Sunnanfari - 01.09.1902, Blaðsíða 4

Sunnanfari - 01.09.1902, Blaðsíða 4
68 Reykjanesvitinn. Það er helzta rnannvirkið, sem enn er til hér á landi af því tægi, lítils háttar að vísu í saman- burði við hin fjöldamörgu meiri háttar mannvirki sarns konar annarstaðar. Reykjanesvitinn stendur yzt á útsuðurtá Reykja- nesskaga, á dálitl- um hnjúk rétt við sjóinn, er nefnist Valahnjúkur og er beint upp undan Reykjanesröst. Þar er Eldey beint undan landi, i ^/2 viku sjávar. Fram- an í hnjúknum er þverhnípt berg i sjó niður og hallar töluvert upp frá brúninni; nokkra faðma frá henni stendur vitinn, þar í hallanum. Það er turn, hlaðinn í átthyrning, úr ís- lenzkum grásteini höggnum, og stein- lími, rúml. 22 feta hár, og 6—7 fet á vídd (að þver- máli) að innan; veggirnir rúm 4 fet á þykt, nema helm- ingi þynnri ofan til, þar sem Ijós- kerið stendur, enda víddin þar meiri. Ljóskerið er átt- strent, eins og turninn, rúm 8 feta á vídd, og 9—10 á hæð upp í koparþakhvelfinguna yfir því. Það er ekki annað en járngrind, húsgrind, með stórum, tvöföldum glerrúðum í, sem eru nál. alin í ferhyrning, afarsterkum og þykkum (3/g þuml. á þykt), 6 á hverri af 7 hliðum átthyrningsins — eins og 6-rúðu-gluggar, — en engri á hinni átt- Reykjanesvitinn undu, þeirri er upp á land veit. Þar utan yfir er svo riðið net af málmþræði, til varnar gegn fuglum, og er manngengt í milli þess og ljós- kersins. En innan í glerhúsinu (Ijóskerinu) eru vitaljósin, 17 steinolíulampar, innan i holspeglum (sporbaugsspeglum) úr látúni, fagurskygðum, 21 þuml. að þvermáli; er þeirn raðað 2 og þrem hverjum upp af öðrum á járnsúlnagrind hringinn í kring, nema á sjöttung umferðarinnar, þann er upp að landi veit. Verð- ur svo mikið Ijós- magn af þessunt umbúnaði, að sér nær 5 vikur sjávar undan landi, enda ber 175 fet yfir sjávarmál. Turninn er tví- loftaður fyrir neð- an Ijóskerið, og eru þar vistarver- ur fyrir vitagæzlu- mennina, nteð ofni, rúnti, sem er neglt neðan í loftið, m.m. Tvöfaldir gluggar litlir eru á þeim herbergjum, 2 á hvoru. Alt er mjög ramgert, hurð- ir og gluggaumbún- aður o. fl., og veit ir ekki af; því fast knýr kári þar á dyr stundum, — þeytir jafnvel allstórum steinum upp um vitann og bæði inn um turngluggana tvöfalda og eins í ljóskera- rúðurnar gegnunt málþráðarnetið, og mölvar þær, þó þykkar séu. Tveir menn eru i vitanum á hverri nóttu all- an þann tíma árs, er á honum logar, en það er

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.