Sæbjörg - 01.05.1892, Blaðsíða 5

Sæbjörg - 01.05.1892, Blaðsíða 5
73 SÆBJÖRG. 74 J.: 0g jæ]a! Yður leiðíst ekki að hugsa um þá, eptir því sem jeg hefi heyrt. S.: Það ætti ekki að vera, ef að góðu gæti orðið; en Jón minn, þjer ættuð nú að hugsa svolítið um þá líka, og minnast fyrri tíma. Þjer ættuð, þó ekki væri annað, að »kaupa« Sæhjörg, sem er ætlazt til, að verði málgagn sjómanna og þeim til framfara, það væri til stuðnings málefni þeirra, að blaðið gæti borið sig. J.: Það getjegekki. »Jec/ ernúeJeJci leng- ur sjómaður«. S.: Nei, nei. Jeg þykist skilja það. Þjer eruð orðinn »sveinn« fyrir 100 krónur, og liflð á snaps og soðning, soðning og snaps, og eruð líklega ekki aflögufær. J.: Það er satt, til láns eru flíkurn- ar, því jeg þarf optar snaps en með mat. S.: Meistarinn er þá ekki Good-Templar? J.: Nei, það segir hann borgi sig ekki. En hitt sje betra fyrir »sveinana«, því það sje varla nokkur svo simpill, að hann skaffí ekki «sveinum« snaps með mat, þegar þeir vinni fyrir þá, og það helzt, ef þeir skrúfi daglaunin sem hæst. S.: Skyldi »meistarinn« hafa frjett, að sjómenn ætluðu að hækka verð á allri soðn- ingu í haust, saltri og ferskri, nýrri og saltri, og fara að minnka við sig brauðmetið? ,/.: Það er fráleitt, því ekki alls fyrir löngu kom það til tals, að sjómaðurinn væri svo vitlaus, ef fiskaðist nokkuð, þá lifðu all- ir á honum, háir og lágir, en sjálfur kynni hann ekki að matreiða soðninguna. S.: Þetta mun samt verða. Það hefur einhver skotið þvíað sjómönnum, að konum þeirra væri engin vorkun, að matreiða fisk- inn svo, að hann yrði ljúffeng fæða, í mörg- um og ólíkum myndum, en kornkaup væru svo afarhá, að enginn reisti rönd við þeim, eptir þessara tíma ráðlagi. — Fyrirgefið. — Jeg verð nú að kveðja yður. Gleymið því aldrei Jón minn, að þjer voruð sjómaður, og fenguð marga fyllina hjá þeim og frá þeim, og að því rekur, að á þeim lifið þjer nú og síðar, þótt þjer sjeuð orðinn »sveinn«. J.: Það játa jeg ekki að sinni. S.: Þjer sjáið það, ef þjer viljið athuga lffsstöðu yðar gagnvart sjómanninum og sjó- mennskunni. Kvöddumst við svo. Fuglanet. Eptir dsJcorun N. N., stutt lýsing d fugla- neti, eins og það er brúJcað l Vestmanna- eyjum. Netið er ferhvrningur. Efnið er seglgarn. Riðillinn er 3 þumlunga breiður. Dýpt nets- ins er 33 möskvar, lengd þess sömuleiðis 33 möskvar. Netið er spennt út á 4 borðum: Netið dregið upp á tein allt f kring; skipt svo, að 33 möskvar verða á hverri hlið af 4. Fyrst er ein hlið fest á hliðarborðið breiðara. Hliðarborð skal 5^/a alin á lengd, 5 þumiungar á breidd og s/4 þuml. á þvkkt. Göt skulu sitt á hvorum enda, nógu rúm fyrir 4 pd. línu, og skulu þau 4—6 þuml. frá enda. Nethliðina skal leggja milli gata; spenna líkið, jafna möskva á teini, svo nokkuð poki, festa svo tein á hliðarborði miðju, á hverri hálfri alin, með keng eða nagla. Eins skal farið með hina hliðina á hitt hliðarborðið, sem skal með sama máli. Fella skal svo á gaflteina, að jöfn lengd sje við hliðar. Lausaborð, ídjs al á lengd, 3 þuml. á breidd og 8/4 þumlungar á þykkt, með gati, í sömu íjarlægð frá enda, eins og á hliðarborði, skal haft laust við lík. Þegar lagt er, skal binda lausaborð, sitt við hvern enda á hliðarborði; ýta svo hlið- arborði frá bátnum, eptir endaborðs lengd, og binda svo í endagöt hliðarborðsins, spenn- ist þá netið í ferhyrning. Síðan skal stjóra, að þyngd við bátsstjóra, rennt niður 10, 20, 30 faðma, eptir dýpi, og yfirvarp tekið frá niðurstöðu, sem svari 5 föðmum á 20, samt eptir fallþunga. Færið er því næst bundið um miðja hliðarfjöl og »böia« við; svo skal láta net liggja, meðan setið er á fiski. Þegar net er tekið, skal draga upp st]óra og innbyrða, leysa endafjalir frá, og vefja netið upp utan um hliðarfjöl, með fugli í, inn- byrða og flytja til lands.

x

Sæbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sæbjörg
https://timarit.is/publication/143

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.