Sunnanfari - 01.02.1902, Blaðsíða 4

Sunnanfari - 01.02.1902, Blaðsíða 4
12 Sólskríkjan. Kvæði i sundurlausu máli. II. Að því búnu kom frost, sem gerði jörðina líka því, sem gráu þakjámi væri brasað á hana, og varð þá hallæri og hungursneyð í Snjótitl- ingaríki. Þó sá þér enginn bregða. Þú leitaðir þér úr- ræða og fanst þau. Þú fanst bjargræði, sem þú gerðir þér að góðu — utan við hlöðndyrnar. Þar fanstu arfakorn, túnsúru-mjöl og fræ af töðupunti, og á þessum réttum lifðir þú til jóla. Þá kom fátækraþeyr- inn og trygði atvinnu þína til frambúðar. Þegar sólhvörfin urðu í almanakinu, gerðust einnig sólhvörf í þinu landi. Hugljúf og hæg- lát sunnanátt hélzt í hendur við hækkandi sólar- ganginn og veitti þér áhyggjulausa, góða daga. Mestallur janúarmánuður var líkastur góðu hausti, og þorri eins og bezti einmánuður. Þú hafðir ekki stilt hljóðfæri þitt frá því er síðasti sólmánnður var úti. En þegar leið undir þorra- lokin, mun þér hafa þótt hæfilegt að kveðja svo góðan gest og syngja hann úr garði. Þú tókst þvi á list þinni, sem þér er einni gefin, gerðir gígju þína hljóðnæma og söngst á sólskríkjuvísu burtfararminni þorrans, — fyrsta þorra aldarinnar. Þú hefir jafnan verið snjótitlingur frá hey- anna byrjun til vordaga. En í þetta sinn gerð- ist þú sönghæf sólskríkja fyrir þorralok, og þess skal eg minnast meðan eg lifi. Og nu hefir þú skríkt alla góuna undir þvkku lofti og þunnu, eins og einmánuður væri. Oft og tíðum hefi eg virt fyrir mér hraun- klettana og velkt þvi fyrir mér, til hvers þeir mundu vera gerðir. Hugur minn hefir farið á handahlaupi yfir holurðir brunanna, drepið fing- urgómi á gamburmosann, sem tekið hefir sér bólfestu á hallfleytum hellublöðum, og tám sín- um hefir hann tylt á klettana — á hvirfilbein þessara andlitslausu grámunka, sem geitaskófin ein hefir rótfest sig á og numið. Og nú hefi eg ráðið gátuna. Hvar ættir þú, sólskríkjan mín! að bua þér hreiður, ef holurðin væri engin? Hvar væri málstofa þín, söngstóll og ljóðstúka, ef klettana vantaði? Þú ert borin og barnfædd á þessum stöðvum. Þar er sumarhöll þín, súlnabygð, og jarðhús þitt á vetrum, sem herferðagjöm norðanáttin getur ekki komist inn í né fundið. Þú hefir haldið trygð við óðul þín frá órofi alda og aldrei yfir- gefið stöðvar þínar, frá því er eg hóf ferðir mínar í berjamóinn. Meðan eg hafði ekki eyru til að taka móti hljómfegurð íslenzkra radda, né innræti til að meta þær, lagði eg þig á borð við keldusvinið. En síðan eyra mitt opnaðist fyrir tungutaki Egils Skallagrimssonar og Braga gamla, hefi eg bygt þér það rúm í hugskoti mínu, sem englarnir höfðu eitt sitt. Eg skil nú ekki, hvernig eg gat gengið fram hjá þér á smalaskóm mínum, og jafnvel tekið upp stein og kastað að þér, til þess að reyna hæfni mína. Og þó skil eg það: Eg var alinn upp á þeim bekk, þar sem börn og kettir sverj- ast í fóstbræðralag. I því landi er kötturinn settur til höfuðs þér, og hrafninn friðaður í bæj- argilinu, til þess að ræna hundrað eggjamæður aleigu sinni á vorin. En þótt liarðlyndi vetrarins, lævísi kattarins og veiðiklær smyrilsins komi hart niður á þér og niðjum þínum, hefir þú sungið hugljúfan söng hvert vor á ættstöðvum þínum og óðalsjörð. Sólarljóð þín og vorkvæði eru ávalt jafnfögur, þótt þú. sért nalega þróttl.ms eftir veturinn. Góða vísan þín verður aldrei of oft kveðin, meðan hjarta slær, sem ann fögrum listum, og eyra er til, sem kann að hljóðgreina. Og þó óvinir þinir höggvi í ætt þína margt skarð og stórt, flýr þú ekki landið né föðnrleifð þína, og áttu þó löngum erfitt. Atthaga-ást þin er jafn-hrein móðurást þinni og elsku til maka þíns. Föðurlandselska þín er takmarkalaus; því að hún nær inn í ókunna landið. Astir þínar eru blindar. — En blindar ástir eru einnig einu Astirnar, sem sögur fara af, bæði í mannheimi og sólskríkjulandi. 4. apríl 1901. Guðmundur Friðjónsson,

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.