Sunnanfari - 01.11.1900, Blaðsíða 1
VIII
REYKJAVIK 1. NOV.
1900
Hin nýja læknakynslóð.
Síðustu 9—10 árin hefir verið töluverð við-
koma hér af háskólagengnum læknum islenzkum,
og verður vonandi áfram, með því að enn munu
vera nokkurir á leiðinni. Þar á undan hafði eng-
inn íslenzkur læknir hingað komið í embætti frá
háskólanum nær 20 ár samfleytt. En á þeim
langa tírna hafði læknisfræðinni farið mjög fram,
og ræður þá aðlík-
indum, að lækna-
stétt vorri hafi
verið orðin mikil
þörf á að yngjast
upp, það er að
segja af svo full-
numa læknaefn-
um, sem vér eig-
um framast kost á.
Fyrstur þessar-
ar nýju kynslóð-
ar er Guðmund-
ur Magnússon, og
næstir honum hér
um bil tveirGuð-
mundar aðrir, G. Björnsson og G. Hannesson
(héraðslæknir á Akureyri). Þeir voru allir úr
sarna bygðarlagi, þessir 3 nafnar, Húnavatnssýslu,
allir á sama reki hér um bil, og þóttu vera hver
öðrum efnilegri á námsárunum. En almanna-
rómur um þá, síðan er þeir komust i embætti,
að þeir séu hver öðrum snjallari læknar. Fyrir
víst 2 Guðmunda aðra lögðu Húnvetningar til
lærðu stéttinni um sama leyti, efnismenn báða
(þeir urðu prestar); mega þeir vera hreyknir af
sínum skerf í þá skuld, og vel gerandi í móti,
að fyrirgefa þeim tilbreytingaleysið í nafnavalinu.
Guðmundur Magmísson læknaskólakennari fædd-
Guðmundur Magnússon
ist að Holti í Ásum 25. septbr. 1863. Hann er
systursonur síra Davíðs þrófasts Guðmundssonar
á Hofi í Hörgárdal, en systurdóttursonur Jóns
heit. Arnasonar landsbókavarðar. Faðir hans
Magnús Magnússon, var gildur bóndi og nefnd-
armaður, þá nær hálfáttræður, er honum fæddist
þessi vngsti sonur hans; hann dó nálega tíræður
(á 100. ári) fyrir 9 eða 10 árum. Guðmundur
útskrifaðist tvítugur frá lærðaskólanum hér 1883,
með ágætiseink-
unn, er enginn
hafði þá hlotið áð-
ur annar en Hall-
grimur biskup
Sveinsson. Há-
skólanámi í lækn-
isfræði lauk hann
1890 með fyrir-
taks-góðri L eink-
unn. Þá varhann
næsta ár á spí-
tölum í Khöfn,
kom hingað sum-
arið eftir, 1891,
og sigldi aítur urn
haustið; fór þann vetur til Þýzkalands (Berlínar)
sér til enn frekari frama í sinni ment, en varðsum-
arið eftir héraðslæknir í Skagafjarðarsýslu. Það
embætti hafði hann 2 ár. Þá varð hann aðal-
kennari hér við læknaskólann, 1894, að Tómasi
Hallgrímssyni látnum, og hefir þjónað því emb-
ætti síðan. Mikið orð fór þegar af honum
nyrðra fyrir lækningar, einkurn fyrir vandasamar
handlækningar eða óperatíónir, meira en dæmi
voru til áður hér á landi, og hefir sízt úr því
dregið eftir að hingað kom og miklu meira varð
um að vera í þeirri grein. Og mætavel er látið af
kenslu hans. Hann íslenzkaði á námsárum sín-
Guðmundur Björnsson