Sunnanfari - 01.06.1913, Blaðsíða 3
43
bjó hann til 1908, er hann flutti hingað til
Reykjavíkur.
Alþingismaður er Sk.Th. fyrst kosinn í Júní
1890 við aukaþingkosningu í Eyjafirði, að
Jóni Sigurðssyni á Gautlöndum látnum. Var
þá Einar heitinn Ásmundsson í Nesi þar í
kjöri á móli honum. Hefir hann jafnan síðan
þingmaður verið. — Var kosinn fyrir Ísaíj,-
sýslur og kaupstað 1892, og jafnan síðan end-
urlcosinn af ísfirðingum, og í alvarlegustu
kosningahríðinni, sem hér hefir orðið (1908)
gerðist jafnvel enginn til þess, að bjóða sig
fram á móti honum þar vestra.
Brátt gerðist hann hinn atkvæðamesti þing-
maður og hefir verið það jafnan síðan. Má
geta þess t. d., að hann hefir verið kosinn í
fjárlaganefnd, óslitið, á hverju einasta fjár-
lagaþingi, síðan hann varð þingmaður. Má
fara fljólt yfir sögu þingstarfa lians, því að
það mun alþýðu kunnast um manninn. I
fám orðum má segja, að hann hafi hneigst
þeim mun meira að lýðvaldsstefnu, inn á við,
og sjálfstæðisstefnu út á við (gagnvart Dön-
um), sem fleiri árin hafa yfir hann liðið.
Svo sem kunnugt er, var hann einn sjö-
menninganna í millilandanefndinni, og var
hann þá sá eini íslendinganna, er ágreinings-
atkvæði gerði. í breytingartill. þeim, er hann
gerði við nefndarfrumv., var þegar lagður
grundvöllurinn til stefnu frumvarpsandstæð-
inga 1908. Og þegar sú stefna varð svo
rækilega oían á við kosningarnar um haustið,
sem kunnugt er orðið, var það meira en
furða mörgum manni, að liann skyldi eigi
vera kjörinn ráðherra af hálfu meiri hlutans.
Auðvitað er enginn kominn til þess, að segja
það, hvernig hann hefði gefist til þess starfa,
en hann hafði fyrst og fremst skapað ástand-
ið, cins og það var, og var honum því bæði
rétt og skylt að taka við því, eins og það var.
Af þessu varð þó eigi, hinsvegar hélt nær,
að hann yrði gerður að ráðherra á þinginu
1911, er Björn heitinn Jónsson lét af embætti,
en konungur nefndi þó til Kristján Jónsson.
Er það mál svo upplýst af þingræðum þá,
að vorkunnarlausl verður síðari tíðar mönn-
um að átla sig á því, og skal þvi eigi farið
frekar út i það hér. — í innanlandsmálum
hefir Sk. Th. sérstaklega borið hag verk-
manna- og húsmannastéttarinnar fyrir brjósti,
sbr. lögin um greiðslu dagkaups verkamanna
í peningum, sem hann var frumkvöðull að.
Sama er að segja um lánveitingar úr lands-
sjóði til hús- og þurrabúðarmanna, og átt
hefir hann hlut að því, öðrum fremur, að
hús- og þurrabúðarmenn geta nú sezt að í
hvaða bæjar- eða sveitarfjelagi sem er, —
þurfa eigi, eins og áður, að eiga neitt undir
náð hreppsnefnda, né heldur að sanna að
þeir eigi ákveðna fjáreign. — Þá er og vist-
arbandsleysingin honum að þakka, flestum
fremur, og hefir það verk verið misjafnlega
þakkað, bæði honum og öðrum, sem fyrir
því beittust.
Benda má á það, að áður en landbúnað-
arfélagið hófst, átti hann frumkvæðið að því,
að tekið var að veita lán úr landssjóði til
jarðabóta.
Kvenréltindamálið hefir hann eigi livað
sízt látið sér ant um, bæði í blaði sínu og á
þingi. Bar hann t. d. fram á þinginu 1891
samskonar frumvajp um jafnrétti karla og
kvenna til embætta, sem H. Hafstein bar
fram fyrir fám árum og þá náði loks fram
að ganga. Var þá horfin mesta mótspyrnan,
og hlaut H. Hafstein þakkarávörp fyrir.
Fáir munu peir, ef nokkrir eru, sem eru
öllu gagnkunnugri atvinnuvegum þessa lands
en Sk. Th., þar eð hann hefir bæði verið
embættisinaður, rekið bátaútveg, átt og part
í þilskipi, verið sveitabóndi og ennfremur,
sem fyr segir, lagt stund á blaðamensku,
bókagjörð og bókasölu að mun, og ennfrem-
ur rekið verzlun, sem um nokkurra ára skeið
var ein af stærstu verzlunum á ísafirði. Kjör-
um verkmanna og hús- eða þurrabúðarstétt-
anna, munu og fæstir kunnugri en hann.
Ritstjóri wÞjóðviljansd hefir Sk. Th. nú þeg-
ar verið á 27. árið, og er blaðið nú næst-
elzta blað landsins. Auk þess hefir hann
geíið út þrjú smáblöð um tíma; »Fram«,
»Sköfnung« og »Norður-ísfirðing«. — Amts-