Sæbjörg - 01.02.1892, Blaðsíða 4
23
SÆBJÖRQ,
24
á hvað gjöra skal að upphafl, sem er svo
mjög áríðandi. Reglur eru nægar fyrir hendi;
hreinn óþarfi, að sýslunefndin fari að kosta
fje til að gefa út nýjar reglur; sjómenn kunna
að verka fisk sinn; það er langbezt að minna
á verkunina frá upphafi á hentugum tímum;
það er og allbúið við þvi, að sjómenn verði
ekkert fúsari á að verka fisk sinn upp á
kommando sýslunefndar gegnum hreppsnefnd,
og mörg hreppsnefnd hefir það að gjöra
gjáldlaust, að hún kann að óska upplýsingar
sýslunefndar um: Hver borgar mjer? Sýslu-
nefndin getur rólega sparað þá peninga og
varið til einhvers þarfara; hún hefir í nóg
horn að líta með fjeð. Það beinasta, bezta
og billegasta er, þótt sýslunefnd máske ekki
geðjist að því, að Bjargráðanefndir tækju
málið að sjer, og í þeim eru sumstaðar sýslu-
nefndarmenn, sem vilja hvetja sjómenn til
að bæta það, sem bóta þarf. Verkunin er
ekki eins vond eins og látið er, og skal það
skýrt betur ásínum tima. Nú ríður áblóðg-
uninni, flatningunni, hreinlætinu, að þvo i
saltið, og söltuninni; sje þessa gætt veí, nægir
það að sinni.
Herra konsúl G. Finnbogason hefir með
lagi og snarræði reynt að greiða úr vand-
ræðum kaupmanna gagnvart Spánarmarkað-
inum, og tekizt það vel, verði reglum kaup-
manna framfylgt við útskipun, — en það er
margs annars að gæta. Meðan kaupmenn
»semja« án matsmanna við þá, sem fiskmegn
hafa, er engin framfaravon með verkun.
Matsmenn skyldu álíta »alira« fisk og gefa
einkenni 0—1—2, því þótt kaupmaðurinn
gæfi A. sama verð fyrir 1, sem aðrir fengju
fyrir 0, Það kemur ekki öðrum við. Hitt
snertir alla, þegar A fær 0 við samkomulag
fyrir fisk sinn, sem maske er 2, en B fær 1
fyrir fisk, sem er nær 0. — Þetta er meinið;
verzlunarkeppnin kemur í bága við lagfær-
ing á þessu, sem þó ríður mest á.
Skýrsia
eptir gjörðabók Bjargrábanefndarinnar í Grindavík.
Jón Sveinbjarnarson oddviti.
Ár 1891 hinn 10. dag nóvbrm. var Bjarg-
ráðafundur settur og haldinn að Járngerðar-
stöðum. Á fundinum mættu allir nefndar-
menn, Jón Sveinbjörnsson, Eiríkur Ketilsson,
Hafliði Magnússon, Jón Guðmundsson og Tóm-
as Guðmundsson.
Jón Sveinbjarnarson á Húsatóptum lagði
fram brjef dagsett í október f. á. frá herra
G. Finnbogasyni í Reykjavík, víðvíkjandi
fiskverkun etc., og Hafliði Magnússon á
Hrauni gat þess, að hann hefði fengið sam-
hljóða brjef frá sama manni.
Um málefni þetta urðu miklar umræður
og kom öllum nefndarmönnum saman um,
að fiskverkun væri hjer miklu betri en að
undanförnu. í þetta sinn hefði fiskur brennst,
hjá mörgum hjer í Grindavík eins og víðar,
en að öðru leyti hefði fiskurinn verið mjög
vel vandaður, en kaupmenn eður umboðs-
menn þeirra hefði látið allt hvað innan um
annað í skipin, bæði soðinn og ósoðinn fisk,
svo á þeirra ábyrgð hefði verið að endur-
»sortera« hann í kaupstaðnum. Og þar sem
menn hefðu verið reknir til þess að skipa
nokkru af fiskinum út i skipin í rigningu og
sjóroki, svo hann hefði hlotið að vökna i
meðferðinni, þá væri einnig sú meðferð
á ábyrgð kaupmannsins. Þar hjá neitar
nefndin þvi, að nokkur fiskur frá Grindá-
vík hafi henni vitanlega verið i skipum þeim,
sem 26. tbl. ísafoldar 28. f. m. getur um að
flutt hafi vondan fisk til Spánar. Jafnvel,
þó nefndarmennirnir samhuga álíti að allir
íbúar Grindavíkur, þeir er saltfisk verka,
kunni að verka vel, og hafi gjört það, þá
tókust nefndarmennirnir á hendur, að gjöra
allt sitt til þess, að fiskurinn úr Grindavík
yrði vandaður að ári. En þar sem nefndin
áleit og er sannfærð um, að það útaf fyrir
sig sje þýðingarlitið með tilliti til álits hins
íslenzka fisks á Spáni, þá áleit nefndin að
hið tiltækilegasta i þessu máli væri:
1. að enginn annar en af yfirvaldinu útnefnd-
ur og eiðsvarinn maður tæki á móti fiski
í neinni veiðistöð, og kaupmenn borguðu
þeim starfa þeirra.
2. að bjargráðanefndarmenn, tveir eður fleiri,
væru með hinum útnefndu mönnum við
móttöku fisksins, sæu um útskipun hans