Sunnanfari - 01.07.1900, Page 7
39
hún eiga, kona hans, greifa-inna Danner, er áður
hét Lovísa Rasmussen og átt hafði 2—3 börn í
lausaleik, sitt með hverjum, og svo ómerkileg sem
hún var og illa þokkuð af liirðinni yfirleitt, þá
tókst henni furðanlega að hafa hemil á konungi við
drykk. Hann hafði beyg af henni og þorði ekki að
hafa öll segl uppi, þegar hún var nærri stödd. En
svo hætti honum við að jafna það upp, þegar hún
var ekki við.
Skoplegu dæmi um beyg þann, er hann hafði af
konu sinni, man eg eftir frá Glúcksborg. Hún hafði
bannað honum að borða hnetur; hvernig á því stóð,
veit eg ekki. Eg sá einu sinni Löjtved skósvein
hans færa honum stóran disk fullan af hnotum inn
þaugað, sem hann sat — ásalerninu!
»Hann er þó ekki að brjóta og eta hnetur þar?«,
segi eg.
»Jú, það gerir hann einmitt«, anzar Löjtved,
»hann veit, að þar má hann vera óhrreddur um, að
konan hans kennir að honum«.
Anders Petersen hét einn hestamaður kóngs, skrít-
inn karl og gamansamur. Hann haföi verið lengi
hjá lionum og þekti vel á hann og þeir hvor á annan.
Gerði hann sér sturdum dælla við konung en aðrir
mundu hafa átt undir. Honum þótti gott í staup-
inu, eins og konungi. En illa var honum við, eins
og öðrum, að vín sæi á konungi til muna.
Einu sinni vorum við á ferð ríðandi frá Friðriks-
borg til Kaupmannahafnar og Anders með. Kon-
ungur þurfti þá oft að kalla á hann til þess að fá
sér sopa af nestinu, portvínsflösku. I’egar við vor-
um komnir inn að Lyngby, kallaði konungur í
hressingu hjá Andrósi. En hann sagði að það væri
búið á flöskunni. Konungur trúði því ekki ogseg-
ir: »Þú hefir þá drukkið það sjálfur, þorparinn
þinn«. »Það hefi eg«, anzaði Andrés; segir síðan í
lágum hljóðum, svo að eg heyrði, en ekki konungur:
»Mér er lítið gefið um, að hann komi fullur heim
til Khafnar«.
Annað skifti var eg heyrnarvottur að svipaðri
viðureign þeirra konungs og Andrésar. Það var út
í Skodsborg. Konungur lá jafnan í tjaldi, er hann
hafðist þar við. Tjald mitt stóð næst konungstjald-
inu og heyrði eg því hvert orð, sem þar var talað
inni. Eitt af því, sem Andrés átti að gera, var að
draga upp fánann á konungstjaldinu og taka hann
ofan. Hann gleymdi því eitt kveld. Greifa-innunni,
konu Friðriks VII., var illa við Andrés, og sætti
hún því færi að espa konung upp í móti honum.
Hann let kalla Andiés fyrir sig og jós yfir hann
mestu hrakyrðum. En kona hans h'lyddi á í leyni,
bak við skylu aftan til í tjaldinu. Þegar konungur
var búinn að rausa, eins og hann œtlaði sér, segir
Andrés:
»Það er naumast, að það gengur eitthvað á! Eg
var blekaður i gærkveldi; en það hefir yðar hátign
verið líka margsinnis«.
»Jú, það segirðu nú reyndar alveg satt, Andrés«
anzaði konungur. Þá var því máli lokið.
Andrés þessi hafði það ti), að vera fyndinn. Einu
sinni var konungur úti í Tidsvilde að grafa eða láta
grafa upp rústir af bæ Pauls Laxmanns. Þá var
hann að grobba af því, að hann hefði riðið á svo
og svo stuttum tíma frá Vissenbjerg til Oðinsvé og
sagði það væri fullar sex mílur. Eg leyfði mér að
geta þess, að vegalengdin væri ekki nema 3 mílur.
Konungur sat við sinn keip. Loks var kallað á
Andrés til að skera úr rnálinu.
»Eru ekki 6 mílur milli Vissenbjergs og Óðinsvó,
Andrós?« segir konungur.
»JÚ, það eru 6 mílur, yðar hátign!« anzar An-
drés. »Fram og aftur«.
Þegar við komum heim úr þeirri ferð, sagði
Levetzow hirðstjóri mér frá, að einhver ráðgjafinn
hefði komið og spurt eftir konungi. Andrés svar-
aði, að hann væri yfir í »Tids-spilde« að grufla í
gömlum beinum.
Sögur af Bólu-Hjálmari.
III. Hjálmar mætir svip lifanda manns
[Sögn Gnðrúnar Hjálmarsdúttuv].
Hjálmar lét þess margsinnis getið, að hann
sæi ýmislegt, er aðrir sáu ekki, enda var það al-
menn trú, að hann væri skygn.
Eitt sinn var hann á ferð aðfangadag jóla, kom
þá að Bólstaðarhlið til Klemens bónda, er þar
bjó lengi, og bað um fylgd yfir svokallaðar
Æsustaðaskriður. Þar leggur hættulega svell-
bunka að vetrarlagi. Ferðinni var heitið út að
Æsustöðum, til Hjálmars bónda Loftssonar, forn-
vinar hans, er þar bjó þá, en siðan í Þverárdal.
Hjálmar fekk. fylgdarmanninn og þeir halda
sem leið liggur út dalinn, þangað til þeir eru
komnir á móts við ármótin, Blöndu og Svartár.
Þá segir Hjálmar fylgdarmanninum að flýta sér
út af götunni og sjálfur veik hann sér lika út
af henni. En eftir drykklanga stund snýr hann