Sunnanfari - 01.01.1897, Blaðsíða 2

Sunnanfari - 01.01.1897, Blaðsíða 2
54 Undir Múlafjalli. Það er um dagsett. Drungi loftið fyllir, drynur í fjalli brothljóð sterkra vinda, og hræfareldinn andar loftsins kynda, við ódaun hans og glóri kalt mig hryllir, og krepjan fúl og köld mig vefur örmum og kyssir dátt. Eg held mér naumast vörmum. Máfarnir soltnir úti’ á vogi agga, og uppi í gnýpum valur heyrist gæla, útburðirnir í Stóruskoru skæla, í Skollaurð er melrakkinn að gagga, á draugi og álíi í Kattarhöfða er kæti: eg kenni moldarþef og heyri „læti“. Mjer leiftrar fyrir augum einhver blossi, nú aftr — það er rosaljósagangur, og klárnum sveiflar kastvindurinn strangur, hann kastað hefði flötu rýrra hrossi, Þyflinum hærra þyrlar hann upp sjóinn og þeytir saman brimlöðrið og snjóinn. Um grýttan veg — ef vegur mætti heita — veðrinu móti hlýt eg för að hvata, þó myrkt skammdegisrökkur sje, eg rata, því rjettri stefnu varla má hjer breyta: á aðra hönd við himin klettar mæna, á hina standberg nið’r í djúpið græna. Svellbólstrar cru í öllum lækjadrögum og undir hófa klessist bleytings-snjórinn, svo beitt fær ékki sköflum skörpum jórinn, því skriðkar hann og berst að klettasnögum á bergsins ystu brúu, þars undir gellur brimaldan trylld, að hamravegg er fellur. Við Grani, næsta nauðulega staddur — á nöfum bergsins tyllu litla fundum, — þá teljum lokið lífsins muni stundum; líksönginn kyrja náttúrunnar raddir; ógurleg gröfln gín und fótum vorum; geigvænlegt er að standa í slíkum sporum. En eitt sinn gleipir gröfin helmyrk alla, og Grani minn, við hræðumst ckki’ að deyja, í hana þó — eg held eg verði að segja — er hryllilegt að mega kvikur falla. Hve aptur þá til lífsins lcið við fundum, það langað hefur mig að skilja stundum. (des. ’9ö). Björn Bjarnarson. Á aúðniiiiii. Jeg hef streingi í öllum vöðvum eins og jeg hefði verið í þrælaslætti í gær, og hrakinn og hrjáður eins og lamb, sem gengið hefur í rekstr- um í fyrstu snjóum eftir endilöngum almenningi og hvergi feingið jórturtuggu í svanginn. Þó hef jeg setið um kyrt í heilan mánuð og etið og drukkið eins og mig hefur lyst. • En í gær var jeg í rækallans slydduför, og að henní bý jeg fyrst um sinn. Þá fór jeg fót- gangandi yflr jötunheim, sem öðru nafni heitir Aldamóta-aucfn. Jeg var búinn að ganga óralangan veg, en loksins tók að halla undan fæti. Jeg vonaði því, að þá og þegar mundi glóra niður að Botni, sem er fyrsti hvíldarstaðurinn fyrir neð- an auðnina. Það var tekið að halla undan fæti, sagði jeg. Ef til vill væri þó rjettara að segja, að tekið væri að halla undan knjám og olnbogum. — Öskrandi vestan-skari næddi austur eftir flug- hálli auðninni, beiut á móti mjer, og hafði jeg því eigi annað fangaráð í verstu rokunum en að flcygja mjer á grúfu og skríða á fjórum fót- um. Þannig hjelt jeg áfram eftir krosssprung- inni jökulgljánni; en himininn hjekk niður yíir höfði mjer, hnökróttur og úflnn eins og ótáinn illhæringur. Loksins sá jeg eitthvað kvikt fram undan mjer. Skyldi jeg nú vera kominn í tröllahend- ur eða óvætta? Það er ekki að orðlengja það. Þarna mætti jeg skepnu í mannsmynd, þó ferlegværi. Vöxt- urinn var óliðlegur, kampurinn eins og fax á villtum útigangsfola og hrákar í skegginu. Þessi maður var berhöfðaður, hárið úfið og því líkast sem blautur þirill hefði írosið: sinn flókasnep- illinn stóð í hverja áttina, og voru músabú og hrafnadyngjur í lubbanum. Þegar fundum okkar bar saman, köstuð-

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.