Sæbjörg - 01.02.1892, Blaðsíða 5

Sæbjörg - 01.02.1892, Blaðsíða 5
25 SÆBJÖRG. 26 og um alla meðferð á honum, frá því búið vœri að »sortera« hann og þangað til hann væri kominn á sinn stað í móttökuskipinu, og að þeir fengju sanngjarna borgun íyrir fyrirhöfn sína hjá hlutaðeigandi kaup- mönnum. 3. að eiðsvarnir menn nægilega margir sæu um uppskipun á fiski í kaupstöðunum; veldu þar fiskinn til flutnings til Spánar, og sæu um útskipun hans í síðasta skipti. Þessar nppástungur fól nefndin Jóni Svein- bjarnarsyni að senda herra Gf. Finnbogasyni, sem svar upp á hið framlagða brjef og brjef það, er H. Magnússon hafði fengið frá hon- um þessu máli viðvíkjandi. Veiðarfærin. Eptir útvegsbónda G-. Einarsson í Nesi. Það hefir lengi brunnið við hjá oss íslend- ingum, að vera tregir til allrar nýbreytni í atvinnuvegunum, sem kemur af hinni gömlu vanafestu, er gengur frá föður til sonar, að börnunum er kennt að feta 1 spor feðranna með þessari áminning: »svona hafði faðir minn og afi það«, og »sjaldan fer betur þá breytt er«, og þótt einstakir menn hafi vit og áræði til að byrja á einhverju nýju, þá er eins og almenningur keppist við að kæfa það í fæðingunni, svo byrjandanum verður ómögulegt áframhaldið. Það er auðvitað að menn hafa mjög gott vopn í hendi, til að drepa niður alla nýbreytni og dugnað; þetta vopn er peningaleysið, sem er of almennt þröskuldur í öllum framförum, einkum vegna fjelagsleysis. Ef menn t. a. m. skoða framfarir útlend- inga í öllum atvinnumálum, þá sjá menn fljótt, að þeir hafa verið fúsir til margs kon- ar nýbreytni, og komið því fram, og unnið með sameinuðum kröptum, sem þeim hefir orðið til ómetanlegra hagsmuna. Það er óhætt að telja sjávarútveg vorn þá atvinnugrein, sem hefir gengið tilbreytingar- lítið mann eptir mann, og gefst þó opttæki- færi til að sjá, að útlendingar hafa verið fúsir að læra að stunda hann, til þess að hafa sem mest gagn af honum, þar sem þeir eru á stórum og kostnaðarsömum þilskipum, hundruðum saman við strendur lands vors, með allar upphugsanlegar veiðivjelar, til þess að geta ausið upp sem mestum afla, þar á mót erum vjer að eins með handfæri og lóðir á smábátum okkar, sem vjer getum ekki fiskað á, nema þegar fiskur er upp við landsteina. Um handfæri er það að segja, að þau eru mjög ódýrt veiðarfæri, og þess vegna allt of almennt. Á þau er mjög sein- aflaður fiskur og opt mjög miklum erfiðleik- um og kostnaði bundið, að afla sjer beitu á þau, (Framh.). Fáeinar formannareglur handa ungum formönnum (úr Búnaðariti S. A. Húss og bústjórnarfjelags 2. byndi Við- eyjarklaustri 1839) eptir fyrrum breppstjóra og Dannebrogsmann Þórð Jónsson á Bakka, með athugasemdum eptir Ó. M. Stephensen Viðey sekratera; Pjetur Guðmundsson Engey meðhjálpara, Jón Snorrason í Reykjavík hreppstjóra og X. Utdráttur með fáum athugasemdum. Um siglingar. Ath. P. G.: Margt er það, sem ungur for- maður þarf að athuga, áður hann, sem menn kalla, er kominn til lags og ára; fyrst og fremst tel eg það, að hann finni það hjá sjálfum sjer, að hann kunni vel að öllum þeim verkum, sem til sjómennsku heyra, því annars hefir hann eigi fullt vit á, hvað hann í hvort sinn, eptir kringumstæðum, á að skipa hásetum sínum. Hann ætti sjerílagi meðan hann er ei fullæfður í skipstjórn og urnsjón skips og raanna, að velja sjer einn eða fleiri æfða og reynda háseta hverra ráð hann gæti haft fyrst um sinn, ef e'.tthvert vandhæfi upp á kemur, því mikið er í hófi, ef eitthvað fyrir einræði hans fer miður en skyldi; sjálfur þarf hann þó að vera örugg- ur og úrræðagóður i öllum hættum, svo hon- um fallist ei hendur, þó nokkuð ábjáti; hress- ir það hugmóð háseta hans, en opt hefir það vel farnast, sem tvísýni þótti á, ef því var með einbeittum og einhuga öruggleika áfram haldið; þó er honum allt kapp bezt með for-

x

Sæbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sæbjörg
https://timarit.is/publication/143

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.