Sunnanfari - 01.06.1902, Síða 6

Sunnanfari - 01.06.1902, Síða 6
46 brá upp sýnisgripnum. Þetta mun þó ekki vera hrafnsí]öður? Og ef svo er: má þá ekki ætla og fullyrða, að sjálfur fundarstjóri sé — ham- skiftingur! Sólskríkjan sagði þessa sögu brosandi. Þegar hún lauk sögunni, gerði hún langa hláturlotu aft- ur úr frásögninni. Nú varð mikill þytur á þinginu. Sólskríkjan segir satt! kvað nú við í mörgn fuglsnefi. Þessi fjöður er úr al-inn]endum, þjóðlegum þjóðkrumma landskrummasyni. Hrafninn er hamskiftingur ! Nú varð hrafninn sótsvartur af reiði og hrafnsvartur. Hann stilti sig þó vel og lægði sl apið undir yfirráð sinnar þjóðlegu skynsemi. Þegar hann tók til máls, varð eigi séð, að hon- um hefði runnið í skap. Já, þetta fá þeir, sem vinna fyrir föðurlandið. Ræða min gaf ekki ástæðu til ósæmilegra orða. En það get eg sagt sólskríkjunni, að mér kemur það ekki við, þótt fiökkukindur finni fjaðrir af kjóa eða skarfi út um buskann. Hávellan hafði setið á þinginu og verið hljóð alt til þessa. Nú tók hún til orða og var snjöll í máli. Eg bið ekki fundarstjórann um málfrelsi. Eg kom frjálsum fótum hingað og mun héðan frjáls- um vængjum fljúga. Eg hefi búið hvern vetur æfi minnar alfrjáls úti í hafinu, barist við sædrif og stórhríðar, og eg hefi þjónað frjálsræðinu á vorin um varptímann. Eina ófrelsið, sem eg þekki, eru ólög hrafnsins, þessa svarta ræningja, sem situr hér í forsetastólnum. Hann hefir rænt eggjurn mínum og kynsystra minna, þegar hann hefir getað. Hvað er hann að tala um föð- urlandið og baráttu í þarfir þess ? Sá sem legst á afvelta sauði og ósjálfbjarga, etur úr þeim aug- un og rekur úr þeim þarmana, hann ætti ekki að bera sér í munn heilög orð og göfugar hug- myndir. Og hvað er hann að krunka um út- Ienda hættu ? Hann, sem enga bók sér og ekkert blað les, nema Dánarskrárnar, sem Pestarkjötsfé- lagið gefur út og ritar i. Nú eru komnar fram sann- anir fyrir því, að þessi fugl er sjálfur hamskift- ingur, þótt hann sé ekki svo mikils verður, að hann fái að bera skrautbúning. Hann gleymir því, eða skilur ekki, að sjálfur lifir hann á þeim fugl- um, sem hann vill gera útlæga úr landinu. Meðan hávellan talaði, gerðist hrafninn lágur í sætinu og lémagna í höfuðburði. Keldusvínið hafði skrifað í ákafa fundargerðina. En þegar háveilan tók til að brýna raustina, misti það pennann og skreið niður í dýið.— Hrafninn skil- ur ekki, veit ekki, man ekki einu sinni það, að hann lifir ásamt hvski sínu á þeim fuglum, sem hann vill gera landræka. Þessi orð kváðu nú við um gjörvallan þingheiminn. Fuglarnir teygðu úr sér, böðuðu út vængjunum og gerðu hvínandi vængjaþyt. Þessir viðburðir munu hafa komið hrafninum á óvart; því að hann var þvi vanur, að ráða einn öllum gerðum, þegar hann hlamm- aði sér niður hjá eggjamæðrunum út u:n víða- vanginn og rak þær frá hreiðrinu. Nú varð h a n n að flýja. Hann vildi segja eitthvað að lokum; en kom engu orði upp fyrir hræðslu, nema þessu al- kunna óhijóði: Krunk, kiunk ! Gasin var komin á flug, og stefndi til forset- ans. Þá beið hann ekki boðanna, tók til vængj- anna og flaug í loft upp og beint í norður. — En sólin var komin upp fyrir fjöllin og skein í heiði suður frá. Gudm. Friðjónsson, Lýðskólinn n ý i í S t o k k h ó 1 m i, sem myndin er af á bls. 45 og lierra GuSm. Finnboga- son lýsir, er eins og mjög svo mikilfengleg og há- göfug hugsjón í samanburSi viS þaS, er hór þekkist. En engu spillir þaS, aS hafa fagrar hugsjónir fyrir augum sér. Of hátt markmiS er betra en of lágt. Christian de Wet, sá er kvæSiS er um og myndin af á bls. 44, er hinn nafntogaSi, sigursæli BúahershöfSingi. Hann var ekki annaS en bóndi, eins og í kvæSinu segir, er ófriSurinn hófst viS Breta. Svo var um fleiri afreksmenn Bda í þessum ófriSi; og er óvíst, aS þeir hefSu jafn- vaskir reynst, ef alist hefSu upp viS skólanám. Höfundur kvæðisins, Daniel Fallstrom, er sænskt skáld ágætt, og íslenzkaS hefir þaS eitt af höfuð- skáldum vorum.

x

Sunnanfari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.