Sæbjörg - 01.01.1892, Blaðsíða 8

Sæbjörg - 01.01.1892, Blaðsíða 8
ié SÆBJÖHG. Í6 inu, eins og aíiir geta skilið, brjótast þau æ meira út í fiskinum í saltleginum. Það er þvi áríðandi að þvo fiskinn sem bezt úr hrein- um sjó ofan í saltið, verka allt blóð vand- lega úr hnökkunum og strjúka alla kvið- himnuna burt, og eins kreista vel blóðið úr dálkinum, sem eptir er skilin; sje þetta ekki gert, íær fiskurinn aldrei sinn rjetta fallega lit eða útsjón, þunnildin verða blakkari og blóðblettur situr í dálkstrítuliðnum þar sem hann er skorin sundur, og hnakkakúlurnar verða blakkar, ef blóð hefir verið í þeim. Þetta allt kemur til að lýta fiskinn að mun, þó hann að öðru leyti sje vel verkaður. Svo er bezt að salta fiskinn strax og búið er að þvo hann. Sje hann látinn bíða nokkuð, slær fljótt út á honum slepju, og við það missir hann nokkuð af þeim fallega lit, sem hann getur haft og á að liafa, þegar hann er þurr orðinn. Vilji menn ekki fylgja þessum reglum með verkun á fiski ofan í saltið, þurfa menn aldrei að hugsa að fá vel fallegan fisk, þó öll verk- un úr saltinu sje vel af hendi leyst, — þeir menn á Vestfjörðum, sem bezt vanda fisk sinn og hafa orðásjer fyrirgóða fiskverkun, hafa þessa verkunaraðferð á fiskinum í saltið, og telja hann sem aðalskilyrði fyrir að fá góð- an og vel vandaðan fisk. Og það ætti eng- um að þykja minnkun að taka það eptir öðr- um, sem er eða getur verið til umbóta í hverju helzt sem er. Hitt er meiri minnkun að fá ár eptir ár ávítur og ofanígjöf fyrir hirðu- leysi og óvandvirkni, því ekki er nokkrum beinlínis kostnaði hjer til að dreifa, að eins lítilsháttar fyrirhöfn og sem þó í raun rjettri er engin, því sje fiskurinn vel verkaður í saltið, er hann mikið fljótverkaðri úr því aptur, svo þetta jafnar sig. Urn verkun á fiskinum úr saltinu ætla jeg minna að tala; hún er almennt að því sem mjer hehr virzt og jeg hefi sjeð til, betur af hendi leyst á Suðurlandi en verkunin i salt- ið. Það sem helzt er að henni er, að menn pressa ekki fiskinn nógu vel. (Framh.) AUGLTSINGAR. JVýtt ár geíur góð kaup! Vitið þjer hvar? Hjá Benidikt Samsonarsyni, Skálholtskoti, eru nægar byrgðir af haldfæraönglum verð 40 a. -— — — — fiskihnífum — 60 - — — — —- skipsdrekum m. fl. o. fl. og afsláttur veitist á móti peningum, ef mik- ið er keypt. Um fiskiveiðar í Noregi með tilliti til Faxaflóa. Gefið út af nokkrum útvegs- bændum í Reykjavík og á Seltjarnarnesi. Reykjavík 1892. Allir þeir, sem eru sjómenn, allir útvegsmenn, ættu að lesa pjesa þennan, og þar sem honum verður stungið undir stól fyrir sjómönnum, geta þeir snúið sjer til Bjarg- ráðanefnda, sem munu gefa kost á að lesa hann. Sömuleiðis Fiskiveiðamál III. eptir 0. V. G., prentað í Reykjavík 1890 á kostnað Bjargráðanefndanna í Reykjavík og á Sel- tjarnarnesi. Kirkjublaðið, 2. árg. 1892, 12—15 arkir, verð 1 kr. 50 a., fæst hjá flestöllum prestum og bóksölum. Borgist fyrir 15. júlí. Erlendis kostar blaðið 2 kr. (1 Vesturheimi 60 cts.). Sameiningin. Mánaðarrit hins ev. lút. Kirkjufjelags Isl. í Vesturheimi, 12 arkir á ári, 6. árg. Ritstj. sjera Jón Bjarnason ' Winnipeg. Verð hjer 2kr, Hjá bóks. Sig. Kristjánssyni í Rvík o. fl. víðsvegar um land. Sæbjörg. Þeir, sem skrifa kynnu síra 0. V. G. eitt- hvað, er Sæbjörg varðar, 'eru vinsamlega beðnir að skrifa honum að Vinaminni í Reykja vík, svo brjefiu komizt rjetta leið. Blaðið verður sent Bjargráðanefndum, kostar 1 kr. 50 a. árgangurinn fyrir áskrif- endur, og fæst í Reykjavík hjá ritstj.ísafold- ar B. Jónssyni; hvert einstakt blað kostar 20 aura. Erlendis kostar árgangurinn 2 kr. RITSTJÓRI: O. V. GÍSLASON. Prentuð í ísafoldarprentsmiðju. Reykjavík 1892.

x

Sæbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sæbjörg
https://timarit.is/publication/143

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.