Sunnanfari - 01.03.1912, Blaðsíða 3
19
Hún komst ekki lengra. Oft kemur góður
þegar getið er. Jómfrúnni brá fyrir i birtunni
neðan við stigann. Hún gat vel verið á leið-
inni upp. Sú Ijóshærða kipti að sér hend-
inni og hvíslaði um leið: »Nú fer eg ofan á
Nr. 1«. Svo vatt hún sér niður stigann, leit
við í miðjum stiganum, íbyggilega og ástúð-
lega, rendi sér fram lijá jómfrúnni í gangin-
um, hvarf inn um fyrstu dyrnar út úr borð-
salnum þeim megin og hallaði liurðinni að
stafnum á eftir sér.
Jón stóð eflir uppi á skörinni, alveg eins
og umskiftingur!
Alt kvöldið hafði hann lesið í augun á
henni eins og á bók með besta latínustíl, —
en í þessu seinasta kveðjuskeyti botnaði hann
ekki minstu vitund. — Hvað átti alt þetta að
þýða? — »Ekki þangað« — í eina staðinn
þar sem þeim var óhætt! — »Eg verð að fara
niður« — niður! Var hún brjáiuð? Niður í
glaðaljósið, í borðsalinn, þenna almenning,
sem klefarnir lágu alslaðar út úr, eins og
dilkar við skilarétt. Ekki gat hann farið
þangað með henni. Þó að enginn væri í
salnum, þá voru þó klefarnir allir fullir af
fólki, — enda bafði hún þotið inn í einn
þeirra — til litla tryppisins. — Var hún að
gera fúlasta gabb að honuin? Hún, sem liafði
kyst hann með augunum alt kvöldið og svo
með vörunum á eftir! — Jóni fanst hann
vera að verða alveg ringlaður.
Hann stóð þarna þangað til einhver kom
og rak sig á hann í myrkrinu og varð svo
hissa á því, að Jón sneyptist við. Þá æddi
hann út á þilfar. Honum datt snöggvast í
liug að hún kynni að koma upp aftur. Svo
varð hann gramur við sjálfan sig fyrir þá
vitleysu og snautaði rakleiðis niður til Sig-
urðar og í bælið.
Sigurður ætlaði að fara að hafa fréttir af
honum, meðal annars um það, livað liefði
dvalið hann svo lengi, en fékk ekki úr hon-
um annað en skæting og skildi ekkert í þcssu.
Jóni kom ekki dúr á auga alla nóttina, og
Sigurður smá-rumskaði at sjóveikisdöíinni,
|>egar hann var að taka viðbrögðin í rúminu
uppi yíir honum, til þess að liafa hliða-
skifti.
Um morguninn þutu þeir upp báðir senn,
þegar þeir lieyrðu að hleypt var niður akk-
erinu. Jón varð fljótari á fætur og fram í
borðsalinn, — og livað sá hann þar, nema
þá Ijóshærðu, sem starði á liann — kalt og
ónotalega!
Honum hnykti við, því að það fyrsta, sem
hann sá, var það, að liún bafði ekki sofið
lieldur þá nótt. Það var auðséð á augunum,
og nú stóð ekki á því heldur, að hann skildi
hvað þau sögðu:
»Nú, ertu þarna?« sögðu þau. »Það var þó
gott, að þú varst ekki genginn fyrir Ætternis-
stapa«, sögðu þau í háði. »Svona eruð þið,
— að þú skulir þora að líta upp!« sögðu þau
með grátstaf. — »Svona dóni.kf. bættu þau við
í bræði. Svo sneru þau við blaðinu: »Ónei,
þú ert ekki einu sinni dóni, greyið mitt, —
þú ert bara sá mesti veraldar klaufi, sem eg
hefi þekt á æíi minni. — Mikið skelfing fyrir-
lít eg þig«.
Það fór að rofa til í liöfðinu á Jóni. Það
er undarlegt, hvernig llóknuslu gátur frá því
kvöldinu áður geta alt í einu rakist upp fyrir
manni á morgnana. Og þegar tiyppið kom
hálfklætt út um alt aðrar klefadyr, en á nr. 1,
féll síðasta liulan frá augum Jóns.
Nú stóð honum alt svo skýrt fyrir liug-
skotssjónum. Hann sá hana þegar liún leit
við í stiganum og þegar hún hallaði eftir sér
hurðinni. Þeirri hurð hafði ekki verið lokað
þá, og — ekki lieldur síðar um nóttina. —
Og hann lieyrði aftur orðin og gat fylt út
þar sem vantaði í. »Ekki þangað«, hafði
hún sagt. En liún hafði líka sagt: »Jóm-
frúin er búin að búa um mig og alt saman.
— Eg ætla að láta liana sjá þegar eg fer inn«.
Já, jómfrúin þurfti að sjá það, en hún þurfti
ekki að sjá flleiri fara þar inn. »Nú fer eg
ofan á nr. 1«, lialði hún sagt. Ojá, hún bafði
farið þangað og verið þar alla nóttina — alein.
Jón þekti samviskubit — fyrir drýgðar
syndir. En hann vissi það ekki fyr en nú,
að það er ekkert hjá því sem fyrir þær syndir,