Sunnanfari - 01.09.1902, Blaðsíða 7

Sunnanfari - 01.09.1902, Blaðsíða 7
framan af nokkur gorgeir; en þegar eg heyrði að þú værir í bréfaskriftum við J. Sigurðsson og Grím, sá eg út um brekánið, að þú mundir sitja á einhverjum svikráðum við þá, og þakkaði ham- ingjunni, þú tókst mig ekki fyrir, en nú þegar alt er á enda, geturðu snúið við blaðinu og gef- ið fyrnefndum mönnum dauðann og djöfulinn, en tekið aftur fat á þínum prioribus amoribns, mér*. Gjráni] er farinn fyrir góðri stund, og egkem nú að utan, hafandi étið rauðar spýtur upp á krít, því Gjráni] þorir aldrei að lána mér neitt, eins og vonlegt er....................Og úr þvi eg er nú sloppinn úr þessari freistni og kominn heim til Gyðingsins, sem hún segir sjálf enginn vilji snerta, þá held eg verði að láta pig vita, að þessi sami G[ráni] hefir þránauðað á mér að gera eitthvað eftir móður sína, og eg hef alt af neitað, og sagt það væri mér ómögulegt, til merkis mitt nafn Jónas Hallgrímsson. En út úr þessu hefir spunnist, að eg hef hugsað með mér, hvernig eg mundi vilja hugga einhvern Hegelianer — þú skilur -— undir slíkum kringumstæðum. Heyrðu nú til: Nautgæfa fóðurgrasið grær á leiði móður þinnar þjaðu, því ertu hljóður, frændi! sjáðu, hvar bóndi góður björg sór fær. Þúfu, sem slær ’ann, undir er sú ein, sem kæran haft þig hefur, í hjúpi væran dúr hún sefur, heytuggu nær ’ann handa sér. Hvar er nú prýðin fljóða frægst, móðurorð blíð á mjúkum vörum, málfærið þýða, ljúft í svörum, upplitið fríða ástarnægst? Seinna meir skaltu sama veg; raunar er kalt í rúmi þröngu og rökkrið svalt, — en fyrir löngu þú veizt það alt eins vel og eg. Nú færðu ekki að sjá um sinn meira af rekkju móður þinnar, 1) Gísli Magnússon skólakennari (d. 1878). 2) Hór þrýtur aftur hönd Gísla og nú tekur Jónas aftur við. maðkur á bekki situr innar, — því hlærðu ekki, herra minn'! Til sannindamerkis um það, að þetta sé gert út í loftið, citera eg Brinmeyer við G[rána] segjandi: »Margur á bágt í heimi hór, heyrðu það, Jósep bróðir minn, taktu það ekki samt að þór, helvítis djöfullinn þinn«. En hafði eg ekki lofað þér einhvern tíma stökum, áður en þessu bréfi lyki? Svo stendur nú á sálarástandinu, að eg held lítið verði um það, en tilraunin er öllum boðin, segir máltækið, þó vitlaust sé: Yeit eg það fyrir vissu nú, veður færðu’ eða gamalkú hjá henni Höllu minni, út úr þessari orlofsferð, sem upp á hennar náð er gerð, gikknr í gömlu skinni! Þegar þú kemur kotið á, sem Kreisehu liggur út í frá neðan við háa hólinn, viltu þá ekki vita hvurt Vigga mín hefir að mór spurt, sem að eg sá um jólin? Andlitin þýzku eru mér engu síður en brauð og smér í fardögum fyrir norðan, (gott eiga sumir gæfumenn, guð veit, hvort að þú manst það enn) þegar að þrýtur forðann. Eins bið eg þess, ef áin Rín upp er stigin á fætur þín, fljúgðu þá fjöllum hærra, komandi hingað heim um sinn, hórna rétt strax við kaupstaðinn er vatnið víni tærra. Froskarnir vaxa fjögur ár, fárlega ert’ í slíku dái! (bið eg þór bóta þriggja) og lifa nærri eins lengi og þú; lagleg hefur hún verið sú1 2 1. Engin vill undir liggja. 1) )> S ú sem fræddi þig á að froskarnir, yrði ekki nema 8 daga« [J. H.].

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.