Austri - 07.10.1911, Blaðsíða 1

Austri - 07.10.1911, Blaðsíða 1
Blaðið kemur út 3—4 sinnum á raánuði hverjum, 42 ackir minust til næsta nýárs. Blaðið kostar um árið bér á landi að eins 3 krönur, erlendis 4 krónur. Gjalddagi 1. júlí hér á landi, erlendis borgistblað- ið fyrirfram. Uppsöen fkriflps. bundiir við áiamót, ógild cema komin só til ritatjórans fyr- ir 1. ok'óber csr kanp<»ndi sé skuldlaus t)rtr blaðið. fnnlendar auglýsingar: ein króna hver pnmluníiur dálks, og þnðjungi dýtara á fyrstu sííu. XXI. Ar. Seyðisflrði 7. oktöfcer 1911. NR. 39 Spil spil (Spillekort). Hverg; eins ódýr að tilt^lu — aðeÍDs góðar teg' undir — og líka barna ¦ fást hjá Pétri Jóhannssyni bókbindara á Seyðisfirði. Utan úr heimi. Rússland. í>aðan berast nú þau stórtíð- indi, að hinn mikli, óvægni harð- Btjöri Stolypin forsætisráðherra sé myrtur. Forsætisráðherrann var, ásamt keisaranum, staddur í borginni Kiev á Suður-Rússlandi, þar sem aíhjúpa skyldi minnisvarða yfir Alexander II. keisara; voru há- tíðahöld allmikil í borginni í tilefni af því, .þar á meðal var leikinn sjónleikur og var það þá í leikhú&inu, 14. f. m., að morð- inginn komst í skotmál við Stolypin og skaut á hann tveiro- ur skotum, kom annað í brjóst- ið vinstra megin og gekká-bol. Hneig Stolypin þegar niður, en missti þó eigi strax meðvjtund- ina, og var borinn burtu. En morðinginn, sem heitir Bagrov, var höndum tekinn, og átti lög - reglan fullt í fangi með að verja hann fyrir leikhúsgestun- um, er vildu drepa hann þegar í stað, án dóms og laga. Bagrov þessi er ungur lögfræðingur og hefir all-lengi verið.í þjónustu leynilögreglunnar sem lögreglu- spæjari, og sem ¦ slíktír fékk hann aðgöngu þarná í' leikhúsið og var serstaklega falið að gæta Stolypins fyrir árásum stjórn-' leysingja. Kom mönnum þetta því mjög á óvait. En nú upp- lýeist, að Bagrov hefir um mörg ár fyllt hóp byltingamanna án þess lögreglumenn hefðu grun um. Læknarnir gátu brátt náð kúlunni úr brjósti Stolypins, og treystu því að hann mundi ná sér innan skamms aptur, því hann var mjög braustlega byggð- ur. En það f6r á annan veg, hann andaðist á 5. degi 18. f. m. ÞJODVIMFÉLAGS-BÆKURNAR. og allar Býútgefnar bækur, fást hjá Pétri Jöhannssyni Seyðisfirði. Peter Arkadievitsj Stolypin var fæddur árið 1863. Hann stundaði nám í St. Pét^ ursborg og var brátt veitt staða í innanríkisráðaneytinu, og síðar i landbúnaðarráðaneytinu. 1888 sagði hann af sér embætti sínu og settist að stórbúum sínum í Kovno. 1889 var hann kosinn aðalsmarskálkur fyiir Kovno og þvínæst varalandssjóri í Grodno og síðan landstjóii í Saratoff. í júlímánuði 1906 tók hann við forsætisráðherra-taumunum af Groremykin, og leysti upp fyrsta rússneska þingið (dumuna). Hann notaði þegar stranga og óhlífna aðferð gegn stjórnmálamótstöðu-- 'memnúm sínum, en sá þó um að boðað var til nýrra kosninga svo timanlega, að duman kom saman á ákveðnum tíma. Á því þingi reyndi Stolypin að myuda 0fiugan stjörnflokk og studdist aðallega við hóílynda vinstrimenn, en sú tilraun mis- heppnaðist, og sumarið 19071eysti hann aptur upp þingið. Stefna Stolypins snerist nú eingöngu að því að tryggja og auka rikis- heildina og viðhalda sem mestu einveldi; lagði hann fram alla krapta sína til þess að kæfa niður og brjóta á bak aptur hverskonar mótstöðu gegn þess- ari stjórnmálastefnu; hörmung- ar og dauða urðu þeir optast að þola er létu í ljós frjálslynd- ari skoðanir og andmæli gegn kúgun og ofbeldi Hússastjórnar. Samvizkulaus var aðferð stjórn- arinnar gegn þessum mönnum. En stjórnin og Stolypin sagði: Tilgangurinn helgar meðalið. Nú í sumar var búizt við, að Stolypin yrði að fara frá völd» um þegar stjórn og þing gengu á móti honum og gátu eigi fylgt honum í apturhalds- og kúgunar- starfi háns. En Stolypin fékk sinu framgengt eigi að síður með aðstoð keisarang, er vott- aði honum þakklæti sitt og traust og bað hann v e r a v i ð v ö 1 d. 3?etta var talið brot á landslögum. En hvað stoðaði að mótmæla, vilji Stolypins hlaut að sigra. Síðasta afreksverk Stolypins var undirbúningur undir algjörða innlimun Finnlands í Kússland. það er þó enginn efi á því, að Stolypin hefir verið alvara með umbótatlilraunir sínar í fyrstu eptir að hann tók yið völdum. En umbótahugur hans kólnaði fijótt, og starf hans laut því nær eingöngu að því, að kæfa í blóði allar uppreisnar^ hreyfingar. Framúrskarandi hæfileika- og þrekmaður var Stolypin, virtur og hataður á víxl. Höfðu bylt- ingamenn opc hótað honum dauða og tvisvar áður reynt að framkvæma hótanir sínar, í fyrra skiptið 1906, þegar þeir sóttu Stolypic heim á sumarbústað hans; en tundurvélin sprakk áð- ur en til var ætl&zt svo að þeir, sem framkvæma áttu morðið, tættust til dauða og margir með þeim — 28 alls — og enn fleiri særðust, þar á meðal dótt^ ir Stolypins, er missti báða fæt- ur; húsveggirnir hrundu að mestu; sá eini, sem meiddist ekk- ert, var Stolypin, hann sat heill á húfi við skrifborð sitt milli hrundra múrveggjanna. Sá beitir Kokovzev, fyrver- andi fjármálaráðherra, er tók við forsetaráðherra-embættinu að Stolypjn látnum. Er það afar-vandskipað sæti, og eigi heiglum hent að halda stjórnartaumum hins ómælanlega og óstjórnlega Rússaveldis í svo styrkri mund, sem Stolypin. Dómur manna um starfsemi Stolypins mun verða misjafn, en hinsvegar hljóta allir að vera sammála um að telja hann fram- úrskarandi stjórnmálamanfi og og mikilmenni. Ófriður milli ítala og Tyrkja e» nú uppkominn, og eru þeir þegar farnir að berjast suður í Tripolis í Afriku, þar sem upp- tök þrætunnar eru. Voru það ítalir, sem sögðu Tyrkjum stríð á hendur og gáfa þeim þetta að sök: 1. a 5 Tyrkir hefðu reynt að úti- loka ítalskan varning í Litlu-Asíu og Tripolis. 2. að ítalir peir, aem biisettir eru í TripoKs, séo í hættu staddir, par eð pangað sé kominn aptur umboðsraaður Tyrkja, Guzman að nafni, sem áður hafði verið vikið f'rá 90kum ofsókna gegn ltölum. 3. a ð aðrum þióðum hefir verið veitt einkaleyfi í Tripolis til ýmsra verzlunarfyrirtækja er ítölum einum bar réttur til. ítalir í Tripolis böfðu beðið stjórji sína um vernd. Búizt er við að ítalir ætli sér að taka Tripolis, sem er skattland Tyrkja, [og er mælt að Frakkár, |>jóðverjar, Aust- uríkismenn og Rússar séu því samþykkir. Setulið Tyrkja í Tripolis er tálið að vera um 30,000, en nú hafa ítalir sent 60,000 her- manna þangað. ítalski flotinn telur 8 stór herskip eptir nýjustu tízku, 9 beitiskip og mörg smærri. Tyrkir eiga að« eins 2 stór gömul herskip, er þeir keyptu af f>jöðverjum í fyrra, og 10 smærri skip. En eflaust verðæ Tyrkir samt 'harðir í horn að taka, og liðs- afia. sinn munu þeir auka af alefli, og eigi munu þeir láta Tripolis af hendi fyr en 011 bjarg^ ráð eru úti 011 ítölsk skip, er voru í tyrkneskum höfnum, voru köll- nð heim. Fj0ldi ítala hafa flúið frá Tripolis af ótta fyrir búsyfj- um Tyrkja. ítalir höfðu þegar sett herlið á land á þrem stöðum í Tripolis, og mun þaðan stórtíðindaj^að væntæ icnan skamms.^

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.