Sunnanfari - 01.02.1902, Blaðsíða 6

Sunnanfari - 01.02.1902, Blaðsíða 6
M fyrir neðan þetta bréf skrifað Anno 1612 þann 20. Martij. Guöbrandur Thorláksson m. e. h. (L. S.)« Snæbjarnar saga. Færeysk þjóðsaga. 1. Laust eftir aldamótinn 1600 bjó í Hvalbæjar- þorpi i Suðurey konungslandseti einn ungur, á bæ þeim, er heitir í Nesj. Hann var kvæntur fg gáiu þau hjón son, er skírður var Snæbjörn. Tveim mánuðum síðar lézt bóndi úr landfarsótt, en ekkja hans giftist aftur og eignaðist i þvi hjónabandi son, sem skírður vai Olafur. Hálfbræður þessir ólust upp snman, en við næsta ólikt atlæti. Því móðir þeirra unni Ólafi meir en frumburði sínnm, og lét það ásannastí smáu og stóru. Snæbirni . varð 'því kalt i geði til móður sinnaráungum aldri, og leir oft óhýru auga til bróður síns, er hafði svo mikið ástríki af móður sinni og blíðu-atlot, en hann að jafnaði atvrtur og barinn. Kerling var ein á bænum, er kendi í brjósti um hið föðurlausa oliibogabarn. og áui Iv.mn jafnan athvarf hjá henni í raunum sínuni. íiún hét Elisabet, en var að jafnaöi ekki kölluð annað en fjósakonan. Sveinarnir uxu upp, og gerðust miklir vexti og gervilegir, og röskir verkmenn. Snæbjðrn var fámáll, óþýður og stygglvndur, en Ólafur þýður og léttlyndur. Þegar Snæbjörn var tvítugur að aldri, varð móðir hans ekkja í armað sinn. Sama vor feldi Snæbjörn ástarhug til ungr- ar stiílku, er Sunnifa hét og var dóttir hjáleigu- bóndans í Nesi. Hún var fríð sýnum, bláeyg og bjartleit, og hafði mikið hár og fagurt. Hann gerðist sjálfur léttur í lund og kátur í þann mund. • Þar var einhvern dag um haustið eftir, er honum varð gengið heim í kotið til Sunnifu. Þá er bæjardyrunum lokið upp, og kemur þar út karlmaður, og gengur heim að Nesi. Snæbjörn veitir honum eftirför, og sér, að það er Ólafur bróðir hans. Hann neytti hvorki svefns né matar né mælti orð frá munni 3 sólarhringa samfleytt. En þriðja dag að kveldi kemur hann að máli við Sunn- ifu. »Eg sá hann Ólaf bróður minn ganga út frá þérfyrir 3 nóttum«, mælti hann heldur stygg- lega. Sunnifa hvesti á hann augun. »Kannske þú sért heitin honum« segir Snæ- björn, og er all-ófrýnn. »Ermérskylt að geraþérgrein fyrir þvi?« anz- ar Sunnifa. Snæbjörn gengur að henni og eldur brann úr augum hans. Sunnifa spratt upp í móti og segir, titrandi af reiði: »Hefir þú nokkurn tíman beðið mín, Snæbjörn, eða talað við hann föður minn, eða hefi eg nokkurn tímann hagað mér svo við þig, að þú þurfir að láta svona?« Snæbjörn horfir í gaupnir sér og svarar engu. En Sunnifu brá svo við, að hún fer að gráta. Stundu síðar segir hann í hálfum hljóöum. »Hverju svaraðirðu honum 01afi?« »E or svaraði engu; hann faðir minn svaraði fyrir mig«. »Hvað sagði hann?« »Fáir þú byggiugarbréf konungs fyrir jörð- inni, ()lafur, þá máttu eiga stúlkuna«. »Og veitir þú mér sömu kosti?« »Það geri eg hiklaust, Snæbjörn; því sá er vilji föður míns«. Nes er konungsjörð, og á þvi að lögum elzti sonur ábúðarréttinn eftir föður sinn látinn. Gat þvi enginn efi á því leikið, að Snæbjörnvar rétt borinn til þess rikis, en ekki Ólafur. Þetta hafði Elísabet kerling sagt honum oft, en jafnan bætt því við: »Varaðu þig á henni móður þinni; þvi henni býr annað í huga«. Snæbirni skildist nú, að kerling mundi hafa rétt að mæla, og gerðist enn hljóðari og þung- búnari en áður.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.