Sunnanfari - 01.11.1900, Blaðsíða 8
72
K n u d s e n til grafar utan porta á fimtudaginn
eöur 1. desember, og hét eg því, þó annríkt ætti.
30. . . Fór svo meö kappi til að rita á dönsku
athugasemdir við allaJónsbók. Kom grósserer Magn-
us til mín og færði mér 3 bróf frá Melsteð og Is-
fjord . . .
1. desember. Fylgdi eg sálugu madömu Knud-
ssn til grafar; vorum 30 í 15 vögnum, allir í sorg-
arkápum, út á gamla Assistentskirkjugarð utan
fyrir Norðurporti. Ekki var eitt orð sungið og ekki
eitt gott orð við líkkistu eða gröf mælt. Prestur
snaraði á þeim 3 moldarspöðum og sagði þar til
heyrandi orð, og gekk svo burt. Eg sá líkið dyrð-
lega til moldar búið . . . Yeitt var á hospítalsstof-
unni áður en líkið var út hafið maderavín og sæta-
brauðskaka sælgæta kryddara. Knudsen og Petræus
mjög sorgandi. Komu til mín kaupmaður Christ-
ensen að austan, Bergsen, Kristján Skúlason etcetera.
Fór Jakob Thorarensen út á Friðrikshospítal um
tíma til lækninga þar við heyrnardeyfu. Beit eg
athugasemdir á dönsku til Jónsbókar.
2. . . hélt eg fram sömu störfum og fór ei út.
Betalaði Benedikt Bergsyni 3 rbd. fyrir skriftir.
Áður hafði eg goldið Hallgrími Bachmann 3 rbd. og
Halldóri Einarssyni 10 rbd. fyrir skriftir og sam-
lestur með mér í meir en viku. Nú fór og að
skrifa fyrir mig Jakob Thorarensen úti á hospítal-
inu.
3. . . hélt fram sama (starfi) . . . Kom kaup-
maður Símonsen, og síðan Christensen úr Múlasvslu
aftur til mín. Sá seinni færði mér 20 rd. í bóka-
reikning frá Melsteð . . .
4. . . fór í Þrenningarkirkju og heyrði ágætustu
pródikun til stiftprófasts Clausens; svo til justitiarii
í hæstarótti Bornemanns, og hjalaði við hann lengi;
hann hefir spilandi gáfur, kurteisasti maður. Á
leið þaðan kom eg heim til kapt. Muus og konu
hans. Þau buðu mór til miðdags, en eg þá ei; fór
svo út á Friðrikshospítal, og fann þar enn Olaf
bróðurson minn, nú sæmilega læknaðan, svo hann
kvaðst yfirgefa hospitalið um kvöldið og halda út
á Jægersborg . . . Ólafur Stephensen fór út.
5. . . hólt eg áfrám með að rita athugasemdir til
Jónsbókar, sem verða mikið langar og margar, en
Jakob Thorarensen, nú úti á hospítali, hreinskrifar
þær fyrir mig. Kom til mín professor Finnur og
boðaði félagsfund Bókmentafélags á miðvikudag; var
hér lengi. Fór eg ekkert út.
6. . . tók eg strax til sömu starfa. Borgað
kúski gamlar vagnaleigur og keyringar upp til kóngs
tvisvar og til prinz Christians 2 rbd. 3 mörk.
7. . . var veikur í maga; ritaði samt athugasemd-
ir til Jónsbókar, af hverjum Jakob frændi sendi mór
6 arkir ágætlega ritaðar, hreint og þétt. Læknar
tjá gat komið á eyratrumbuskinn hans inn að heila
og vansóð hann fái heyrn á því eyra. Var eg á
Bókmentafélagsfundi með prófessor Finni og hér
um 15 öðrum uppi á Sívalaturni. Þar var
Hreppur, nú orðinn bibliothecarius eða bókavörður
háskólans í Edinaborg á Skotlandi með 600 specia
launum. Ætlar héðan þangað seinast í febrúar, en
áður hér að taka Magisters- eða Doktorsgrad í Filo-
sofie. Kom til mfn þénari prinz Christians með
heimboðsspil til miðdagsvoizlu hjá honum á föstu-
daginn þann 9. des. Komst eg með athugasemdir
fremst í Landsleigubálk um kvöldið.
Myndirnar á bls. 68 og 69 eru eftirhreytur
úr stúdentaleiðangrinum danska hingað í sumar.
Fyrri myndin er af formanni fararinnar, skáidinu
Mylius-Erichsen, stöddum á skipsfjöl á Botníu á
leið hingað. En hin er af því, er stúdentahópnum
var skift niður á bæjarmenn til gistingar, víðast 2
á heimili, sumstaðar 1, og á stöku stað 3-—4. Það
gerðist á Austurvelli, kringum Thorvaldsens-mynd-
ina, undir eins og þeir fólagar voru komnir á land.
Þeir eru að ganga á stað nokkurir heim með hús-
ráðendum þeim, er þá höfðu tekið að sér. Hann
er hálf-íslenzkur, sá sem fremstur gengur (með staf
í hendi), Arne Moller guðfræðingur, systursonur
Jóns heit. ritara Jónssonar; en til vinstri handar
honum (með stúdentahúfu) gistifólagi hans, Henrik
Ussing, norrænn málfræðingur, höf. ritgerðarinnai:
Nútíðarbókmentir Dana, í IV. árg. Eimreiðar. Hús-
ið fram undan tvílyfta og með 2 reykháfum upp
úr er ísafoldarprentsmiðja. — Ljósmyndin er eftir
Sigfús Eymundsson.
Misprentað er i minningarljóðum um Sig. E.
Sverrisson, nokkuru af upplaginu, bls. 48: verður f.
verðum, og sem f. sín í 5. versi, og i 6. v. móðurmold,
f. móðurfold.
Ritstjórar:
Björn Jónsson (útgef. og ábm.) og Einar Hjörleifsson
ísafoldarprentsmiðja.