Sunnanfari - 01.11.1900, Blaðsíða 6

Sunnanfari - 01.11.1900, Blaðsíða 6
70 fór alt vel 1 En i?ú vona eg lika, að þið séuð allir komnir að raun um það, hve hættulegt það er, að hlusta á þessa óþroskuðu æsingaseggi, sem aldrei hafa eirð í sínum beinum og aldrei vilja láta framfarirnar — eins og stýrimaðurinn kemst að orði — verða á eðlilegan hátt. í þetta skifti lét eg að óskum ykkar — og var það þó sannarlega ekki af því, að eg féllist á vitleysu- flanið í ykkur; en eg gerði það til þess að — til þess að sannfæra ykkur af reynslunni. Og þarna sjáið þið nú — hvernig komið er. — Vitaskuld urðu úrslitin ekki eins ill og þau hefðu getað orðið; en nú liggjum við hér, erum komnir út af öruggri höfn, burt af gamla skipalæginu okk- ar og byltumst um á æstum öldum óvissunnar. En — trúið þið mér! — upp frá þessu skulu bæði hinn ágæti stýrimaður ykkar og skipstjór- inn ykkar vera á varðbergi gegn allri slíkri fljót- færni. Og fari nokkuð illa fyrir okkur hér eft- ir, þá skuluð þið minnast þess allir, að það er alt sjálfum ykkur að kenna. Við þvoum okkar hendur«. Svo skálmaði hann gegn um hásetahópinn, og þeir viku sér til hliðar með lotningu. Slýrimað- ur hafði ekki svikist um að hvísla að honum meðan á ræðunni stóo; nú þurkaði hannsér um augun og hélt á eftir honum. Báðir fara þeir ofan í káetuna. Miklar deilur urðu í þiljuklefanum þann dag; og ekki rénuðu þær, þegar frá leið. Nú var sældarlifinu lokið þar á skipinu. Sund- urþykkja og óánægja, tortrygni og þrákelkni gerðu þrönga klefann að reglulegum kvalastað. Skipstjóri og stýrimaður voru einu mennirnir, sem leið vel, meðan á öllu þessu gekk, og þeir létu sig engu skifta þá fæð, er orðin var með hásetunum; því að ekki var hún þeim að kenna. Enginn hugsaði til neinnar breytingar. Alt hafði verið gert, sem unt var að gera, og skip- stjórinn hafði líka verið þeim eftirlátur fyrir sitt leyti. Nú var ekki annars kostur en að vera kyr. Það var hættulegt að liggja þarna, þar sem skútan lá; en þar varð hún nú að liggja — og þar liggur hún enn. Bókmentir. Guðm.Guðmundtson: Ljóð- mœli. Meö mynd liöfundarins. 192 bls. Rv. 1900. Ljóðmæli þessi bera all-mikinn keim af skólaár- unum, eða því ástandi, er öll skáld hafa verið í á einu tímabili æfi sinnar: að hafa miklu meiri löng- un til að kveða en efni í Ijóðin. Æskan fyllir þá hugann eirðarleysi, sem meðal annars kemur fram í óviðráðanlegri kveðskaparfíkn; en skáldið hefir enn ekki gert sér þá grein fyrir lífinu hið innra með sér eða fyrir utan sig, að hann hafi neitt verulegt um það að kveða. Og svo er þrifið til hafmeyj- annaogástanna ímeinumog annars þess konar yrkisefnis, er höf. finst svo tilkomumikið, að það hljóti að gagntaka hugsjóna-afl og tilfinningar lesandans, en hann sjálfur ræður ekki við. Fyrst í þessu ljóðasafni ev saga um ást, er bóndamaður einn og hafmær leggja hvort á annað. Húu er á 46 blaðsíðum og heitir: H a f s i n s börn. Þá kemur önnur ljóðsaga á 34 blaðsíðum, S i g r ú n í H v a m m i, um konu, er leggur ást á bróður manns síns. Það þyrfti framar öllu öðru afar-mikinn frumleik til þess að gera önnur eins yrkisefni og þessi verulega hugðnæm. En þann eiginleika vantar tilfiunanlega. Til dæmis að taka er barn þessarar Sigrúnar látið detta, meðan hún er að sinna ástartilhneigingum sínum, verða að aumingja af þeirri byltu, meðan það lifir og bíða loks bana af henni. Þetta er fengið að láni hér um bil ó- breytt úr »Lille Eyolf« eftir Hinrik Ibsen — og er naumast þess vert, að eftir því sé sózt. Um hitt er þó meira vert, að frumleikur höf. hefir ekki verið því vaxinn, að einkenna svo þetta fólk, sem verið er að segja frá, að lesandanum standi ekki svona hér um bil á sama um það. Af þeim 90 bls., sem þá eru eftir (auk registurs), eru 36 blaðsíður um ástir, — sem undantekningar- lítið verða að vonbrigðum, sorgum og raunum. Fremur er þreytandi að lesa þá rollu, nema með hvíldum. Manni finst höf. vera að höggva nokkuð nærri sjálfum sér, þar sem hann segir nær því síðast í bókinni: »Mig þreyta þau vesölu lognmollu-ljóð með »lífið mitt blíða!« og »elskan mín fríða!« — Eg hræki á þann barmfulla »sorganna« sjóð, er safnað er handa þér, kjarklitla þjóð« . . . En þó að bókin sé fremur léttvæg í heild sinni, ber alls ekki að neita því, að mörg erindi í henni

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.