Sunnanfari - 01.03.1912, Blaðsíða 2

Sunnanfari - 01.03.1912, Blaðsíða 2
18 meir enn fyrr. Stærsta og merkasta viðbótin, sem um hans tíð hefur orðið, er að sjálfsögðu svonefnt Vídalínssafn, gjöf Jóns Bretakonsúls Vídalíns. En þess ber að geta í sambandi við þetta, að óvíst er, hvort sú gjöf hefði nokkurn tíma verið gefin, ef Matthíasar hefði ekki við notið, því að með ritgjörðum nokkr- um í Skírni og annarsstaðar sýndi hann fram á það, að mikið af forngripum Vídalíns- hjónanna væru miður löglega undan íslensk- um kirkjum gengnir, og fjekk hann því meira að segja, eptir töluvert þjark, framgengt að þau sáu sjer ekki fært annað enn að skila einum þessara gripa aptur í lifanda lífi, en það voru Bessastaðadósirnar. Ekki er þetta sagt í þeim tilgangi að rýra að neinu leyti hina rausnarlegu gjöf eða þann, sem hana gaf, heldur til að sýna hugsunarháttinn eins og hann var þá og hve ófyrirgefanlega skeyt- ingarlausir menn fyrir skömmum tíma voru um verndun forngripa, en það skeytingarleysi er nú að mestu horfið og má Matthíasi þakka það fyrstum manna. Mikinn þátt á hann í fornmenjalögunum frá 1907. Enn um þau lög má segja, að þau sjeu skilyrði fyrir við- gangi Forngripasafnsins og að það nái til- gangi sínum. I iðnsýningu þeirri, sem haldin var í Beykja- vík á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar, var Matthías líka einn aðalmaðurinn. Nokkur undanfarin sumur hefur hann farið í forn- menjarannsóknarferðir um landið víða, og mun árangurinn af þeim ferðum sýna sig i framtíðinni. Malthías er skýr maður, mentaður og lærð- ur á marga lund; einbeittur er hann og faslur fyrir. Matthíasi dettur opt margt gott í hug, en að því leyti er hann frábrugðinn þeim, sem svo eru gerðir, að hann kemur optast nær hugmyndum sínum í framkvæmd, og njóta fjelög þau, sem hann er í eða við rið- jnn opt góðs af dugnaði hans. Malthías er iitsjónarsamur, nostrunarsamur og nýtinn og hagur á alla smíð. Hann er drengur hinn besti, og tryggur þeim, sem hann tekur því við; hann er ræðinn og fyndinn, þó lítið beri á því við ókunnuga menn. — Matthías er rjettur maður á rjettum stað, sem örugt má treysta að leysi verk sitt vel af hendi. Hann er enn ungur maður og á væntanlega enn mörg nytjastörf fyrir höndum. Betur að landsstjórnin væri altaf jafn heppin i handtökum, og sú sem setti slíkan mann, sem Matthías, fyrir þjóðmenjasafnið. Bölvaðurí Niðurlag. Það hjálpaði ekki stórt, þótt hún hagaði sér alveg eins og þau væru tvö ein á öllu skip- inu, það gerði ekki annað en að erta Jón. Hann var alveg eins og brendur. — Þetta var að verða óþolandi. Hann uarð að finna ein- hver ráð. Og alt í einu sá hann ráð. — Það var búið að slökkva í reykingaklefanum meðan þau voru úti, og þangað kom engin héðan af. Par var griðastaðurinn. — »Við skulum koma inn fyrir«, hvislaði Jón, »Nei«, svaraði hún, og ætlaði að segja meira, en þá kom einhver utan af þilfarinu og púaði við um leið og hann straukst fram hjá þeim, greip í handriðið og steig niður i efstu tröppuna. Jón sundlaði, en þau héldu niðri í sér and- anum og maðurinn hvarf niður stigann án þess að verða nokkurs var. Þetta ýtti nú við þeirri Ijóshærðu. Hún sá að ekkert vit var í því, að standa þarna og kyssast, og vildi komast burtu þaðan. Jón varð þess fljótt var, og gerði aðra atrennu að því, að koma henni inn fyrir dyrastafinn. »Nei, nei, — ekki þangað! Þarna getum við ekki verið. Eg verð að fara niður, jóm- frúin fer að undrast um mig. Hún er búin að búa um mig og alt saman. — Eg ætla að láta hana sjá þegar eg fer inn!« »Haldið þér eg vilji sleppa yður — missa yður alveg—«, stamaði Jón í fátinu. »Hvaða vitleysa, góði!« sagði hún og tvö- faldaði allra snöggvast átakið utan um hend- ina á Jóni. — »Jómfrúin — —«

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.