Sunnanfari - 01.01.1897, Blaðsíða 5

Sunnanfari - 01.01.1897, Blaðsíða 5
57 kemur heim með hlaðinn knör af sprekþurrum þaungulhausum, sem ætlast er til að hann fái gefins á kirkjujarða- og ítaka-rekum. Nú er verið að senda eftir hinum eilífa eldi austur í Asíu, sem logar þar í steinolíunámunum; hann þykir öllum öðrum eldi heilagri og betri vegna aldursins, og mun eiga að flytja hann á græn- lensku kerlingarhári“. Guðmundur Friðjónsson. G u ð r ú n. Til eru þau orð er tunga þín skilfi, ef skyldi hún mæla. — Um þínar huldustu hugrenningar talar nú stjarna við stjörnu. Dráp þú ei skirrðist ef dauðlegur vissi það er þú í gröf vilt grafa. En auga því fær þú aldrei lokað, sem annara svefn opnar. Grjet hún, grjet hún, grúfði höfði er sólgyðjan tjaldaði sali. En oft um nætur reis ein á fætur; við stjörnurnar stóð hún á tali. Ein skín stjarna yfir austurbrún, vel að vegum gætir; kunnuglega kjör þín les hyggið himins auga. Andvökunótt eina fyrri gægðist sú stjarna innum glugga, og las þá hvert þitt leyndarmál þjer úr andvaka auga. Sorgarnótt þegar svefninn flýði gægðist hún aftur um glugga, og heyrði á þau harinaorð sem var að svæflinum hvíslað. Minningum þínum þú margvafðir um þá einu stjörnu: innst þjer í sál á einverustundum leit það uppheims auga. Yjelaþræði, er þú af' viti ófst og lagðir um leynda gtigu, máttu nú sjá við mánaskin rekja svartir svipir. Skjálfa geislar við skararbrún, læðist feigð eftir fönnum; djúp ríkir þögn, dómar eru kveðnir strangir á stjörnuþingi. Alþögla nótt, þegar augu guðs horfa af himni niður, duldum rúnum eru dómsorð skráð. Betra er sakleysi en sekt. Þ. G. Manvísur. I. a. Æ, kom þú, æ, kom þ(i, in fagra rek kuldann (ir hjartanu á mjer. Það hættir að slá, ef það hættir að hressast af brosi frá þjer. Jeg má þig ekki muna, en man þig alla tið. Á gröfum góðra vona því græt eg ár og aíð.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.