Sæbjörg - 01.05.1892, Blaðsíða 2

Sæbjörg - 01.05.1892, Blaðsíða 2
67 SÆBJÖRG. 68 Hafsögumaðurinn. (Sjá myndina.). I. Brotna við ströndu bárur kaldar, klappa hvítfextar klettum flúða, ólga, falla, undir drynur svalur sær; syngur í viðum. Fara för fram og aptur, skríða á milli skerja og rifja; gjálpar alda glymur á súðum, veltist fley en viðir stynja. Stendur á hábrú hafsögumaður; ítrum augum átt hann rennir yfir sæ og upp að ströndu athugall mælir unnar braut. Þræðir hann leið á þröngu sundi milli boða og blindskerja; rólegur er hann; alvöru svipur hvílir þó yfir augum fránum Vel hann flnnur og veit það gjörla hvílík ábyrgð á honum liggur; fje og frelsi fjör og limu eiga menn undir aðgætni hans. Skip eitt rennir skjótt und vindi, Stefnir það beint um bláa löginn, eins og það muni á hann renna; óttaleg hætta yfir vofir. Dýr eru ráð, en ráðagóður, býður að beygja af braut og stýra upp í vindinn ofur lítið betur en áður, og er það gjört. Skrlða þá skipin —skammt er á milli—- hvort með fram öðru, öllu er vel borgið, og glaðnar þá yfir garp, hann lítur þakklátum augum upp til himins. II. Vort líf er sem sjóferð á ólgandi unn, alstaðar hætta og leiðin ei kunn um freistinga’ og syndanna blindsker og boða vjer berumst svo áfram í nauðum og voða. Fyrst leiðin er þannig um lífsferðarrann, þá leita vjer skulum upp hafsögumann, er leiði’ oss úr hættunni, hjálpi’ oss úr þrautunum og hindri’ að vjer förumst á vandþræddum brautunum. 0! leitum vors frelsara, hann er vor hlíf' og hann mun oss styrkja og vernda vort iíf, ef hann vísar oss leiðina, grandað oss getur ei grenjandi stormur nje dimmþrunginn vetur. Hann leiðir oss síðan í ljúfustu höfn, er lokið er ferðum á æfinnar dröfn. Hann styrkir og hjálpar í hörmungum nauða og huggun oss veitir í lffi og dauða. Tóki.

x

Sæbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sæbjörg
https://timarit.is/publication/143

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.