Sunnanfari - 01.07.1900, Side 4
Ogmund löðurkúf og Helgu beinrófu. Hn þessi
ættgöfgi út af fyrir sig er lítils virði, ef sú yrði
raunin á, að vér værum ættierar.
»Það gefur ei dvergnum gildi rnanns
þótt Gftjíat sé afi hans«,
kveður Hinrik Ibsen.
En hitt er það, að vér hljótum að ganga að
þvi vísu að einhverjir kraftar leynist með þjóð,
sem svo mikið hefir verið í spunnið frá upphafi.
Og hvað ætti fremur að veita þjóðinni traust á
sjálfri sér en meðvitundin um það, að hún er af
góðu bergi brotin ? Þessi meðvitund um ætt-
göfgi sjálfra sín, þessi trú á það, sem gott var
og göfugt í ættinni, og vakandi áhugi á því, að
sonurinn fetaði í fótspor feðra sinna, var eitt af
þvi, sem göfugast var og bezt í hugsunarhætti
forfeðra vorra. Þegar Ragnar loðbrók er kominn
í ormagarðinn og' nöðrurnar hanga á honum,
hvað er það þá, sem hann huggar sig við ?
»Móöernis fekk mínum
mögum, svá hjörtu dugðu«.
Hann vissi, af hvaða bergi synir hans voru
brotnir. Hann vissi fullvel, að þeir mundu taka
þar við, sem hann hætti. Því kvað hann:
»Lífs eru liðnar stundir
læjandi skal ek deya«.
Eða lítum á Egil Skallagrímsson, sem flestir
rekja ættir sinar til, hann, sem »barðist einn við
átta og við ellefu tvisvar«. Þegar hann missir
son sinn, fær það svo á hann, að hann treystir
sér ekki til að lifa lengur. »Hver von er að eg
muni lifa vilja við harm þenna«, segir hann við
dóttur sína. Vér finnum, hvernig honurn er inn-
anbrjósts, er hann kveður:
»Esa karskr maðr,
sás köggla berr
frænda hrers
af fletjum niðr«.
Hann veit, hver mannskaði var að syni hans:
»Veitk þat sjalfr
í syni mínum
vasa ills þegns
efni vaxit«.
Þetta sama kynfestutraust kemur fram í orðum
Rúts um Hallgerði:
»Ærit fögr er mær sjá, en hitt veit ek eigi,
livaðan þjófsaugu eru kornin í ættir várar«.
Einlrennilegt er og það, að allar íslendingasög-
ur byrja á ættartölum. Það er engu líkara en
að höfundurin sé að gá til veðurs áður en hann
leggur á stað út i sjálfa söguria. Svona var til
sáð; hvað sprettur nú upp af því?
En ekki má þetta kynstofnstraust hanga í
lausu lofti. Vér eigum ekkt að láta oss iynda
það, þótt t. d. einhver sæmilega ólyginn Þjóð-
verji liafi sagt oss, 'að svo sé það. Vér verðurn
að sjá sjálflr og finna til, hvað vér erum, livað
vér höfum gert og hvað vér eigum þvi að geta
gert enn.
Eg hef oft heyrt því varpað fram, að Islend
ingar væru helzt til hreyknir af sjálfum séiy
fyndu heldur mikið til sín. Eg er nú heldur á
hinu, að vér finnum of litið til vor. Hitt er þó
verra, að það lítið sem vér höfum af sjálfsáliti
og sjálfstrausti, það styðjum vér við annara
sögusögn. Því helzt er svo að sjá, sem Islend-
ingum finnist þeim koma það sjálfum ekkert við
og þykist þeir vel gjöra, eí þeir hlusta á það, sem
aðrar þjóðir ræða og rita um þá.
Hvað hefir t. d. verið gert i þá átt, að afla
sér ljósrar og greinilegrar þekkingar á þvi, sem
einkennilegt er í bókmentum vorum að fornu
og nýu? Mér dettur í hug vísan, sem margir
kunna:
»Grammatíkus greitt um völl
gekk með tínukerin.
Hann hirti spörðiu, eg held öll,
en eftir skildi berin«.
Er hún ekki einmitt sönn og smellin lýsing á
því, sem unnið hefir verið yfirleitt af vorri hálfu
að rannsókn bókmenta vorra? Ahuginn á bók-
mentum vorum, að minsta kosti forrisögunum, fer
meira að segja ávalt mínkandi; það hafa margir
sagt mér, sem bezt ættu til að þekkja.
Eg minnist þess, að nokkurir ungir námsmeyir
voru einu sinni að tala um, hvaðan þeir vildu
helzt fá sér eiginkonur —- rétt eins og ekki væri
sama, hvaðan gott kæmil Sumir litu hýru auga
til Reykjavíkur, aðrir horfðu í aðrar áttir. Þá
sagði einn þeirra: »Reykjavíkurstúlkurnar vil eg
ekki sjá; pœr, sem hafii ekki einu sinni heyrt get-
ið um Ólaf konung Tryggvason!« Eg veit nú ckkiT
hvort þetta hefir verið rétt hermt frá almennu