Austri - 09.10.1899, Blaðsíða 2

Austri - 09.10.1899, Blaðsíða 2
NR. 28 A U S T R Í. 110 skal hún prentuð bæði á dönsku og íslenzku og henni útbýtt á Islandi og í Danmörku. 5. gr. Lög þessi öðlast gildi sama dag sem þau eru staðfest. L 0 g nm horfelli á skepnum o. fl. 1. gr. Skylt skal hreppstjórum og hrepps- nefndum að hvetja hreppsbúa sína til að hafa nægilegt fóður og húsrúm handa fénaði peim, er þeir setja á vet- ur, og brýna jafnframt fyrir mönnum ábyrgð, er þeir geti bakað sér með því að láta fénað sinn verða horaðan eða horfalla, 2. gr. Hreppsstjóri skal á hausthreppaskil- um ár hvert annast um, að kosnir séu 2—-4 menn til pess að hafa eptirlit með fóðurbirgðum hreppsbúa og með- ferð búpenings í hreppnum. fað er skylda pessara manna að leiðbeina hreppsbúum í öllu, er lýtur að hey- ásetning og meðferð búpenings. Yerði þeir pess varir, að fénaður einhvers búanda sé illa hirtur eða ætlað of lítið fóður eða húsrúm, skulu peir á- minna pann, er í hlut á. Um kosningarrétt, kjörgengi og skyldur til pess að takast þennan starfa á hendur gilda sömu ákyæði og um kosningar til hreppsnefnda. 3. gr. A timabilinu frá 1. marz til 15. mai ár hvert skulu skoðunarmenn peir, sem nefndir eru í 2. gr., skoða allan búpening í hreppnum og fóðurbirgðir hreppsbúa. Senda skulu peir hrepp- stjóra skýrslu um skoðunina, pegar or þeir hafa lokið henni. Hreppsnefnd á- kveður nánara, hvenær ápessu tímabili skoðun pessi skuli fram fara. 4. gr. Hafi skoðunarmcnn ástæðu til að ætla, að fénaði einhvers hreppsbúa sé horfcllir búiun vegna fóðurskorts, illrar hirðingar eða harðýðgi, pá skulu peir skoða hjá þessum búanda svo fijótt, sem pví verður við komið, og senda hreppstjóra skýrslu um skoðunina. 5. gr. Nú verður fénaður horaður eðafell- ur úr hor, og er að áliti skoðuuar- manna um að kenna fóðurleysi, hirðu- leysi eða harðýðgi pess, sem fénaðinn hefir undir hendi, eða pað sannast á annan hátt, og skal pá hreppsstjóri tafarlaust tilkynna pað sýslumanni, ásamt öllum málavöxtum, en hann tekur málið fyrir, og skal sá maður sæta sektum frá 10 til 200 kr. eða einföldu fangelsi allt að 6 mánuðum. 6. gr. Hreppstjóri skal bók halda, er hann ritar í allar skýrslur skoðunarmanna, en skýrslurnar skal hanu senda sýslu- manni og skulu pær lagðar fyrir sýslunefndina úl eptirlits og athugun- ar. I skýrslunni um skoðunargjörð pá, sem ræðir um í 3. gr., skal hverjum fjáreiganda gefin einkunn fyrir með- ferð og hold búpeningsins. Lesa skal hreppstjóri upp skýrslur pessar á vor- hreppaskilum ár hvert. Skýrslurnar skulu samdar eptir fyrirmynd, sem amtsráðið semur. 7. gr. Fyrir skoðunargjörðir pær, sem um er rætt Í3. og4. gr ., skal greiða skoð- unarmönnum borgun eptir samkomu- lagi við hreppsnefndina. pó má borg- unin eigi fara fram úr 2 kr. fyrir hvern dag, sem þeir eru að skoðun- argjörðinni. fóknun pessi greiðist úr sveitarsjóði. 8. gr, Yanræki skoðunarmenn pær skyldur, er á peim hvíla samkvæmt lögum pess- um, varðar pað alt að 50 króna sektum. 9. gr. Sektir eptir lögum pessum renna í sveitarsjóð pess hrepps, þar sem brot- ið er framið. Sýslumaður skal á manntalsþingi nákvæmlega grenslast eptir því, hvort lögum pessum hafi i verið hlýtt, eða brot framið gegn peim. 10. gr. Með mál, sem rísa af brotum gegn lögum pessum, skal farið sem opinber lögreglum'd. 11 gr. Með lögum pessum eru úr gildi numin lög 26. febr. 1898 um horfelli á skepnum. L 0 g um viðauka við leg nr. 8, 6. apríl 1898, um hann gegn botnvurpuveiðum. Hérlendur maður, er leiðbeinir út- lendum eða innlendum botnverpingi við veiðar í landhelgi, vísar á mið eða lið- sinnir honum á annan hátt við slíkar veiðar eða hjálpar honum til að kom- ast undan hegniug fyrir brot á lögum um botnvörpuveiðar 1 landhelgi, skal sæta sektam 50—1000 kr. Sömu hegning skal hver sá maður hérlendur sæta, er utan löggiltra hafna hefir nokkur verzlunarmök við útlenda botn- verpinga eða dvelur að nauðsynjalausu á skipum þeirra. Sektir eptir lögum pessum renna í sjóð þcss lirepps, er hinu brotlegi er heimilisfastur í. Utan úr heimi. —o— Heimilislíf Nikulásar II. Rússakeisara. Fyrir skömmu kom út allfróðlegur bæklingur um Nikulás II. Rússakeis- ara og hirð hans, eptir göfugan rúss- neskan embættismann, er norskt blað gefur svo hljóðandi ágrip af: „Hingið til hafa menn ekki vitað af pví, að þeim feðgum lynti eigi sam- an, og var orsökin til pess sú, að Alexander keisari III. komst að pví, að Nikulás sonur hans lagði ástarhug á mjög fagra ríkismannsdóttur af Gfyð- ingakyni í Pétursborg, og greip pví til pess, að senda son sinn í langferðir alla leið austur í Asíu; og í peirri leið var honum sýnt banatilræði í Japan, og lék grunur á, að nokkrir æðstu embættismenn í Pétursborg væru í vitorði með, A Rússlandi varð svo mikið uppþot meðal frjálslynda fiokksins út af pessu banatilræði, að pað lá við uppreisn í Moskva, svo keisarinn sá sig tilneydd- | an að kalla son sinn hið bráðastu heim aptur til pess að sefa hugi manna, er væntu sér frjálslyndari stjórnar af rík- iserfingjanum. En samkomulagið milli þeirra feðg- anna var alltaf stirt, par til þeir sætt- ust á banadægri Alexanders keisara. Nikulás keisari er maður mjög dulur í skapi, fremur punglyndur, og brosir sjaldan. Hann er málstirður, en ó- feiminn, einsog orð pau sýna, er hann talaði, er hann tók við ríkjura: „Eg ætla mér að lifa og deyja fyrir Rússland. En hver dauðdagi minn verður, hirði eg eigi um“. Keisarinn berst mjög lítið á heima fyiir og er sparneytinn mjög í mat og drykk, og ekur einsamall út í léttum vagni síðari hluta dags. Hann hefir óbeit á stórveizlum og hirðsiðum; og hann fór sér pvernauð- ugt í hina löngu heimsóknarför 1896 til flestra stórhöfðingja Norðurálfunnar. Mesta unun keisarans er að leika við dætur sínar, og ver hann öllum tóm- stundum sínum til pess, og kemur pað pá opt fyrir að 2 pær eldri setjast á bak föður sínum og hann skríður svo með pær um gólfið, til mestu ánægju fyrir pær og konu sína, er veltist um í hlátri. Keisarinn er hinn mesti st u fsma’ur, les sjálfur allar stjórnarskýrslur og skrifar athugasémdír sínar á spázíuna. Haun fer snemma á fætur bæði vetur og sumar, og hefir setið 2 tíma við skrifborð sitt fyrir venjulegan fóta- ferðatíma í höll hans. Yanalega sezt keisaradrottningin með sauma sína inni hjá manni sínum seinni hluta dags, og þareð keisarinn ber óbifanlegt traust til vitsmuna hennar, pá hefir hún mjög góð áhrif á keisarann og málefni landsins“. Merkileg uppfynding. Á vorum tímum tíeygir visindunum svo stórkostlega áfram, að hver upp- fyndingin annari merkari rekur hina, og mann svimar við að heyra skýrt frá pví og getur varla trúað pví, að petta geti átt sér stað. Eina þvílíka stórmerkilega uppfynd- ingu segja nú útlend blöð að doktor Oates í Washington hafi nýlega gjört, par sem hann þykist hafa sýnt og sannað mönnum, að nú hafi hann fundið upp pann smæðarauka, er stækkað geti þrem m i 11 í ó n sinnum, sem er svo margfallt meira en ninir fullkomnustu sjónaukar, er hingað til hafa verið notaðir, hafa getað stækkað. Má nærri geta, hvíiík áhrif pessi uppfynding doktor Gates getur haft fyrir læknisfræðina, einkmu smáagna- fræðina (Bakteriologie), og stjörnufræð- ina, — ef hún reynist áreiðanlega sönn. J>að er talið liklegt, að sýnishorn af pessu síðasta furðuverki mannlegs hug- vits og snilldar, verði sýnt á Parísar- sýningunni miklu að sumri. Norðurljósarannsóknirnar. Oss er skrifað af Akureyri: „Norðurljófcamennirnir eru vinsælir, og mestu töframenn; þeir hafa prjá seiðhjalla uppi á Höfðanum og mál- práð út í Krossanes, og bendingar fjulla á milli, rannsakandi eðlislög og aðferðir seguls og annara afla lopts og lagar. |>eir hafa fengið allmörg góð og fögur norðurijósakvöld; pá vaka peir og hafa í seli uppi á Súlum og yfir í Yaðlaheiði“. Consert síra Geirs Sæmundssonar pann 6. p. m. varð einsog vænta mátti hin bezta skemmtun. Hin hreina, hljómfagra rödd og söngsnilld síra Geirs lét jafn yndislega í eyrum sem fyrri. fessi voru lögin sem sungin voru: Blandt fjellen F. v. Heland Silde den aften Lange-Miiller. I)en gang jeg var sá stor P. Heise. Serenad (Duet) G. Wennerberg. Slottaklockan (Duet) Systxinin Kirkjuhvoll Komið or haust Midsommervise Afsked frán hemmet Fridthiof och Bj0rn (Duet) Svara mig Glunten Sneklokken Bror jag ár ledsen Hulda Skymning Toreador Erlkönig B. þorsteinsson, Crusell. Lange Miiller, Crusell. G. Wennerberg. Mendelsohn. G, Wennerberg, G, Bizet, Schubert. Sérstök ánægja var að fá aptur að heyra „Erlkönig“ og „Silde den Aften“, sem síra Geir hefir sungið hér áður. Hin nýju lög síra Bjarna forsteins- sonar létu mjög Ijúflega í eyrum, og tvísöngvarnir voru ágætir, ekki sízt „Sneklokken11 og hin fögru lög Wen- nerbergs. Kristján læknir Kristjáns- son söng aðra röddina í tvísöngunum, og fór pað allt með mestu prýði. Kristján læknir söng og einn lögin: „Afsked frán hemmet“, og hið gull- fagra og stórfenga lag „Toreador11 af mikilli snilld. En hin mikla rödd pessara ágætu söngmanna getur ekki notið sín til fulls í Bindindishúsinu; pað geta peir bezt borið um, er hafa heyrt síra Geir syngja hér í kirkjunni, parsem rödd hans yfirgnæfði bæði orgelið og fjölmenuan söngílokk. Eröken Elín Kristjínsson lék undir 4 fortepíano, (og Kr. læknir sum lög- in), vel og smekklega. Húsfyllir var af áheyrendum sem klöppuðu óspart lof í lófa, og muuu allir óska að eiga sem optast kost á slíkri skemmtun. Eins og skýrt var frá í síðasta blaði gengur ágóðinn af concertinum til fá- tæks barnamanns. Og er mjög virð- ingarvert, er menn nota pannig sína ágætu hæfilegleika i kærleikans og mannúðarinnar pjónustu einsog síra Geir Sæmundsson að pessu sinni og svo opt áður hefir gjört, og á hann fyrst og fremst, og allir peir sem að pví styðja, par fyrir góðar pakkir skilið. Seyðisfirði, 9. oktbr. 1899. Póstafgreiðslumannsstaðan á Seyð- isfirði er veitt Jónasi títephensen. T í ð a r f a r alltaf fremur óstillt og vindasamt, en eigi kalt að jafnaði, og er nú snjór að mestu leyti tekinn ujip af láglendinu. Afli alltaf lítill, cnda gæftir illar. S í 1 d a r varð hér vart í fyrri viku. S 1 a t u r t a k a n hefir í haust verið hér með mesta móti í kaupstaðnum, enda verðlag á kjóti í betra lagi fyrir sveitabóndann. pað hefir og bætt fjártöku prísana í hau-t, að kaupmaður Sig Johamen hefir keypt af bændum um 1000 fjár á fæti fyrir 12 aura pundið, lifandi vigt af þeim kindum, sem ógu 100 pd. og par yfir. Alítum vér pá sölu fram- för, er sparar bændum tölnvert kaup- staðar vafs og ábyrgð, en kaupmaður ætti að geta haft hagnað á pví að gota látið slátra fénu sem hreinlegast, er ætti að verða meðmæli með kj'ötinu á hinum erlenda markaði. „Oopstantín,“ fjártökuskipPönt- unarfélagsins, kom hingað p. 1. p. m. og fór aptur þ. 2. með hátt á 3. pús. fjár til Liverpool á Euglandi. _ „S u æ f e 11,“ fiutningsskip Garðars- félagsins kom 1. p. m. með ýmsar nauðsynjar til félagsins. „L e i f u r,“ fiskigufuskip stórkaupm. Thor E Tuliníus í Kaupmh. kom hingað 2. oktober ög fór héðan snemma morguns p. 4. s. m. Með skipinu vorn: konsúll Carl Tuliníus, og peir verzlunarstjórarnir Olgeir Priðgeirsson og Ragnar Ólafs- son frá Fáskrúðsfirði. „I n g a:“ flutningsskip stórkaupm. Thor E. Tuliníus, kom hingað p. 3. p. m. með kol o. fl. til Sig Johansen og tók hér aptur fisk hjá honum til útflutiiings. „Inga“ fór háðan p. 5. p. m. „H ó 1 a r“ komu að sunnan í gær. „Player“ kom í dag með timburfarm til Garðarsfélagsins. „V a ag e n“, skipstjóri Houeland, kom í dag frá útlöndum. Færði hún útlend blöð til 5. þ. in. Eru pessát* fréttir helztar: Talið vonlaust að ófriði verði afstýrt í Afríku. Stjórnarblöð Englendíngá segja, að nú verði fallbyssurnar að sannfæra Búanajfyrst hraðskeyti stjórn- arinnar hafi ekki getað pað. 10,000 Búar standa vígbúnir á landamærum Natals, sem er ensk nýlenda, og er búizt við að ^peir ráðist á Englendinga á_ hverri stnndu. Englendingar flýja eignir sínar í Transvaal, sem stjórnin nú ekki segist treysta sér til að vernda er til ótriðar kæmi. Gjörðardómur fallinn í landapræt- unni milli Yenezuela og brezku ný- lendunnar Guyana í Suður Ameriku, sem lá við að valda ófriði milli Breta ogBandamanna fyr,r tveim árum síðan. Dómurinn Yenezuela í vil. Á Frakklandi stendur yíir rannsókn i máli peirra Déroulédes og hans félaga. Eun fleiri teknir fastir. — Mércier grunaður um íjárdrátt við útgjörð frakknesku hersveitanna í stríðið á Madagaskar. Jarðskjálftar miklir í Asíu. S t o r m a s a m t mjög í Norður- sjónum og skiptapar par miklir. D r. A n d r ó e. Fundið flothylki frá honum við Carlseyju, en fullt afsjóog sandi, skriptiri pví ólesandi. Sumir halda pað sé koinið frá Pólnum.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.