Sunnanfari - 01.06.1913, Blaðsíða 1

Sunnanfari - 01.06.1913, Blaðsíða 1
SUNNANFARI XII, 6. REYKJAVIK * JUNIMAN. 1913 *tPl Skúli Thoroddsen ritstjóri og alþingismaður er fæddur í Haga á Barðaströnd 6. Jan. 1859. Foreldrar lians voru Jón skáld Þórðarson Thoroddsen, sýslu- maðurí Barðastrand- arsýslu og síðar í Borgarfj.sýslu, og kona hans, Kristrún Ólína Þorvaldsdóttir Sívertsens í Hrapps- ey. Ur latínuskólan- um var hann útskrif- aður í Júní1879 með lofseinkunn. Lassíð- an lögfræði við Hafn- arháskóla og tók fullnaðarpróf í henni í Jan. 1884, sömu- leiðis með Iofseink. Svo er sagt i palla- dómabók Garðsstú- denta frá þeim tíma, að hann hafl þótt gáfumaður mikill, en lítt við alþýðuskap (danskt) sökum þess, hve ríkt var í hon- um íslenzkt eðli og skoðanir gjörbótamanna. En um þær stóð þá yfir liin snarpasta orra- hríð þar í landi og stúdentalíf með fjörugasta móti. Mun það hafa átt drjúgan þátt í því, að brýna áhuga Sk. Th. á opinberum málum, ekki síður en margra annara jafnaldra lians við háskólann. Þess er jafnframt getið, að liann haíi þá þegar verið orðinn ræðumaður, og játar daninn það sjálfur, sem skrifað hefir, að hezt muni sú ræða hans hafa verið, sem mest gekk í berhögg við danskinn. Pá er Sk. Th. hafði lokið embættisprófi, gegndi hann um hríð málfærslustörfum í Rvík, og var settur þar yfirdómsiögmaður. En þeg- ar sama haustið lét hann af því starfi, með því að hann var þá settur sýslumaður í ísafj.sýslu og bæjar- fógeti á ísafirði frá 1. Sept. 1884, og síð- an skipaður í það em- bætti. Þaðsatnahaust kvæntist hann The- ódóru Guðmunds- dóttur prests Einars- sonar á Breiðabóls- slað á Skógarströnd, hinni mestu ágætis- konu og skörungi, og mun það einmælt, að fáar konur hér á landi hafi staðið svo vel við hlið manni sínum í blíðu og stríðu sem hún. Þegar vestur kom, tók Sk. Th. þar við öllu í óreiðu eftir Fensmark, og varð því — auk almennra embættisanna — að bæta við sig skýrslugerð að öllu, að heita mátti, yfir alla 5 ára embættistíð Fensmarks, auk þess, að ransaka og dæma sakamælið gegn honum. En er því sleppti, hlóðust brátt á hann ýms trúnaðarstörf, meiri og minni háttar. Þannig veitti hann forstöðu »kaupfélagi ís- firðinga« frá stofnun þess (1888), fyrst ásamt þeim Gunnari alþm. Halldórssyni i Skálavík

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.