Sæbjörg - 01.01.1892, Blaðsíða 4

Sæbjörg - 01.01.1892, Blaðsíða 4
7 SÆBJÖRG. 8 heldur en styðja að því, að sem mestuverði til vegar komið. »Kæru systur, berjist ótrauðar gegn and- stæðingum, og fellið þá með framkvæmdum, þá munuð þjer uppskera hinn bezta ávöxt, sem fátækt land vort getur framleitt«. Vjer látum hjer staðar nema, með þeirri ósk og vissri von, að þjer gjörið allt, sem í yðar valdi stendur, landi voru til blessunar og sjálfum oss til gagns og sóma. Óskandi yður góðs og gleðilegs árs, í Jesú nafni, erurn vjer yðar, með vinsemd og virðing. Keflavík á Nýársdag 1892. BjargráÖanefndin». Sæbjörg leggur þannig upp, í Jesú nafni, til framsóknar og varnar bjargráðamálum sjómanna á Islandi, og treystir góðum við- tökum karla og kvenna, allra þeirra, sem annt er um líf og lífsvon sjómanna; hún kvíðir hvorki fátækt nje klæðleysi, ef sjó- menn vilja hlynna að henni; hún á víða góða vini, og vinir hennar eru vinir sjómanna: The Religions Tract Society, í London, skreytir hana myndum; The Mission to D. S. F. 1 London, hlúir að henni með skýlum; Dr. F. A. Walker biður fyrir henni og sjómönnum og vinum fjölgar með vexti. Sjómemi! sinnið bjargráðum í Drottins nafni. Hætturnar vofa yfir. Feygðarfáninn er á lopti. Holskeflan fellur. Tvívegis manntjón frá Akranesi nálægt árslokum síðustu! For- mennslcan, formqnnskan og aptur formennslcan! Bjargráðanefndir, neytið bjargráða, biðjið, leiðið, laðið sjómenn til þess, að hafa varúð á lífi sínu, að minnast Guðs og angistar ást- vinanna, konu, barna og vina, að minnast skyldunnar við Guð, sjálfan sig og náungann. Prestar, embœttismenn, kaupmenn, styðjið að þvi, að hver formaður hafi lýsi eða olíu á skipi sínu, í hvert skipti sem á sjó erfar- ið; að þeir æfi sig í notkun lýsisins, áður lifsháskann ber að liöndum. Sjómenn, verið vakandi! Vetrarvertíðin fer i hönd, með hættum lopti og lagar; hvetjið hver annan að leita aflans í Drottins nafni, því opt er þörf, en nú er nauðsyn, ,en gætið þess jafnframt að áminna hver annan að fara gætilega, svo mönnum og skipi sje síður hætta búin. Lýsið er bezta bjargráð, það er viðurkennt um allanheim, oghneyksl- ist ekki á því, þótt þeir gáruugar og gikkir finnist, sem segi við yður: »jeg hefi verið formaður í svo mörg ár og komist af til þessa, án þess að hafa lýsi með mjer á sjó; þessir sjálfbyrgingar verða sjálfum sjer til skamm- ar, og ef til vill, sjálfum sjer og öðrum til tjóns, því Guðs tími er ekki altjend þeirra tími; hafið lýsið með yður, ef ske kynni að þjer þyrftuð að bjarga sjálfum yður eða öðr- um; veiðarfærum yðar eða jafnvel afla. Horfið ekki í þann litla kostnað að eyða 1 eða 2 kútum af lýsi, til að æfa ykkur á, áð- ur í raunirnar rekur. Formaður hefir ábyrgð á lífi skipshafnar sinnar! hún er alvarleg. Konurnar áminni rnenn sína, sjer til hugar- bægðar. Sæbjörg felur nú Bjargráðanefndum að gjöra það, sem þær með eptirdæmi og í orði geti gjört, að vekja áhuga sjómanna á Bjargráðum, halda fundi við sjómenn, ræða nauðsynlegustu mál þeirra, koma á samtök- um að eitthvað sje gjört, því í mörg horn er að líta og margt er um að ræða, en fyrst af öllu er lífið og viðhald þess. Til tryggingar lífinu er: Góð formennska; góð skip og útbúnaður; bindindið, lýsið, kjalfestupokar, sundið m. fi. Til tryggingar afla og efna er: Sjósóknin, dugnaðurinn, lífsábyrgðin, hirðing- in, nýtnin m. fl., og vona jeg, að Bjargráða- nefndir og sjómenn fræði »Sæbjörg« svo, að hún geti flutt mál þeirra til framfara og bóta. Lífi sjómannsins er hætt, allur út búnaður hans þarf að vera góður bæði á sjó og landi, en hvorutveggju mun býsna ábótavant; klæðnaður opt ljelegur og húsakynni lítil og óheilnæm, þótt þau sjeu heldur að lagfærast; og set jeg hjer skýrslu Bjargráðanefndarinn- ar í Grindavík. Búðir sjómanna og viðgjörðir m. fl. í Grindavík. Útvegsmenn í Grindavík eru 18, og hafa 4 þeirra sjómenn sina í heimahúsum, 2 í timburhúsum og 2 í baðstofum.

x

Sæbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sæbjörg
https://timarit.is/publication/143

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.