Austri - 07.10.1911, Side 1

Austri - 07.10.1911, Side 1
Blaðið kemur út 3—4 sinnum á mánuði hverjum, 42 arkir minnst til næsta nýárs. Blaðið kostar um árið hér á landi að eins 3 krónur, erlendis 4 krónur. Grjalddagi 1. júlí hér á landi, erlendis borgistblað- ið fyrirfram. Uppsöern rkrifles. bundiír við áiamót, ógild nema komin sé til ritstjórans fyr- ir 1. ok'óber rg ka'ipr>r.di sé skuldlaus t)rii’ blaðið. [nnlendar auglýsingar: ein króna hvpr pnmlungnr dálks, og pnðjungi dýtara á fyrstu síðu. XXI. Ar. Seyðisflrði 7. ottöber 1911. NR. 39 • 1 (Spillekort). Hverg; I eins ódýr að tiltplu l^/JLJL — aðeins góðar teg' *“ undir — og líka barna spil — fást hjá Pétri Jöhannssyni bókbindara á Seyðisfirði. ÞJOÐVINAFELAGS-BÆKURNAR. og allar nýútgefnar bækur, fást hjá Pétri Jöhannssyni Seyðisfirði. Utan úr heimi. Rússland. f>aðan berast nú þau stórtíð- indi, að hinn mikli, óvægni harð- stjöri Stolypin forsætisráðherra sé myrtur. Forsætisráðherrann var, ásamt keisaranum, staddur í borginni Kiev á Buður-Rússlandi, þar sem alhjúpa skyldi minnisvarða yfir Alexander II. keisara; voru há^ tiðahöld allmikil í borginni í tilefni af því,. þar á meðal var leikinn sjónleikur og var það þá. í leikhúsinu, 14. f. m., að morð- inginn komst í skotmál við Stolypin og skaut á hann tveim- ur skotum, kom annað í brjóst- ið vinstra megin og gekká hol. Hneig Stolypin þegar niður, en missti þó eigi strax meðvitund- ina, og var borinn burtu. En morðinginn, sem heitir Bagrov, var höndum tekinn, og átti lög - reglan fullt í fangi með að verja hann fyrir leikhúsgestun- urn, er vildu drepa hann þegar í stað, án dóms og laga. Bagrov þessi er ungur lögfræðingur og hefir all-lengi verið í þjónustu leynilögreglunnar sem lögreglu-’ spæjari, og sem • slíkur fékk hann aðgöngu þarná í' leikhúsið og var sérstaklega falið að gæta Stolypins fyrir árásum stjórn- leysingja. Kom mönnum þetta því mjög á óvart. En nú upp- lýsist, að Bagrov hefir um mörg ár fyllt hóp byltingamanna án þess lögreglumenn hefðu grun um. Læknarnir gátu brátt náð kúlunni úr brjósti Stolypins, °g treystu því að hann mundi ná sér innan skamms aptur, því hann var mjög hraustlega byggð- ur. En það för á annan veg, hann andaðist á 5. degi 18. f. m. Peter Arkadievitsj Stolypin var fæddur árið 1863. Hann stundaði nám í St. Pét- ursborg og var brátt veitt staða í innanríkisráðaneytinu, og síðar í landbúnaðarráðaneytinu. 1888 sagði hann af sér embætti sínu og settist að stórbúum sínum í Kovno. 1889 var hann kosinn aðalsmarskálkur fyiir Kovno og þvínæst varalandssjóri í Grodno og síðan landstjóii í Saratoff. í júlímánuði 1906 tók hann við forsætisráðherra-taumunum af Goremykin, og leysti upp fyrsta rússneska þingið (dumuna). Hann notaði þegar stranga og óhlífna aðferð gegn stjórnmálamótstöðu- 'mdnnum sínum, en sá þó um að boðað var til nýrra kosnÍDga svo timanlega, að duman kom saman á ákveðnum tíma. Á því þingi reyndi Stolypin að mynda pflugan stjórnflokk og studdist aðallega við hóflynda vinstrimenn, en sú tilraun mis- heppnaðist, og sumarið 19071eysti hann aptur upp þingið. Stefna Stolypins snerist nú eingöngu að því að tryggja og auka rikis- heildina og viðhalda sem mestu einveldi; lagði hann fram alla krapta sína til þess að kæfa niður og brjóta á bak aptur hverskonar mótstöðu gegn þess- ari stjórnmálastefnu; hörmung- ar og dauða urðu þeir optast að þola er létu í ljós frjálslynd- ari skoðanir og andmæli gegn kugun og ofbeldi Rússastjórnar. Samvizkulaus var aðferð stjórn- arinnar gegn þessum mönnum. En stjórnin og Stolypin sagði: Tilgangurinn helgar meðalið. Nú í sumar var búizt við, að Stolypin yrði að fara frá völd- um þegar stjórn og þing gengu á móti honum og gátu eigi fylgt honum í apturhalds- og kúgunar- starfi háns. En Stolypin fékk sinu framgengt eigi að síður með aðstoð keisarans, er vott- aði honum þakklæti sitt og traust og bað hann v e r a v i ð v ö 1 d. þetta var talið brot á landslögum. En hvað stoðaði að mótmæla, vilji Stolypinshlaut að sigra. Síðasta afreksverk Stolypins var undirbúningur undir algjörða innlimun Finnlands í Rússland. ]pað er þó enginn efi á því, að Stolypin hefir verið alvara með umbótatlilraunir sínar í fyrstu eptir að hann tók yið völdum. En umbótahugur hans kólnaði fljótt, og starf hans laut því nær eingöngu að því, að kæfa í blóði allar uppreisnar- hreyfingar. Framúrskarandi hæfileika- og þrekmaður var Stolypin, virtur og hataður á víxl. Hofðu bylt- ingamenn opt hótað honum dauða og tvisvar áður reynt að framkvæma hótanir sínar, í fyrra skiptib 1906, þegar þeir sóttu Stolypin heim á sumarbústað hans; en tundurvélin sprakk áð- ur en til var ætlazt svo að þeir, sem framkvæma áttu morðið, tættust til dauða og margir með þeim — 28 alls — og enn fleiri særðust, þar á meðal dótt- ir Stolypins, er missti bába fæt- ur; húsveggirnir hrundu að mestu; sá eini, sem meiddist ekk- ert, var Stolypin, hann sat heill á húfi við skrifborð sitt milli hrundra múrveggjanna. Sá heitir Kokovzev, fyrver- andi fjármálaráðherra, er tók vib forsetaráöherra-embættinu að Stolypin látnum. Er það afar-vandskipað sæti, og eigi heiglum hent að halda stjórnartaumum hins ómælanlega og óstjórnlega Rússaveldis í svo styrkri mund, sem Stolypin. Dómur manna um starfsemi Stolypins mun verða misjafn, en hinsvegar hljóta allir að vera sammála um að telja hann fram- úrskarandi stjórnmálamann og og mikilmenni. Ófriður milli ítala og Tyrkja e» nú uppkominn, og eru þeir þegar farnir að berjast suður í Tripolis í Afriku, þar sem upp- tök þrætunnar eru. Yoru það ítalir, sem sögðu Tyrkjum stríð á hendur og gáfu þeim þetta að sök: 1. a ð Tyrkir hefðu reynt að úti« loka ítalskan varning í Litlu-Asíu og Tripolis. 2. a ð ítalir peir, sem búsettir eru í Tripolis, séu í hættu staddir, þar eð pangað sé kominn aptur umboðsmaður Tyrkja, Guzman að nafni, sem áður hafði verið vikið frá spkum ofsókna gegn Itölum. 3. a ð oðrum þjóðum hefir verið veitt einkaleyfi í Tripolis lil ýmsra verzlunarfyrirtækja er Itölum einum bar réttur til. ítalir í Tripolis böfðu beðið stjórn sína um vernd. Búizt er við að ítalir ætli sér að taka Tripolis, sem er skattland Tyrkja, [og er mælt að Frakkar, þjóðverjar, Aust- uríkismenn og Rússar séu því samþykkir. Setulib Tyrkja í Tripolis er tálib ab vera um 30,000, en nú hafa. ítalir sent 60,000 her- manna þangað. ítalski flotinn telur 8 Btór herskip eptir nýjustu tízku, 9 beitiskip og mörg smærri. Tyrkir eiga að- eins 2 stór gömul herskip, er þeir keyptu af þjöðverjum í fyrra, og 10 smærri skip. En eflaust verða Tyrkir samt harðir í horn að taka, og liðs- afla sinn munu þeir auka af alefli, og eigi munu þeir láta Tripolis af hendi fyr en 0ll bjarg- ráð eru úti 011 ítölsk skip, er voru í tyrkneskum höfnum, voru köll- nð heim. Fj^ldi ítala hafa fiúið frá Tripolis af ótta fyrir búsyfj- um Tyrkja. i ítalir höföu þegar sett herlið á land á þrem stöbum í Tripolis, og mun þaðan stórtíðindaj£að vænta icnan skamms.^

x

Austri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/141

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.