Sunnanfari - 01.11.1900, Blaðsíða 3
Eg sá hann.
*f»að sem þér gjörbuc) við einn
af þessum minstu bræT)rum —«
»Eg sá hann í dag —: bœði sá hann og Jann,
gnðs son og mannkynsfrelsarann.
Eg purfii fyrst lengi að prá hann —
en eg sá hann, eg sá hann, eg sá hann!«
»Hvað segirðu, maður, hvort ertu œrl
pví enginn á jarðríki’ hann litið fœr,
unz kemur hann sklnandi’ á skýinu rauða,
að dcema lifandi’ og dauða«.
»Eg sá ekkert ský, pví að sól skein i heiði.
Eg sá ekki haggast nokkurt leiði.
Eg sá engan höfðingja háan.
En eg sá hann, eg sá hann, eg sá hann!«
»Hvað gerði’ hann? Var höndin guðlega sterkl
Hvort gerði’ hann pá nokkur furðuverk ?
Læknuðust likpráar konur?
Lifnaði dáinn ekkjunnar sonur ? «
»77/ pess veit eg engan í alheimi fá hann.
En eg sá hann, eg sá hann, eg sá hann!«
»Hvort sástu pá spekinginn allra alda
á einhverju fjallinu ræðu halda?
Eða sástú hann kvalinn og kraminn,
krýndan pyrnurn og larninn?
Var drottinn vor dapur? — glaður?
Hvað sástu, hvað sástu pá, rnaður ?«
»Eg sá ekkert annað en íslenzkan rnann,
sern aldrei fegurð í lifinu fann,
vonlausan prcelandi’ und hitnninum háurn,
hóstandi’ í kofunurn lágum,
bindandi sjálfan á bak sér vöndinn,
er bendir sýslurnanns höndin,
frelsinu böivandi fáráðurn nmnni,
fagnandi húðstrýkingunni,
vafinn og kafinn í vanpekking, gleymsku,
vanpakklæti og heirnsku.
Þá hljórnaði strengur, í lmga mér instur:
Sá rnaður er bræðranna minstur.
Og sonur guðs benti par sjálfur á hann.
Eg sá hann, eg sá hann, eg sá hann!«
&. X.
Gætileg skipstjórn.
Eftir
Ollexander Z. Kielland.
(Niðurl.) Óánægjan fór nú vaxandi og færðist út;
slíkt hafði aldrei við borið með þessum friðsömu
mönnum. Jafnvel skipstjóra, sem annars var
ekki fljótur að skilja neitt né taka eftir neinu,
fanst svo margir vera fýldir á svipinn. Og hann
var nú ekki eins ánægður eins og að undanförnu
með undirtektir skipshafnarinnar, þegar hann kom
út á þilfarið og sagði vingjarnlega: «Góðan dag-
inn — strákskrattar 1«
En stýrimann hafði lengi grunað, hvað um
var að vera; því að hann var slunginn karl og
næmur á það, sem fyrir hann bar. Þess vegna
urðu menn þess varir fáum kvöldum eftir flanið
i farpiltinum, að eitthvað óvenjulegt var á seiði
í káetunni.
Þrisvar mátti káetuþjónninn fara eftir vatni í
toddýið; og fréttirnar, sem hann kom með inn
í káetuklefann eftir síðustu ferðina, voru sannar-
lega kviðvænlegar.
Svo virtist, sem stýrimaður hefði talað við-
stöðulaust tvær klukkustundir. A borðinu fyrir
framan sig höfðu þeir: loftvog, sæúr, kompás,
sjöttungsmæli, skipsdagbókina og helminginn af
bókasafni skipsins. I þvi voru sálmabók Kingos
og gömul hollenzk »Kaart-Boikje«; því að skip-
stjóra gazt álíka illa að nýju sálmunum eins og
stýrimanni að nýju sæbréfunum.
Nú sat skipstjóri við og stakk stórum sirkli í sæ-
bréfið, en stýrimaður lét sér um munn fara öll
lengstu og örðugustu orðin, sem hann hafði á
takteinum.
Einkum var eitt orð, sem hann kom með
hvað eftir annað, og það lærði drengurinn. Og
svo tautaði hann það fyrir munni sér aftur og
aftur, meðan hann var á leiðinni upp káetustig-
ann og yfir þilfarið, að hásetaklefanum, og í sama
bili sem hann fékk lokið upp hurðinni lrrópaði
hann: «Initiativ — var það ! — takið þið eftir
því orði — piltar 1 skrifið það upp —Initiativ!«
In-i-ti-a-tiv skrifuðu þeir með mikilli fyrirhöfn
og skrifuðu það með krít á borðið. Og meðan
drengurinn lét dæluna ganga, sátu allir þessir