Sunnanfari - 01.02.1902, Blaðsíða 8

Sunnanfari - 01.02.1902, Blaðsíða 8
Annan dag þings gerðist, það er nú skal greina. Svartaþoka var á, og þingvöllurinn troðfullur af fólki. Fógeti stigur upp á steininn, og tekur til að lesa þaS, er þinglýsa skyldi. Sló þá í þögn, og litu allir upp til hans. Snæbjörn stóð rétt hjá steinimim og studdist fram á staf sinn. Fógeti las margt og mikið. Þá lýsti hann og því og gerði þingheimr kunnugt, að Olafur Tóm- asson í Hvalbæjarþorpi hefði fengið bygging fyr- ir Nesi og væri réttur ieiguliði þeirrar jarðar, með- an hann lifði, og ekkja hans eftir hans dag. Þeir, sem næstir stóðu, sáu, að Snæbjörn ná- fölnaði í framan, er hann heyrði þetta, og þreif báðum höndum um stafinn, eins og hann ætlaði að detta. Þvi uæst hratt hann þehn frá, er næst- ir stóðu, og ruddist fram að fógeta. En þa kunni enginn frá að segja greinilega, hvað gerðist; með svo skjótri svipan varð það, og þokan niðdimm. Þeim bar engum saman; en það eitt er vist, að fógeti steyptist niður af steininum og ofan á þá sem næstir stóðu. Og blóðbogi bunaði úr stóru sári í vinstri síðunni á hoimm. Nú varð þröng á þingi, og litið um stjórn eða ráðdeild. Þeir urðu óðamála og heyrðist ekki orðaskil. Þar lil er Asbjörn Guttormsson, sem var einn lögréttumaðurinn, kailaði hátt, að höndla skyidi vegandann. Nokkrir ruku á stað. og enn fleiri á eftir. En enginn vissi almennilega, í hvaða átt Snæbjörn hafði haldið; hann hafði og viðbragðið, og þok- an koni honum að góðu liði. Þeir leituðu fram og aítur um hlíðina og hálsana næstu. Einu sinni kallar einhver, að nú heyri hann járnið á stafnum hans Snæbjarnar skella við grjótið. Snæ- björn hafði snúið húninum niöur á staf sínum, svo ekki sæist för eftir broddinn, og lét þokuna geyma sín. Perðarolla konferenzráðs Dr Magn. Stephensens 1825-26. (Fih). Febr. 19...... Brá mór . . . út til jústizráðs Hammeriehs stundarkorn og til gullsmiðs [Árna] Sivertsens, bróðursonar síra Bryniólfs. Þennan dag hljóp norskur hlaupari fyrir peninga allan Friðriks- bergsskógargangveg (allée) í gegnum fjórum sinnum frarn o<>- aftur á x/2 klukkutíma; tók 2 mórk fyrir hvern, er fekk að sjá og keypti þar til billet. Mælt er að prinsar og pritisessur væru þar og hér um 15,000 karla og kvenna úr staðnum. I'á inn fóru aftur, bar hver anuan í þeirri geysimannþröng alla Vesturbni inn fyrir Vesturpoi't. Eg var ei þar. Hann byðst til að hlaupa lióðan til Korsör, sem eru 14 niílur, og hingað til baka á 12 klukkutímum fyrir góðan betaling; er lítill vexti og raatrós. Febr. 20.....Kom til mín urtakramari Larsen og captaine Muus. [Febr. 21. M. St. segir útlenaar fréttir, og að specia standi nú »221 = 2 rbd. 101/2«]. [Febr. 22.—24. M. St, fer ei út sókum lianda- veiki, heldur er ))arresteraður inni, frábægt útferð og fundi stórmenna, á hverju mór þó nú mjög ríður, þar svo áliðið er orðið«]. Bókverzlan Isafoldar hefir til sölu þessar nýjar bækur: Yestan haí's og austan, þrjár sögur eftir Einar Hjörleifsson. Kvik Iýoi. Heft i'/2 kr., i skrautbandi 2'/2 kr. ísland um aldainótin. Ferðasaga sumarið 1899. Eflir Fr. J. Bergmann. Heft 2 kr., i skrautbandi 3 kr. Mkningsbók lianda börnnni. Eftir Ögmund Sigurðsson. L Fjórar höfuðgrein- ar. Jvvík 1900. Bundin 75 a. Hulduí'ólkssögiir. Úrval úr safni Jóns Árnasonar. Rvík. 1901. 1 kr. 20 a. i bandi. Kitstjóri Björn Jónsson. ísafoldarprentBmiöja.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.