Sæbjörg - 01.01.1892, Síða 7

Sæbjörg - 01.01.1892, Síða 7
Í3 og landi; þetta er lofsvert, íagurt og eins það á að vera, »andleg bjargráð«, sem ein megna að veita sjómanninum sigur yfir öðr- um eins sjóum, eins og þeiui, sem hvolfdu skipinu 16/u þ. ár, og sem leysti nokkra menn fjötrum þessarar hjervistar, þ v'í það er trúin ein, sem stenzt slík »yfirföll«; en á meðan hin líkamlegu bjargráð eigi eru komin lengra en þau eru, þá er hvergi lífs von, nema einmitt í hinum andlegu bjarg- ráðum, sem óyggjandi eru, og sem jeg efast ekki um, að herra H. J. er sammála um, og svo segist herra H. J. játa það, að einkum hin síðustu ár haíi Akurnesingum farið stór- um fram í sjóferðum og siglingum á sínum skipum, og kosti kapps um, að hata bæði skipin og allan útbúnað, er til þeirra heyrir, sem allravandaðastan«. Þar sem nú herra H. J. með ljósum rök- um sýnir fram á, að hið langvarandi afla- leysi deyfir framfarir, þá eru þær íramfarir, sem hann hefir tekið fram, mjög virðingar- verðar, og fremur öllum vonum, og enginn vafi, að þeir sjómenn, sem kosnir hafa verið í Bjargráðanefnd, eigi sinn hlut að því, eigi síður en hver annar sjómaður á Akranesi. Herra H. J. er svo margreyndur maður í lífinu, og veit hve örðugt hann hefir átt með að koma ýmsum framförum áfram, að hann er nú glaður í anda yfir framförum hinna síðustu bágu ára á Akranesi, og hefir að mínu áliti skrifað grein sína til þess að sýna fram á, að framfarir hafi orðið, þótt bágt hafi verið í ári, og hvetja hin yngri, með því að sýna þeim svart á hvítu, hvaða hugur er í honum enn þá, sem nú er kom- inn á efri ár, enda eru mörg verk hans þau, að minningin lifir þótt maðurinn deyi. Það væri æskilegt að fleiri greinar sæjust, er bæru vott um trú, fjelagsskap og fram- farir kring um Faxaflóa, svo að þetta pláss »upphefji höfuð sitt«, því sem stendur, eru sjómenn óvíða á íslandi eins illa leiknir og látnir, eins og nú er gjört hjer. 15/i2 91 Fiskverkunin. Fiskverkunarmáhð er nú á dagskrá, og mun einnig rætt frekar í Sæbjörg í næsfa bl. 14 Úr ritgjörð eptír skipstjóra Édilon Gríms- son. .........Verði ekkert vanrækt af kaup- manna eða fiskimatsmanna hálfu, þá kemur til útvegsmanna og sjómanna, að gjöra allt það, sem í þeirra valdi stendur, ef menn vilja hugsa til að hafa góðan fisk, og að haun nái áliti, að vanda þá sem bezt alla verkun á fiskinum. Jeg veit það vel, að flestir, má ske allir sunnanlands, kunna að verka fisk og hafa margar fiskverkunarreglur, og líka margra ára reynslu í þessu efni; en, þrátt fyrir það hefi jeg opt sjeð fisk hjer misjafn- lega verkaðan, einkum »í saltið«, en sem þó er eitt af aðalskilyrðunum fyrir því, að fisk- urinn geti tekið góðri verkun. Það sem fyrst þarf að gjöra er, að blóðga fiskinn strax og hann er dreginn; það nægir ekki að rífa fiskinn eða blóðga með önglin- um, eins og hjer mun tíðast látið nægja; það þarf að skera hann reglulega á liáls. Fisk- inum blæðir aldrei vel út, ef hann ekki er hálsskorinn, lieldur storknar nokkuð af blóð- inu í honum. Þetta gerir fiskinn dekkri og litljótari; og hversu vel sem hann er þveg- inn upp úr saltinu, er ekki að hugsa, að hann fái sinn rjetta og fallega lit, þegar hann er þurr orðinn; svo verður hann líka lausari í sjer og þá um leið hættara við að springa í meðferðinni. Þessu hef jeg opt veitt eptir- tekt, að undir eins og fiskurinn er flattur, má þekkja hann sundur á litnum, hvort hann hefir vei'ið hálsskorinn eða að eins blóðgað- ur með önglinum; vilji menn ekki trúa þessu geta menn reynt þetta sjálfir. Annað, sem mjög er áríðandi sem skil- yrði til að fá góðan fisk, er, að þvo fiskinn vandlega í saltið, og þetta ei‘ það sem rnargir vanrækja. Eptir að fiskurinn er flattur, þarf að forðast, að nokkur óhreinindi komi í sár- ið á honum; fiskurinn svona hráblautur tek- ur strax í sig hver óhreinindi sem að hon- utn komast, og við það verður hann litljót- ari, og geta komið í hann dökkleitir blettir, og þau óhreinindi, sem kornast í fiskinn áð- ur en hann er saltaður og fara með honurn ofan í saltið, nást aldrei úr honum aptux’, hversu vel sem hann er þveginn upp úr salt- SÆBJÖRG.

x

Sæbjörg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sæbjörg
https://timarit.is/publication/143

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.