Sæbjörg - 01.05.1892, Blaðsíða 3

Sæbjörg - 01.05.1892, Blaðsíða 3
69 SÆBJÖRG. 70 Lýsi eða olía. (Framh.) »Verdens Gang« skýrir frá þvi 13. janúar þ. á., að ýms skip frá Ostende og Dunquerque, sem árlega stunda fiskiveið' ar við ísland, hafi þessi síðustu árin tekið að nota olíu til að lægja stórsjóa, og láti mjög vel yfir, og telji mörgum mannlífum á þann hátt borgið. Fáein »liter« af olíu voru nóg til þess að lægja haföldurnar um- liverfis skipin (Þjóðv. ungi af 19. marz 1892). Frakkneskir útgjörðamenn gefa skipstjór- um sinum verðlaun, sannist það, að þeir hafi viðhaft oliu, þegar sjóirnir hafa ógnað skipi og lifi skipshafnar. Það er líka eðlilegt, að allir menn, sem nokkur mannúð er í, legg- ist á eitt, að koma á lýsisbrúkuninni, þar sem öllum er kunnugt, að það getur orðið til þess, að bjarga lifi manna, og vernda eign þeirra. Óvíða mun það í þessu máli, nema á íslandi, að menn letji aðra að fylgja bjargráða-reglum, hver helzt sem þeim held- ur uppi; þessir menn eru reyndar orðnir mjög fáir, því þeir skammast sín orðið; en væru þeir nokkrir, hefði það átt að vera þeim alvarleg hugvekja að lesa í 37. tölu- bl. ísafoldar 7. maí þ. á. »Skiptapi< Föstu- dag 29. f. m., fórst skip i fiskiróðri af Mið- nesi með 6 mönnum. Formaður var Jón Sveinbjörnsson frá Sandgerði, roskinn mað- ur heldur, á sextugsaldri, mikill sjósóknari og atorkumaður, þótt nokkuð væri farinn að láta undan. Þrír af hásetunum voru héðan úr bænum: H. G. Jónsson frá Hlíðarhúsum (ljezt frá konu og 6 börnum í ómegð), H. H. og G. J. — Hvað hefði ekki lýsið getað megnað hjer? Hugleiði þeir það, og svo hitt, þegar menn álíta óþarfa að æfa sig á lýsinu, áður háskann að ber; líkt og ef sund- maðurirm áliti það óþarfa að æfa sig á því, að draga að sjer lopt, og halda því í sjer, áður hann kafar. Hverjum stendur næst að hvetja sjómenn til að fara gætilega að sjó, og viðhafa bjargráð? Eru það ekki feður, mæður, systur og bræður? Ef að þessir láta sjer ekki annt um að tryggja líf sinna, með því að hvetja þá til að hafa lýsi á sjó með sjer og nota það í hættunum, að hafa segl- festu, áttavita, að læra sund til að komast á kjöl o. s. frv., þá veit jeg ekki, hvers skylda það er, annara, en hvers sannkrist- ins manns, sem hlýtur að standa stuggur af hugsunarleysi og kæruleysi ástvinanna. Pen- ingar eru góðir, til þess, sem þeir eru ætl- aðir, og er rjett gert af hverjum sjómanni, að vátryggja líf sitt, vegna ástvinanna; en hitt, að hvetja menn til að vátryggja líf sitt, og siga þeim svo út á sjóinn, í hverju sem er, af þvíþeirsjeu »assureraðir« ervoðalegt. Hitt þarf að vera samfara, að sjómenn sjeu líka vá- tryggðir í »hans bók,« sem lífinu ræður. Þeir menn, sem eru að sökkva, og vilja ekki grípa um »endann,« sem til þeirra er fleygt, eður í »flotið,« sem að þeim er ýtt, til að bjarga lífi þeirra, þeir liafa sjálfir alla ábyrgð, því sá er varir veldur eigi. Skiptapi af „siglingu“. í síðasta blaði Sæbjargar er getið skip- tapans á Reyðarfírði nálægt Vattarnesiþ. 11. janúar þetta ár. Báturinn var frá merkis- bónda Eiríki Þórðarsyni á Vattarnesi. Skrifar hann oss á þessa leið 4. apríl þ. á.: . . . »11. janúar fóru menn mínir á sjó, og var gott veður um morguninn; en þegar þeir voru búnir að leggja kastið, fór að hvessa af norðri; þegar þeir voru búnir að taka lóðina, settu þeir upp segl, en svo sem 500 faðma frá landi hvolfdi bátnum. Tveir menn drukknuðu, en formanni Tobíasi Finn- bogasyni varð bjargað af kjöl. Þeir sem drukknuðu voru vinnumenn mínir, Oddur Einarsson, valinkunnur maður og bezti dreng- ur, sem hjá mjer hafði verið í sjö ár; hinn hjet Jón Torfason, sömuleiðis bezti þjónn, trúr og dyggur og var hann búinn að vera hjá mjer í 5 ár, svo jeg unni mönnum þess- um, eins og synir mínir væru; var það sorg- leg sjón að sjá þá hverfa og geta eigi bjarg- að. Jón á eptir hjá mjer munaðarlausa móður; þjer getið því nærri, að sorg nísti hjörtun og vangar vöknuðu tárum; en hann sem lifir, og sagði: »Jeg lifi og þjer munuð

x

Sæbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sæbjörg
https://timarit.is/publication/143

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.