Sæbjörg - 01.08.1892, Blaðsíða 4

Sæbjörg - 01.08.1892, Blaðsíða 4
119 SÆBJÖRG. 120 10. gr. Bjargráðanefndin skal halda almennan fund í septembermánuði, og nefndarfundi í janúar og maimánuði og þegar formaðurinn eða */s nefndarmanna álita þess þörf. 11. gr. Bjargráðanefndirnar skulu sem mest út- breiða þekkingu og nytsemi allra þeirra bjargráða, sem nú eru kunn, og síðar kunna þekkt að verða. Haíi einhver maður í þeim sjópláss-hreppi fundið upp nýbreytni á veiði- aðferð, eður einhverju því, er að einhverjum sjávarverkum eður sjávarútbúnaði lýtur, sem betra virðist en það, er áður hefur tíðkað verið, skal neíndin tilkynna það bjargráða- deildinni, við fyrsta tækifæri. Skýrslur um afia á hverri vertíð skal hún gefa bjarg- ráðadeildinni, eptir því sem hún bezt getur, í vertíðarlok. Aðrar skýrslur, er deildin kann að óska, skulu nefndirnar senda for- manni deildarinnar. 12. gr. Bjargráðanefndin skal birta allar skýrslur, sem bjargráðadeildin sendir henni, á næsta almennum fundi. 13. gr. Bjargráðanefndarmenn veita viðtöku öllum gjöfum og gjöldum til sjómannasjóðsins og afhenda gjaldkera, gegn kvittun, og skulu þau tillög vera sjerstakur sjóður fyrir hvern sjópláss-hrepp, sem verja skal eptir ákvörðun nefndarinnar eða nefndanna, með meiri hluta atkvæða. 14. gr. Meðan stjórn málefna hinna íslenzku sjó- manna er eigi sjerstaklega skipuð með lög- um, verður engin samþykkt bjargráðaneínda eður bjargráðadeilda gildandi, nema gagnvart þeim fjelögum, er undir hana hafa skrifað, og þó því að eins að hún eigi komi í bága við lög, eður aðrar samþykktir. II. Bjargráðadeildir. 15. gr. I hverri bjargráðadeild skal vera einn maður úr hverri bjargráðanefnd, hvers sjópláss- hrepps, sem bjargráðanefndin hefur til þess kosið. Bjargráðadeildin kýs sjer formann og ritara til 3 ára i senn. Gjörðabækur og ritföng deildarinnar borgist samkvæmt reikn- ingi af sjómannasjóðum hvers bjargráðadeild- ar sjópláss-hrepps. I fyrsta sinni, er bjargráðadeildarfundir verða haldnir samkvæmt lögum þessum, skulu þeir vera haldnir á þessum stöðum: á Vestmanneyjum fyrir Vestmanneyjar - Krossi í Landeyjum fyrir Rangárvallasýslu - Eyrarbakka fyrir Arnessýslu í Hafnarfirði fyrir Kjósar og Gullbr. og Rvík á Brákarpolli fyrir Borgarfjarðarsýslu í Olafsvík fyrir Snæfellsnessýslu á Isafirði fyrir Isafjarðarsýslu og Strandas. - Blönduós fyrir Húnavatnssýslu - Sauðárkrók fyrir Skagafjarðarsýslu - Akureyri fyrir Eyjafjarðarsýslu - Húsavik fyrir Þingeyjarsýslu - Seyðisfirði fyrir Norður-Múlasýslu - Eskifirði fyrir Suður-Múlasýslu - Djúpavog fyrir Austur-Skaptafellssýslu. i Vík fyrir Vestur-Skaptafelssýsiu Elsti deildarmaðurinn skal setja hvern fund og stýra kosningunum í fyrsta sinni. 16. gr. Hver bjargráðadeild skal halda einn aðal- fund fyrir 15. dag októbermánaðar árlega, og aukafundi þegar helmingur bjargáða- nefnda óskar þess. Formaður deildarinnar kveður til fundar með hæfilegum fyrirvara, birtir samkomustað og stund, og helztu fund- armálefni. 17. gr. I þóknunarskyni skulu deildarmenn fá af sjómannasjóði 2 kr. fyrir hvern dag, sem þeir eru frá heimili síriu vegna fundanna, og skal hver bjargráðanefnd greiða fulltrúa sínum þetta gjald af tekjum sjóðsins. 18. gr. Formaður bjargráðadeildarinnar skal sjá um, að allt það, sem fram fer á deildarfundi verði nákvæmlega bókað. Hann skai varð- veita gjörðabækur deildarinnar og önnur skjöl. 19. gr. A hverjum deildarfundi skal formaðurinn leggja fram skýrslur urn tekjur og gjöld sjómannasjóðanna.

x

Sæbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sæbjörg
https://timarit.is/publication/143

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.