál, þarf að drægslast með ársgamlar ritgerðir, sem þó eiga að grípa fram í þau mál, sem stöðugt eru rædd í blöð- unum. 1 ár flytur Andvari rnjög góða mynd af Vilhjálmi Finsen hæstarjettardómara, og fylgir henni grein um hann eftir cand. mag. Boga Th. Melsteð. Aðrar ritgerðir eru þar, auk þeirra tveggja, sem fyr eru taldar, niðurlag af Ferfia- sögu dr. Þorvaldar Thoroddsens um Austurskafta- fellssyslu og Múlasýslur, TJm ættjariJarást eftir Einar Hjörleifsson .og TJm fisláveiðar útlendinga hjer við land á síðustu árum eftir cand. mag. Bjarna Sæmundsson. Minning-arrit fimmtíu ára afmælis hins lærða skóla í Reykjavík. Þetta rit var sent út sem boðsrit að 50 ára minningarhátíð skólans 1. okt. í því er: I. Kennaratal eftir Björn rektor Ólsen, stuttar æflsög- sir allra þeirra, sem kennt hafa við skólann; II. Stú- dentatal eftir Jón Helgason preBtaskóiakennara, og þar taldir allir þeir sem útskrifast hafa frá skólanum og skýrt frá hvað um þá hafl síðar orðið. Framan við Minningar- ritið eru á einu blaði myndir af rektorum þeim sem stjórn- að hafa skólanum síðan hann fluttist til Reykjavíkur: Sveinbirni Egilssyni, Bjarna Jónssyni, Jens Sigurðssyni, Jóni Þorkelssyni og Birni M. Ólsen. Myndirnar eru litl- ar, en góðar. Þ. O. Hrafninn. Hrafninn situr á hamrinum, ber við loftin blá. Og horfðu’ ekki upp eftir hrafninum, því honum má einginn ná. En lágt íiýgur krummi á kvöldin. Hrafninn flýgur um aftaninn, einginn vita má, hvar hefur hreiður hugurinn. Hrafninn guðar á skjá. Því lágt flýgur krummi á kvöldin. Og það hefur grunað margan mann, því mörg er leitin gjörð, til þess að hitta hrafninn þann í hræunum niðri’ á jörð. Því lágt flýgur krummi á kvöldin. Og hrafninn uppi’ á hamrinum hann má við því sjá, að mörg eru högl í heiminum, sem hröfnunum eiga að ná. Og því flýgur krummi á kvöldin. Þ. G. Milli rósa. Hjer sit jeg glaður við gluggann minn milli rósa. Og víða hvarflar nú hugurinn milli rósa. Jeg stari’ á logbjörtu stjörnurnar, þær stafa geislum á rúðurnar milli rósa. Þær sýnast hýrbrosa segja mjer milli rósa. Hvað allt sje fagurt og sælt hjá sjer milli rósa. þar sjeu skrúðlendur skrautlegar, þar skarti jurtirnar sígrænar milli rósa. Jeg veit þar all-vítt er andans svið mílli rósa. og huga lyptir þar ljósmagnið milli rósa. En nóg við höfum í heiminum. að hugsa, tala og kveða um milli rósa. Því sit jeg glaður við gluggann minn milli rósa. Og hjer er ánægður hugurinn milli rósa. Hjer finn jeg lífgandi ljós og yl, mig langar stjarnanna ekkert til milli rósa. . Guðm. Guðmundsson. Tvö lívæði. (eftir Runeberg). I. Fyrstl kossinn. Á skýjarönd sjer aftanstjarnan undi, þá innti stúlka, er sat í skógarlundi:

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.