Sunnanfari - 01.01.1897, Blaðsíða 3

Sunnanfari - 01.01.1897, Blaðsíða 3
55 umst við kveðjum á, stóðum svo nokkra stund þegjandi og virtum hvor annan fyrir okkur. „Hver er þessi maður?“ spurði jeg svo. Komumaður tautaði eitthvað á latíuu, sem jeg auðvitað skildi ekki. Seinna tók jeg þó eftir því, að hann nefndi Díabólus á nafn, en af hendingu var mjer kunnugt, að Díabólus á latínu þýðir djöfull á íslensku, og þóttist jeg þá vita, að hann myndi hafa ætlað að særa að mjer djöfla. Hvaða rækalli er hann lærður þessi, kom mjer í hug. Jeg vildi þó ekki hætta við svo búið og segi: „Hvað hoitið þjer, herra minn?“ Það hýrnaði heldur yfir karli við þessa nafn- gift: hann flennti upp augnalokin og hrosti gleiðgosalega. „Nú, þekkirðu mig ekki ?“ svar- aði hann. „Jeg heiti Skaðráður Óspaksson“. „Og hvar eigið þjer heima?“ „Undir Linditrjánum — jeg á heima undir Linditrjánum11. „Kjett er nú það; og ’í hvers þjónustu er- uð þjer?“ „Jeg er próventukarl sjera Jóns og sjera Friðriks, að sínum helmingi hjá hvorum og í þeirra þjónustu. Fyrst gaf jeg sjera Jóni pró- ventuna; en þegar sjera Friðrik kom í nágrenn- ið, vildi hann endilega fá mig líka. Hann vant- aði mann til sendiferða og smávika; og svo varð þetta úr“. „Einmitt það! En hvað eruð þjer að gera hjer á þessari heljarauðn11. „Jeg er að gera vegabót, maður lifandi! sjerðu það ckki?— hlaða snjóvörður og klaka- kerlingar11. „Og þjer eruð cinn að þessu? Haldið þjer annars, að þær standi nokkuð, eða verði til frambúðar?11 „Já, ckki er jeg hræddur um það. Hús- bændurnir eru hjer á næstu grösum, að hella vígðu vatni yfir þær, til þess þær frjósi betur saman og standi leingur11. „Hvað hcitir jökulbungan hjema suður og upp ?“ spurði jeg eftir nokkra þögn. „Jeg sá glóra fyrir henni áðan, þegar hríðinni Ijetti nm stund11. „Jöknlbungan hjerna suður og upp — nú, þar hefir þú líklega sjeð Nihilismus eða Öræfa- jökul — „ímynd hins eilífa kærleika1111. „En lágsljettan hjema norður og niður — hvað heitir hún?“ „Lágsljettan hjerna norður og niður — hvernig var hún tilsýndar?11 „Mjer sýndist hún hlágræn tilsýndar, eins og heiðna eða ís, sem léggur í hreinviðri og logni og er hálfgagnsær11. Komumaður stakk hnúum í síður, skaut út olnbogunum, ræskti sig og hrækti út í vindinn. „Þar hefur þú sjeð norður og niður á Djöfla- heiðnu eða Djöflagrænku, sem sumir kalla11. „Nú, hver rækallinn er það?“ spurði jeg. „Það er fjarska stórt stöðuvatn, sem aldrei tekur ís af, og liggur í afrjettarlandi djöfulsins“. „Er nokkur veiði í þessu vatni?11 „Já, álar og skötuormar11. Komumanni hefur nú víst þótt jeg vera orð- inn nokkuð spurull. „Hver^ertu annars?11 spurði hann nú fyrst. „Jeg er vinnumaður og sonur Karlsins í Kotinu, en Guömundur er nafn mitt11. „Ekki vænti jeg Guðmundur Friðjónsson?11 „Jú, sá er maðurinn sami“. Skaðráður hleypti sjer í herðarnar og skaut augunum flóttalega útundan sjer og aftur fyrir, eins og hann vænti einhvers, en þar var eing- an að sjá, nema vörðurnar og snjókerlingarnar. „Hefurðu nú lesið ritdóm Friðriks míns um Pálspostillu ?“ spurði hann eftir nokkra þögn. „Já, jeg hljóp yfir hann fyrir stuttu11. „Þykir þjer ekki exin híta hjá húsbóndan- um? Þykir þjer ekki húsbóndinn taka sjera Pál óþægilega í bóndabeygjuna, þar sem hann rekur sundur hina ellefu þætti höfuðkenningar hans og tætir þá sundur ögn fyrir ögn?“ Meðan Skaðráður ljet þessa dælu ganga, starði jeg niður í gaddinn og hjó spor í hann með broddstafnum. Svo leit jeg fast framan í náungann, sem stóð nú fattur og hló út undir eyru. „Hafið þjer tekið cftir því, hvaða aðferð sjera Friðrik notar, til þess að sundra kenningu sjera Páls? — Ymist slítur hann orð og hugs- un úr samheingi, eða hann segir, að um hina og þessa kenningu og útlistun sje nóg að segja

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.