Sunnanfari - 01.03.1912, Blaðsíða 8

Sunnanfari - 01.03.1912, Blaðsíða 8
24 eg hjálpi tær at ári«. Eg heiti á tygum um tyg- um ikki vilja nevna okkara bókmentafelagið í ís- lendskum blöðum og mæla íslendingum til at ger- ast felagsmenn hjá okkum. Tað var okkum Faroyingum ein stór gleði at síggja, at íslendingar fingu sær lærdan háskúla heima hjá sær sjálvum á samu tið sum tað sýndi okkum, hvussu affalega vit stóðu! Eg vóni tó at uppliva tá stund, at foroyskir stúdentar leita til háskúlans í Reykjavík ikki minni enn til háskúl- ans í Keypmannahavn. Sælir æru tit, ið verja so vel feðramál og landafrelsu. Eg vóni at frætta frá tygum aftur. Við bestu kvöðu og vinsemd lygara A. C. Evensen, prestur«. Að lyktum skal pað tekið fram, að pað er ekki eingaungu í págu Færeyinga að við styðjum Bókmentafélag peirra. Menning peirra og bók- mentir koma íslendingum mikið við og eru merki- legar fyrir oss í marga staði. Peir, sem vilja ganga í félagið gela snúið sér lil rilstjórnar Sunnanfara, og borga um leið árgjald- ið fyrir pað ár, eða pau ár, er peir vilja fá bœkur fijrir. 3. I\ Bækur. BÆNDAFÖRIN. Ferðasaga norðlenskra bænda um Suðurland sumarið 1910. Ritað hafa Jón Sig- urðsson frá Ytsta-Felli og Sigurður Jónsson á Arn- arvatni. Reykjavík. Bókav. Sigf. Eym. 157 bls. 8vo. Bókar pessarar hefur verið nokkuð minst í Lögrjettu fyrir skemslu af merkum manni, og hún er ekki svo merkileg að hjer sje eyðandi mörgum orðum um hana. Suðurferð Norðlendinga hefði án efa getað verið efni í góða bók, ef almennilega hefði verið á haldið, en eins og bókin er, er hún fremur ómerkileg, hálf gleiðgosalega, einfeldnislega og um leið yfiríætislega skrifuð, langorð og leið- inleg, en efnislítil í samanburði við lengdina. Sjálfsagt hafa einhverir af bændum peim, er suð- ur fóru, verið færari um að segja frá ferð pessari, heldur en peir, sem orðið hafa til pess. Ilann hefur að vísu verið talinn skj'nsemdarmaður Sig- urður á Arnarvatni, og er pví annaðhvort, að hann hefur orðið hjer mistækur, ellegar pá að piltur- inn frá Ytsla-Felli á mestan pátt í bókinni. Frá útgefandans hálfu er vel frá bókinni gengið, og liefur hann gert útför hennar heiðarlega. Jónas Jónsson: JOLAIIARPA 1911. Þrjú síðastliðin ár hefur Jónas um jólaleitið gefið út dálítið hepti af jólalögum, og er petta hið síðasta. Jónas hefur um nokkurn tíma gefið sig mikið við sönglistarsögu, nú uppá síðkastið með slyrk af opinberu fje, og er hann orðinn sprenglærður í peirri grein; smekkvísi vantar Jón- as heldur ekki, pess ber valið á lögunum ljósast- an vottinn. Lesniál pað, sem lögunum fylgir, er bráðnauðsýnlegt, og er heppilegt að pví ekki var slept, enda sýnir pað glögglega lærdóm höí. Ein- stöku lög í heplum pessum eru eptir Jónas sjálf- an, og lýsa pau góðum hæfileikum hjá honum til lagasmiða. Frágangur heptisins er hinn besti, og pað hið eigulegasta fyrir pá, sem mætur hafa á söng, sjerstaklega sálmasöng, og vjer efumst ekki um það að hepti pessi gangi vel út, og vonum að sjá margar jólahörpur frá Jónasi ekki lakari enn pessa síðustu. Þing-vísur 1911. Hvernig gengur gjálfri sokkin Grótta pingsins ráðdeildar? Kemur nóg í kvarnarstokkinn að kasta út á parlirnar? í lúðurinn hundrað hendur preifa, en hátt er ekki í kassanum. Fróða meldurs gerist geifa gisin kanske að lokunum. Strjálar öldu clda fönnum undan hörðum kvarnargóm; grjótkjaptarnir gnísta tönnum, Grótta pingsins melur tóm. Fæst er best um flest að segja: Fáum er par nægja veitt. Þeim hálærðu' er ei hægt að þegja, háskólinn fær ekki neitt. JVýtt tímarit, skemtandi og fræðandi, svipað »Skírni« og »Eimreiðinni«, en betra og skemtilegra, og auk þess ópólitískt, ætlar Einar skáld Hjörleifsson að fara að gefa út. Margir góðir menn standa og að ritinu. Á að koma út í 4 heptum á ári. Hoðsbréf verður nú sent út um landið. Telja má góðar undir- tektir vísar. Prcntsmiðjan Gutenbcrg.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.