Sunnanfari - 01.11.1900, Blaðsíða 7

Sunnanfari - 01.11.1900, Blaðsíða 7
71 eru tnæta-vel kveðin, jafnvel nokkur heil kvæði. Af frumlegum hugsunum er þar mjög lítið, en mjög mikið af hagmælsku. Ekki er þar all-lítið af smekk- leysum og tilgerð, en miklu meira af látlausu, fal- legu orðalagi. Niðurlagið af V o r v í s u m er hér prentað sem sýnishorn þeirra ljóða, er höfundinum hafa vel tekist: »Gyltu voga, lýstu lönd, Ijómaðu’ á brúnum fjalla, legðu gull í hverja hönd, huggaðu’ og gleddu alla! »Yertu góðra vona skjól, vaggaðu hverju barni, láttu þína ljúfu sól Ijóma’ að hverjum arni! »Blessað vertu’ og velkomið, vorið yndisbjarta, þú, sem alt af fró og frið fyllir sérhvert hjarta!« Þegar höf. vex að andlegum þroska, má búast við, að hann verði gott skáld. Myndin af honum er ótæk. Prentsmiðjan hefir gengið svo frá henni, að það er eins og maðurinn só hundrennandi votur, nýsloppinn úr kaffæringu. Ferðarolla konferenzráðs Dr. Magn. Stephensens 1825-26. 22. nó v. Tók eg nú saman og raðaði í bunka sér hverju Jónsbókarverki á borð mitt; tók svo til að skrifa tvisvar á íslenzku og einu sinni á dönsku, saman taka, og inn í auka formálann frásögu um fundi, yfirskoðun og álit mitt um þær 4 skinnbæk- ur, við nú bárum saman frá kóngs mikla bókasafni og Sívalaturni, sem eg þar fann og náði til, og varð það langt. Kom til mín, sat hór og rabbaði lengi prófessor Bornemann; svo Beuedikt Bergsson ; misti hann alt sitt heimanað með Wulfs strandaða skipi; hans beneficia eru þrotin, og hann því í fári; falaði að skrifa fyrir peninga, og tók eg hann til þess . . . 23. . . hólt eg áfram að auka inn í formálann, og lauk við um kvöldið, en varð að láta skrifa þá upp alla 3; fekk Benedikt Bergsson það; kom etaz- ráð Thorkelin til mín; var liér góða stund og gaf mér framhald af enskri bók: Denmark de- 1 i n e a t e d, með koparstykkjum ; 1. part á eg á Is laudi. Hór kom og student Westy Petræus og Pét- ur Jónsson með honum í húsvitjun hjá mér. Enn fór eg ekkert út, eu sat að veizlu heima hér með proprietaire Jörgensen utan úr Sjálaudi, sem með konu sinni, er kent hafði prinz Christians konu ungri frönsku og aðra kvenkosti, kom því hingað til að finna prinzessuna, er var vinkona vertinnu minnar, og voru þau hjón því boðin hingað til mið- dags . . . 24. . . fór svo að laga dönsku útlegging Jóns- bókar eftir því nú inn i aukna úr skinnbókunum, sem var býsnamikið. Fekk mór hjá skraddara Hal- dórsen íslendingi saumaðan hversdagsfrakka bláan úr ódýru tói . . . . Fekk Benedikt Bergsson nóg að skrifa; sat eg heima við umbreyting dönsku Jóns- bókar, komst langt inn í Mannhelgi. 25. . . fór eg strax til starfa sömu . . . 26. . . byrjaði eg, þegar til sá, á Landabrigðum, yfirskoðun dönsku Jónsbókar .... Færði jómfrú Skjóna mér vask . . . . Fer hún mikla spretti á kostum, að vitni amtmanns Thorsteinssonar, Magn- úsar sýslumanns, sóra Hannesar, Laurusar, biskups Steingríms og mínu, sem allir höfum á hana lagt — vask og.sauma . . . 27. . . Fór eg í Vartovkirkju og þótti hún falleg. Orgelið þar positiv á stærð við mitt; prédikaði vel prestur Wolff, en tónaði aðdáanlega, hvers vegna eg fór þangað til að heyra það. Svo heim^til pro- fessors Finns Magnússonar, greifa Iínuths og etaz- ráðs Örsteds. Þessir tveir sagðir ekki heima. Svo t.il statsministers Mallings, og hjalaði lengi við hann. Heyrði svo í Þrenningarkirkju Dr. Munster, og hjá honum lærði eg fallega prédikun kl. 2J/2 til ; eftir miðdag til kvöldsöngs; þá kveikt ljós við hvern stól í kirkjunni. Til mín kom konferenzráð Schlegel, sat hór lengi, skoðaði milt Jónsbókarverk og codices, og ræddumst við um þá og um jurid- ica . . . . Dó madame Knudsen, Adsers Knudsens kona. 28. . . tók svo til sömu starfa, að laga að yfir- skoða dönsku útlegging Jónsbókar; komst með það í gærkvöldi til 51. kap. ( Landsleignb.; nú í kvöld að 11. kap. í Farmannalögum. . . . 29. . . Tók eg strax til vanastarfa og lauk við Jónsbók. Kom ( vagni keyrandi stázlegur boðs- maður (Bedemaður) mað innboð frá Adser Knudsen, að eg vildi fylgja konu hans sálugu Jóhönnu

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.