Sunnanfari - 01.06.1913, Blaðsíða 8

Sunnanfari - 01.06.1913, Blaðsíða 8
48 að sannsögulegt gildi þeirra sé minna en skyldi: minnkar þá að þeim mun aðalgildi þeirra? Öldungis ekki. Þeim er varið, eða þeirra gildi, eins og biblíunni. Hennar sanna ágæti minnkar ekki, ef rétt er skoðað, þótt krítíkinni takist betur og betur að sjá og sanna tilorðning bóka hennar. Sannleiks- kornin standa óhrakin og s^rast enda við gagnrýnina betur og betur. Og hið sama gildir um alla list, alla snild, allt háíleygi, allt andríki, alla yíirburði, öll ódauðleg dæmi. Allt hitt, sem fer með og fylgir hverfandi tíma, það má falla, þegar þess tími slær, en hið varanlega stendur, já, yngist upp, eykst og magnast, alt að fyllingu tímans. Látum því öfgarnar vera, svo lengi, sem sannleikurinn og listin stendur á föstum rótum. Hvaða sanrtleikur? Það er mótsetn- ing góðs og ills, sannleiks og lýgi, og það eru fagrar eða Ijótar skuggsjár mannlífsins á hvaða tíma, sem sagt er frá; og það eru grundvallarhugsanirnar, sem bera allar góðar sögur. Og lislin? Hún er málið og meðferð efnisins. Og þar í felst mest ágæti vorra fornu bóka. Engin miðaldaþjóð náði for- feðrum vorum í þeirri grein bókafra:ðinnar. Klassiska tungu, klassiskan stíl átti engin þjóð á 12. og 13. öld nema vér íslendingar. Karl sál. Rosenberg, sem ritaði »Nordboernes Aandsliv«, ágætar bækur, segir: »Þegar ég sleppi hinum elztu bókum íslendinga, t. d. Grágás, og tek að kynna mér hin fornu lög samtíðarmanna þeirra annarstaðar á Norður- löndum, er eins og dimmi skyndilega í lopti fyrir mér, ellegar eins og ég renni vekring eptir sléttu skeiði og mæti alt i einu hraun- um og hrjóstri.« Hið forna lagamál feðra vorra varð og fyrirmynd sögustílsins, er byrjaði þar á eftir. Allir þekkja listamál Snorra, Eigilssögu og Njálu. Hvað gera svo dálitlar ýkjur og öfgar. Þær gera yíirleitt sögurnar einungis sögulegri, skemtilegri og yndælli. Hver gerði Gretti svo sterkan? Var það skaparinn? Nei, segjum heldur: þjóðin! Hver var enn þá fimari og fræknari en Gunnar eða Kári? Pjóðin! Hver var enn þá vitrari en Njáll? Þjóðinl Og hver var enn þá spakari en Gestur, ráðkænni en Snorri goði, eða veglyndari en Ingimundur gamli og Áskell goði? Alt var það þjóðin, vor eigin þjóð, á frelsistíma hennar. Enga hjálp og engar fyrirmyndir erlendis frá fékk hún, og þó bjó alþýða hennar til eða færði í list- arinnar ódauðlega búning hina nefndu menn og ótal aðra: Bergþóru og Guðrúnu, Helgu hina fögru og aðrar fornkonur; Skarphéðin, Eigil, Kjartan, Gretti, Gísla Súrsson, hetjur kristnitökunnar, o. s. frv. Eins andstæðinga hinna góðu: þá Mörð, Skammkel, Björn að baki Kári, Hænsna-Þóri, Hrapp og þeirra líka. Hver bjó þá í verið? Hin sama þjóð. Mótsetninga má engin list eða listasaga án vera. Hvort Grettir gekk í hauga eða ekki, drap einn 12 berserki eða ekki, bar rígrosk- inn og akfeitan bola í mestu ófærð eða ekki, það er efamál, en úr því hann var nú Grettir, finst oss það hafi ekki verið teljandi eftir honum. Og Hallgerður? Ur því hún var nú einu sinni Hallgerður, getum vér varla ætlast til, að hún tæki á móti kinnhestum bænda sinna fyrir ekki neitt. Hvað sýnir þetta? Það fylgir samræmi manna og kvenna í sögunum, að orð þeirra og athafnir sýnast eðlilegar og sjálfsagðar. En samræmið og sjálf listin. Úr þvi sögusögnin var búin að fullmynda aðalhetjurnar, uröu þær að halda sér, og allt hitt, sem eftir söguritarana ligg- ur, er að skoða sem fágun og útskýringar. Þetta liggur glöggt fyrir í tilbúningi flestra sögubólca vorra, og vil eg einkum benda á Grettissögu. Þar gerir sumstaðar nokkurs- konar krítík beinlínis vart við sig, t. d. um aldur Grettis í sekt hans, hvar hann hafi vegið Þorbjörn Yxnamegih og um spjótið, er hann týndi, o. fl. Timatalið hefir orðið sögusögnunum erfiðast, enda er það ekki hálfleyst enn, hvað sumar sögur snertir. En þrátt fyrir allt, sem nútímamenn mega að sögunum finna, kemur beztu sagnfræðingum saman um það, að beinlínis spunnu menn sjaldan neitt verulegt upp visvitandi, sízt í beztu og fegurstu sögunum, en hitt er eðli- legt, að gæði og gildi sagnanna hefir mis- jafnt verið f öllum sögum. Bezt þykja erfða- sögur Vestfirðinga, þ. e. Breiðfirðinga, Dala- manna og Borgfirðinga, hafa geymst í munn- mælum; lakar þegar norðar dró eða suður í landið, að Njálu undantekinni. En hvar mun hún hafa síðast verið saman sett? Það vita menn ekki, en örnefni o. fl. í henni er rélt- aát þar sem sagan gerist, annaðhvort fyrir austan og suðaustan landið eða í Breiðafirði. Þó mun miðbik sögunnar hafa myndast í því héraði, þar sem Njálsbrenna gerðist. Nú hefi eg bent á í fljótu bragði, hvað fræðimenn á vorum dögum álíta um lilorðn- ing og gildi vorra megin-sögufræða. Matth. Jochumsson. Prentsmiðjsin Gutenberg.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.