Sunnanfari - 01.01.1897, Blaðsíða 4

Sunnanfari - 01.01.1897, Blaðsíða 4
56 það eitt, að hún eigi alls ekkert skylt við kenn- ingu Krists — án þess þó að færa eina einustu ástæðu fyrir því, í hverju mismunurinn sje folg- inn. — Það þarf ekki mikinn mann til þess að snúa náungann niður á þrælatökum, þegar skálk- urinn kemur að honum óvörum og svífst einskis. Nú skal jeg sýna yður, hvernig sjera Frið- rik stendur að vígi, þegar hann er tekinn þrælatökum. í fyrirlestri sínum „Teikn tímanna“ segir hann á einum stað: „Allir hlutir hafa á fleyg- ings ferð verið að verða hávísindalegir“! Allir hlutir segir hann. Hvað er þá t. d. „hávísindalegt“ við músabúin og hrafnadyngj- urnar í lubbanum á yður, eða snjókerlingarnar hjerna á auðninni? Fleiri dæmi mætti nefna. Sjera Friðrik byrj- ar hinn áðurnefnda fyrirlestur þannig: „Forð- um kröfðust farísearnir teikns af himni. Frels- arinn benti þeim á kvöldroðann og morgunroð- ann á himninum“. Þetta telur sjera Friðrik gilt og valið eins og það líka í raun og sann- leika er, og leggur hann út af þessum orðum eins og öðru guðspjalli. Bn, viti menn! svo hneykslast hann á þeim orðum sjera Páls, „að hinar eilífu hugsjónir, elskan og spekin, sjeu birtar á blómsturmáli jurtanna“. Með öðrum orðum: sjera Friðrik ýglist yíir því, að sjera Páll dáist að opinberun guðs í náttúrunni — í sömu andránni og hann fórnar höndum yíir á- gæti hinnar sömu aðferðar hjá Kristi“. Meðan jeg Ijet þessa dælu ganga, glápti Skaðráður á mig bálhvítum, galopnum augun- um og tuggði munnvatnið í ákafa. „Sjera Páll heldur því fram, að guðsríkið á jörðunni muni eflast við það, meðal annars, að þrældómi búksorgarinnar muni ljetta af lýðnum, þegar ménn læra betur að hagnýta náttúru- kraftanna o. s. frv. — Um þá kenningu segir sjera Friðrik: „Það er hreint eins og matar- lyktina leggi á móti manni“. „Það er trúlegt, að matarlyktina hafi ékki lagt á móti sjera Friðrik, þegar hann var að gyrða strák sinn 1 kennimannsbrækurnar. En hitt er víst, að því hærra lætur í hrafninum sem hann flýgur nær krásinni. — Það er líka víst, að sjera Jón Bjarnason hefur oft tekið það skýrt fram, að kristindóm- urinn eigi að láta til sín taka öll málefni mann- fjelagsins. í þetta skifti sprettir því sjera Frið- rik fingrunum framan í sjera Jón í sömu and- ránni og hann snarar hnútunni að leiði Páls heitins. — Óneitanlega betur farið en heima setið“. Skaðráður Óspaksson saug upp í nefið og kyngdi hrákanum. Nú varð stundarþögn. „Hvað farið þjer að starfa, þegar þjer eruð búnir að varða hjerna leiðina?“ spurði jeg manntötrið. „Þá förum við norður á Djöflagrænku að veiða. Jeg hegg vakirnar, en þeir dorga“. „Hvað verður svo gert við veiðina, ef ham- ingjan er með í förinni?11 „Hún verður látin á frystihúsið og geymd“. „Nú, eiga þeir frystihús, prestarnir?" „ Já, já, hefur þú ekki heyrt getið um það ? Það er þó bygging, sem vert er um að tala“. „ Jeg hjelt nú reyndar þeir ættu fullt í fangi með háskólabygginguna. Þetta frystihús hefur þá, skilst mjer, gleypt háskólabygginguna ? En sleppum því. Hvað er fleira að segja af þessu íshúsi eða frystihúsi. Er það stórt hús og vand- að, eða nokkuð öðruvísi en þesskyns byggingar?" „Það er fjarska stórt hús og vandað og af- ardýrt og hefur kostað margs manns heilsu og líf. Það er öðruvísi en öll önnur íshús, sem jeg þekki. í öðrum endanum er frostrúm, og í því á að geyma allan hvítfisk, þorsk og annað veiðifang, sem hamingjan gefur. En í hinum endanum er feyknastór steikarofn, til þess að steikja krásina í, til nýnæmis á helg- um, stórhátíðum og tyllidögum11. — Að svo mæltu skildum við talið. Veðrinu var tekið að slota. Jeg skundaði vestur á brúnina, settist á broddstaflnn og renndi mjer á honum í einni lotu niður að Botni, og varð heldur en ekki feginn hvíldinni. En með síðasta pósti fjekk jeg svolátandi brjef frá kunningja mínum að vestan: „. . . Nú er frysti-eldhús kirkjufjelagsprest- anna fullgert. Reyndar vantar eldsneytið enn, en úr því rætist bráðum, eða þegar agentinn

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.