Sunnanfari - 01.09.1902, Blaðsíða 6

Sunnanfari - 01.09.1902, Blaðsíða 6
70 Krónni). Guttormnr heimastúdent á Arneiðar- stöðum er kosinn alþingismaður fyrir Norðurmúla- sýslu (helvítis ormurinn), en Hemmert ætla menn að sé farinn í sjóinn; hans var von að austan fyrir löngu á Gásinni, en hún er hvergi kom- in fram; í þeirri Anledning hefur Bókmentafélag- ið beðið Thorarensen að kveða eftirfylgjandi graf- skrift1: Aflmikill stormur yfir hafið skríður, og rótar upp þeim aldna gráa sjá,* 4 * langstígur hvergi við á báru bíður, beinleiðis stefnir Kaupinhöfnu á, suðar og blæs og segir Grími frá, hvernig með humrum Hemret6 karli líður. Gásin var komin góðan spöl í haf, gliðnaði þar og dettur öll í sundur, Djankann og Gisla dreymdi ferðum af, djöflarnir sögðu: hvaða heimsins undur! Nú fer í Víti allt á tjá og tundur. Þá brosti Hemmert, — þrællinn sökk á kaf. En svo þú skulir ekki halda, að ædle gamle Wain&möinen6 geti ekki gert neitt betra en þetta bull úr Grána7 8, þá skal hann reyna til að snara fram einhverju Ijóði, fyr en bessu bréfi sé lokið*. Nú er eg vaknaður aftur og lnfði þá karlinn samið þennan kafla, sem þú sér að er með ann- ari hendi, og tæmt ölflöskuna, því veðrið er heitt og vatnið ódrekkandi, eins og þar stendur. Eg varð glaður við, að hann hafði kornið svona miklu af, en honurn var drurnbs við; hann tók bréfið af mér aftur og skrifaði eftirfylgjandi stökur, sem hann sagðist ætla að hafa um eittbvað, sem hann vildi; ráddu, lagsmaður, sagði eg, hallaði mér aftur út af í sofanum og fór að sofa9. Eg varð að taka við pennanum aftur, eins og þú sér, því Gráni getur ekki hrært sig fyrir bann- settri leti. Eg ætla samt ekki að kveða neitt — eg læt ekki siga mér upp, — en tala heldur við 1) Alt hingað að er með hendi Gísla Thoraren- sens ritað í nafni þeirra beggja, hans og Jónasar. Þá tekur við hönd Jónasar. 4) Sbr. Ný Félagsrit 1844 bls. 143—44. 5) Þannig. 6) o: Jónas. 7) o: Gísli Thorarensen. 8) Hór þrýtur hönd Jónasar og Gísli tekur aftur við. 9) Hér þrýtur aftur höud Gísla og Jónas tekur við. þig, frændi, eins og maður talar við mann, fáein orð, prosa. Þar er þá fyrst til máls að taka, að sarna kvöldið sem þú varst í Wilisch, var ónefnd- ur maður ekki langt frá okkur upp á nokkurs konar Wilisch líka, og sá var einn munurinn, að þið voruð 18, en hann var ekki nerna einn, að minstakosti ekki i senn, og turnaði og galaði sjálfur, svo þú getur nærri, hann muni ekki hafa kom- ist heirn undan þrumunum. Hann á nú annars von á gleðju eða að fá í hendina, sem menn segja í haust, þegar fjölgar um í bænum; annað veit eg ekki að segja þér honum viðvíkjandi; en Steindór frændi Finns druknaði greyið á Skerja- firði við annan mann, svo nú kemur ekki neinn nýr Islandus það eg veit í haust; en farið er að sneyðast um á Brekku, eins og þú veizt; frú- in komin austur að Hraungerði og Páll með alt sitt að Hjálmholti, svo þegar skólinn fer, verður ekki annað eftii á Alftanesinu en þeir Þorgrímur gullsnfiður, ef hann verður, gamli Guðmundur í Hákoti, sem er dáinn fyrir löngu, og ef telja skyldi Arna í Görðum'. Eg vek nú herra Thor- arensen, sem silur hér sofandi að lesa Olgeir danska, og bið hann að hafa nokkuð á móti þessu, ef hann geti2. Það er öldungis satt, að hann turnaði sama daginn, en hann á ekki von á gleðju. Steindór og Guðmundur í Hákoti eru báðir dauðir. Punctum. Eg stakk upp á við Jónas, að skrifa þér eitthvað urn Fjölnir, en honum þótti það óráð; hann segir aö Brynjólfur geri það, og það af viti; eg læt hann ráða, en er samt hræddur um hann ljúgi þvi upp á Brynka. Quicl videtur tibi, domine frater, eg er farinn að skrifa Opera aftur eða Syngestykke, eins og Markús, sem eg les þér í haust að gamni þínu. Gísli Magnússon1 er orðinn laus við vonda karlinn hann Arna og flutti á dögunum svo enginn vissi inn í Drotn- ingarinnar þvergötu; nú getur vel skeð, að mað- ur verði úr Gísla, og við notað hann fyrir Fjöln- ir og vísindin. Þú hefir annars ekki skrifað mér til, domine, allan yðar reisutíma, og kom í mig 1) Þ. e. síra Arni Helgason. 2) Hór þrýtnr aftur hönd Jónasar og hönd Gísla tekur við,

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.