Sunnanfari - 01.07.1900, Qupperneq 2
34
prófi vorið eftir (1886) og var vígður þar 17.
júní s. á. Fór þá beina leið til íslenzku safnað-
anna í Norður-Dakota og þjónaði þeim 8 um sex
ár; síðan fjórum. Arið 1888 kvæntist hann Guð-
rúnu Olöfu Thorlacius, Magnúsdóttur, prests að
Hafsteinsstöðu m.
Staða hans var ekki sérlega glajsi]eg, þegar hann
byrjaði prestsskap sinn. Ohætt mun að fullyrða,
að allur þorri bænda í nýlendunni hafi þá verið
í stórskuldum, og vanséð, hve margir mundu
komast klaklaust út úr örðugleikunum. Hug-
myndir manna um félagsskap allan virtust æði-
óljósar og þokukendar og þó sjálfsagt einna ó-
skýrastur, þar sem um kirkjumál var að ræða.
Kirkjufélag Vestur-Islendinga var alveg nýstofnað
og sú stofnun þá naumast meira en nafnið eitt,
enda skilningurinn alrnent nauðalitill á því, er
fyrir forgöngumönnum þess vakti. Og mótþrói
gegn allri kirkju og kristindómi hafði fest all-
djúpar rætur í nýlendunni. Fyrir þeim mótþróa
gengust ungir og efnilegir hæfileikamenn; þeir
virtust staðráðnir í því, að flæma þennan unga
prest á burt sem fljótast.
Nú er þessu öllu annan veg farið en þá.
Bændur þar hafa yfirleitt komist í ágæt efni. Þó
að nú megi svo kalla, sem öll mótspyrna gegn
kirkjufélaginu sé horfin, stendur það fráleitt nein-
staðar fastari fótum en í Dakota. Og allur and-
róður gegn síra F. J. B. er nú fyrir löngu hætt-
ur; fyrverandi mótstöðumenn hans sýna honum
nú ekki annað en góðvild og telja það mikinn
sóma fyrir Vestur-Islendinga, að eiga slíkan mann
í sínum flokki, hvað sem trúarágreiningnum líður.
Síra F. J. B. hefir lengst af verið varaforseti
kirkjufélagsins vestur-íslenzka, og hefir að líkind-
um átt eins góðan þátt og nokkur annar maður
í eflingu þess. Hann er óþreytandi starfsmaður,
þótt heilsuveill hafi hann verið, einkum síðari ár-
in. Þau sex ár, sem hann þjónaði mörgu söfn-
uðunum, var hann á sífeldu ferðalagi í sumar-
hitunum og vetrarkuldunum. Þó fekk hann
tíma til þau árin að vanda sínar rnörgu prédik-
anir einkar-vel, halda sæg af fyrirlestrum og
lesa mestu kynstur af bókum. Hann er vafa-
laust með lærðustu prestum íslenzkum á þessari
öld og á fyrirtaks-bókasafn.
í ritum sínum hefir hann stundum þótt nokk-
uð orðhvatur í garð kirkjulífsins hér á landi. Hann
hefi stöðugt haldið þvi fram, að Islendingar séu
lítt kristin þjóð og að íslenzka prestastéttin sé
framkvæmdarlítil og kunni ekki að beita sér.
Sum af ummælum hans í þá átt eru naumast
rituð af fullri sanngirni — nægilega skýrri hlið-
sjón á þeim miklu örðugleikum, sem prestar hér
á landi eiga við að búa. En á hinu getur enginn
vafi leikið, að þau eru rituð af eldfjörugum á-
huga á velferð þessarar þjóðar. Og jafnframt er
það óneitanlega takandi til greina, að síra F. f.
B. getur að því leyti djarft úr flokki talað, að
hann hefir flestum mönnum meira á sig lagt
sjálfur; og eins hitt, 'að sé alls vandlega gætt,
eru mikil líkindi til, að óhætt sé að segja, að
hann kunni sjálfur öllum íslenzkum prestum bet-
ur að beitast fyrir þvi málefni, er hann berst fyrir,
I jafn-litlu blaði og Sunnanfara er enginn kost-
ur á að gera nákvæma grein fyrir ritum hans,
er sum eru með þvi veigamesta, sem ritað hefir
verið á íslenzku á síðari áratugum. Hin Irelztu
þeirra eru prentuð í »Aldamótum«, ársriti kirkju-
félagsins, og hefir síra F. J. B. verið ritstjóri
þess frá því er það var stofnað.
En þungamiðja allra ritstarfa hans er sýnilega
sú sannfæring, að kristindómurinn eigi að sam-
þýðast 'óllu lífi þjóðar vorrar og gagntaka það alt.
Þess vegna er ekki kristindómurinn einn honum
svo mikið áhugamál, heldur og alt menningarlíf
þjóðarinnar. En hann lítur ævinlega á það í
sambandi við kristindóminn. Hann getur aldrei
skilið prestinn við sig, eins og hann komst sjálf-
ur að orði í samkvæmis-ræðu sinni hér í Reykja-
vik í fyrra sumar.
Sira Jónas A. SigurÖsson hefir 5 síðustu árin
verið skrifari kirkjufélagsins vestur-íslenzka. Hann
er bóndason úr Húnavatnssýslu, nam búfræði í
Olafsdal og útskrifaðist þaðan með hæstu ein-
kunn, 6 í öllum námsgreinum. Haustið 1887 fór
hann til Vesturheims, og kvæntist, þegar hann
var nýkominn vestur, Oddrúnu Frímannsdóttur
frá Helgavatni i Vatnsdal.
Hann lagði hið rnesta kapp á að menta sig,
eftir er hann var vestur korninn. Og haustið