Sæbjörg - 01.08.1892, Blaðsíða 2

Sæbjörg - 01.08.1892, Blaðsíða 2
1Í5 SÆBJÖRG. ÍÍ6 Ötula stúlkan. (Sjá myndina). Vjer sjáum bát oss sigla mót þar situr fiskimaður á og hún er kát hin hýra snót er honum situr hjá. Hún horfir róleg öldur á með æskufjör á ljósri brá. Með föður góðum fór hún út á fiskimið að veita lið, því fátækt óð með sorg og sút og settist niður á heimilið. Hún vann svo hefðu börnin brauð og bráða þyrftu ei líða nauð. Hún þekkti eigi auð nje seim, en ánægð var og glöð og kát, hún kom á degi hverjum heim af hvikirm mar á litlum bát; en var þá skemmt, er vel tókst för, með vænan feng, er bætti kjör. Hún kunni að biðja, biðja vel, hún bar sín kjör með þreki og ró. Hún kunni að iðja, iðja vel með innra fjöri’ og sælli ró. Hún vann og bað, og bað og vann Og blessun því frá himnum fann. » TóM«. Bjargráðamál. Samkvæmt ákvörðun á Bjargráðadeildar- fundi í Hafnarfirði 24. okt. 1891, var frum- varp til laga fyrir »hið fyrirhugaða íslenzka sjómannafjelag« samið, og liefi jeg á ferðum mínum í sumarsýnt það, og lesið fyrir bjarg- ráðanefndum eða nefndarmönnum, eptir þvi, sem á hefir staðið, og alstaðar þar, sem jeg hefi um það talað, hefi jeg orðið áskynja um, að sjómenn eru flestir á sama máli um það, að bjargráðum verður eigi framfylgt fyrr en þau ná stuðningi laga, og á hinn bóginn, að það sje mjög margt sem lagfær- ingar þarf, og til þess sje efna vant. Ein- staklingar geta litlu til leiðar komið, en með fjelagsskap mætti margt það gjöra í sjó- mennsku og fiskimálum vorum, sem til fram- fara og bóta væri. Fiskiveiðum á opnum skipum er nú svo víða spillt með ýmsum veiðum þilskipa, að öllum er ijóst, að þil- skipa útgerð verður að auka, en þó á þann hátt að arður og afrakstur auki en rýri ekki efnahag landsmanna. Virðist því fyrst þá hagnaðarvissa af þilskipaútveg, ef bændur, sem nú gjöra út opin skip til fiskiveiða, legðu sarnan efni og mannafia og stunduðu þannig í fjelagi fiskiveiðar á þilskipum, að minnsta kosti vor og sumar, og hefðu skipstjóra í fjelagi með sjer, svo áhugi hans á efnum og arði væri tryggður við eiginn hag. Bændum er þetta lítt mögulegt nema með opinberum styrk eður fjárframlagi úr landssjóði, sem aptur heimtar ábyrgð skipa, sem nauðsynleg er. Bjargráðanefndir sjóplásshreppanna eru kunnugastar ástandinu heima fyrir, og eiga því hægast með að ræða það er hentast væri í því og því sjóplássi; en þar sem efnin eru lítil, verður eigi allt gjört í einu, sem gjöra þarf, og Bjargráðadeildir ættu því að ræða og ráðstafa hvar í sýslu tiltækilegast væri að ráðast í ný fyrirtæki, og hve stór- tæk þau skyldu, og þar sem beztu og greind- ustu sjómenn legðu til, að það mætti gjöra til framfara, sem arð og efiing hefði í för með sjer, fyrir land og lýð, þá er ekki að efa, að þingmenn vorir mundu styðja að framkvæmdum, því þar sem þeim er trúað fyrir velferð landsmála, efast enginn um, að þeir muni vera fúsir að efla sjávarútveginn, þegar þeir fá áskorun, hver úr sínu kjör- dæmi, frá reyndum og áreiðanlegum mönn- um, og virtist þess vegna rjett að trúa þeim fyrir, og fela þeim, aðalstjórn Fiskiveiðamála. Vjer t'reystum þeim fullkomlega til svo góðs, að þeir vilji styðja að öllum framförum sjávarútvegsins, og verði við bæn sýslubúa sinna, að taka að sjer stjórn »hins fyrirhug- aða sjómannafjelags« og inyndi sjómanna- ráðið hvert það ár, er þeir sækja alþing. Skorum vjer þess vegna á Bjargráðanefndir í hverri sýslu að þær haldi Bjargráðadeild- arfund fyrir miðjan maímánuð 1893 og að bjargráðadeildin fái þingmann eða þingmenn sýslunnar, til að koma fjelagsstjórninni í rjett horf. Sömuleiðis er það mjög líklegt

x

Sæbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sæbjörg
https://timarit.is/publication/143

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.