Sunnanfari - 01.09.1902, Blaðsíða 5

Sunnanfari - 01.09.1902, Blaðsíða 5
é9 frá i. ágúst til 15. maí. Bústaður vitavarðar er sem sé dálitla bæjarleið frá vitanum, eða fulla 600 faðma. Gæzlumenn kveikja á vitanum hálfri stundum eftir sólarlag og slökkva á honum hálfri stundu fyrir sólaruppkomu. Tveim stundum þar á eftir skal byrjað á dagvinnunni, en hún er í þvi fólgin, að hreinsa og fægja vandlega speglana og lampana, láta á þá olin, taka skar af kveikj- unum og yfir höfuð undirbúa alt sem beztundir kveikinguna að kvoldinu. Sömuleiðis að fægjn ljóskersrúðurnar og önnur áhöld, sem notuð eru. Með því að allbratt er uppgöngu að vitanum og veðrasamt mjög'þar, hefir verið lagður öflugur strengur úr margþættum málmþræði upp þangað meðfram veginum, tii að halda sér í, og hafðar járnstoðir undir. Vitinn var reistur sumarið 1878, og kveikt á honum i fyrsta sinn þá um veturinn eftir, 1. des- br. Rikissjóður Dana kostaði ljóskerið sjálft (12,000 kr.), en landssjóður alt annað; það urðu fullar 22,000 kr. Land-réttir. Bréf til Konráðs Gíslasonar frá Jónasi Hallgrímssyni og Gisla Thorarensen 18 4 4. (Niðurl.). Fyrst í júlí kom skip af Austfjörðfum] með mikil tiðindi; vorið var gott framan af, en hvert strá kól aftur, þegar fram á sótti; þá var íslaust og snjóa; um það leyti sálaðist kirurgus Beldring1, svo Djankinn, sem nú hefir innleferað ansögning um embættið, gerir sér þanka þar um (þetta er tekið úr bréfi frá Djankanum2 til Jacobínu á 1) Hans Peter Johan Beldring fjórðungslæknir á Austfjörðum léztll. maí 1844. (Sbr. Tímarit Bm.fél. XI, 215). 2) Djankinn mun vera Gísli Hjálmarsson, er læknir varð eftir Beldring eystra 1845,

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.