Sunnanfari - 01.01.1897, Blaðsíða 8

Sunnanfari - 01.01.1897, Blaðsíða 8
60 beykirinn og fór í bátinn til fjelaga sinna, og svo slapp hann með það. Einu sinni kom Árni á bæ og stal nærpilsi af kon- unni, spretti því í sundur og bað síðan konuna um að sníða sjer brók tir því. Hún gjörði það og grunaði ekkert. Einu sinni var Arni í kaupstað staddur og bað um hatt til kaups. E>eir komu með hatta marga, suma stóra og suma minni, en seint gekk honum að fá mátulegan hattinn. Um síðir tekur hann einn og setur upp og hann er honum mátulega stór og þennan segist hann kaupa. En þetta var prettur Árna: hann setti upp tvo hattana, þann stærri utan yfir þann minni, og svo hafði hann tvo fyrir einn. — Það var enn eitt sinn að Árni kom í kaup- stað. E>á stal hann kramvörupoka og setti hann ofan i tóman poka, sem hann átti, og biður síðan kaupmann að geyma hann þangað til hann feingi úttekt, því margt fólk var í kaupstaðnum. Nti var pokans saknað og farið að leita. Ekki fannst pokinn, og svo var þess krafist, að leitað væri hjá öllnm og því játuðu allir. Árni segir það guðvelkomið að leita í sínum poka; hann sje geymdur hjá kaupmanni. Kaupmaður tók nndir og segir: „Ekki þarf þess, Árni minn; þinn poki er geymdur hjá mjer fyrir innan borð, því þti fjekkst mjer hann strax þegar þú komst“, og svo var aldrei leitað í poka Árna, og Bvona hafði hann það í þetta sinn. — Svo var það enn einu sinni að Árni kom í kaupstað; þá þreif hann peninga- buddu, er lá á borðinu, og hljóp sína leið út. E>eir sem við borðið voru hlupu á eftir honum og gripu hann. En hann var btiinn að koma buddunni í holu, svo hinir sáu ekki. Hann sagði að þeir skyldu leita á sjer og það gerðu þeir rækílega, en fundu ekki. En svo nákvæmar gætur höfðu þeir á honum, að hann gat ekki náð budd- unni fyr en í næsta skifti er hann kom í kaupstað; þá tók hann budduna úr holunni og gerði sjer gott af. Einu sinni voru Árna sendar eftirfylgjandi stökur nafnlausar; önnur var skrifuð utan á brjefið, en hin inn- an í; en brjefið var læst. Sú sem utan á var er svona: Sendist þessi seðill þjer, sóma gæddum vöndum, Árna mínum elsku vin Austfirðing á Löndum. En þessi vísa var innan í brjefinu: Sendist þessi soðill þjer, svika og pretta drangur, þjófgefinn, lyginn, það jeg sver, þrællÍDn mjór og iangur. Árni gerði ekki annað en hló að þessu brjefi og þóttist kenna mark sitt á vísunum. — Eitt sinn varÁrni staddur í Eskifjarðarkaupstað, því hann fór ýmist á Eskifjörð eða Djúpavog til að versla. E>á var staddur á Eskifirði Dalamaður einn. Hann var btiinn að taka tit nokkuð af korni og var þar hjápokum sinnm. Árni komur og heilsar honum. Hinn tekur þvi. Árni segir við hann: „Vara þti þig, maður minn; hjer í kaupstaðnum er maður oinn, sem Árni heitir; hann er rnmmnngs þjófur og stelur ðlln, sem fingur á festir, og geta því fáir sjeð við honum“. Hinn biður hann að gæta fyrir sig pokanna á meðan hann gangi i burtu ofan í btið. Árni segir það velkomið. Svo fer maðurinn sínaleið. En á meðan stelur Árni einni kornhálftunnunni og var allur á burtu þegar hinn kom, og hann hafði ekki meira af Árna, því hann var sjóveg yfir Reyðarfjörðinn og kominn af stað, og skildi þar með þeim. — Einu sinni kom Árni á bæ og stal einhverju lítilsháttar, jeg hef ekki heyrt hvað það var, en hann var óðara eltur. Árni var fijótur að hlaupa, en samt dró hinn sem á eftir kom hann uppi. E>egar Arni sjer það, snýr hann sjer fljótt við og gripur fullar Iúkur sínar af þurri mold og kastar i augu hinum, sem elti hann. Hann greip fyrir augun og fór að þurka sjer, því hann varð náttúrlega blindur, en Árni tók til fóta og hljóp sína leið og svona skildi með þeim. Dórður heitinn Gíslason, bróðir sjera Brynjóifg, sem var í Eydölum, bjó á bæ þeim sem heitir Ós; hann er í Breiðadalshrepp. E>órðnr var í fjöldamörg ár hreppstjóri og tvö ár var hann settur lögsagnari hjer í Suðurmtila- sýslu á meðan hjer var sýslumannslaust. Eftir að kam- merráð Tvede settist hjer að á Djúpavog, þá safnaði E>órð- ur ýmsum óknyttum um Árna og sendi með hann til sýslu- mannsins á Djúpavogi og átti hann að halda próf yfir Árna. Dað var farið með hann inn yfir Berufjörð; voru smáár á leiðinni, sem yfir þurfti að fara. Degar þeir komu að fyrstu ánni, þá þóttist Árni ekki geta riðið fyrir sundli, en hinn, sem með honum var, bað hann að herða hugann og halda sjer fast. Detta gekk nti fyrir sjer, þar til þeir komu að á þeirri, er Fossá heitir; hún varstærst og vatnið mest í henni. Dá fjekk hann ekki Árna til að riða einan yfir hana; hann segir honum þá að koma á bak fyrir aftan sig og skuli hann reiða hann yfir ána. Dví játar Árni og fer á bak fyrir aftan hann. Árni sá og vissi, að hinn hafði ákæruna eða skjölin í vösum sín- um. Degar þeir koma tit í ána, þrífur Árni báðum hönd- um hljóðandi í fylgdarmann sinn og segir að þeir muni drepa sig. Hann hristir hann og skekur, svo hinn hefur nóg með að halda sjer. Degar þeir komu yfir ána, segist Árni ekki fara lengra, og biður hinn að sýna sjer það skriflega, að hann sje skyidur til að fara með honum sem annar fangi til sýslumanns. Hinn segir mjög hróðugur að hann skuli sýna honum það, en gaufar í tóma vasana. Dar skildi svo með þeim, því Árni vildi ekki vera með honum leingra. En þegar Árni fann kunningja sína, spurðu þeir hann, hvernig hann hefði getað eyðilagt brjefin. Hann svaraði: „Jeg tuggði og jegtuggði og jeg skirpti í ána“. Svo varð ekki meira tir þeim málatilbúningi. (Frh). VÍ8a sjera Olafs Gíslasonar í Saurbæjarþingum (Mála-Ólafs, d. 1801). Hingað kom eg heiminn í og hafði eingan sauðinn; ei skulu hofmenn hlæja að því, mig hryggi rolludauðinn. Ábyrgðarmaður: Dorsteinn Gíslason. Dingholtsstræti 7. FjelagaprentsmiSjan. — Reykjavlk.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.