Sæbjörg - 01.08.1892, Blaðsíða 7

Sæbjörg - 01.08.1892, Blaðsíða 7
125 SÆBJÖRG. Í26 báðura því guð um vægð og náð. 33. Þrisvar sjerdeilis bað eg blítt, er birtist þannig veðrið strítt, að líknin þess, er lýsti heira lina nú vildi ógnum þeim, svo mína lífs eg mætti þá með hans velþóknun aptur sjá. 34. Samt öllu fremur sorgbitnir son guðs af hjarta beiddum vjer: í dýrð og rósemd eilífa okkar sálir að meðtaka; því vjer þá ekki vissum nær, en við oss mundu skilja þær. 35. Drifum vjer þannig hafs á hyl húma nú tók, sem von var til —, gjörðist þá aldan geisistór, gekk yfir skipið margur sjór —, af því við austur optast þar einn vor liðsmaður bezti var. 36. Um dagsetur, þá dimma rjeð, dvínaði nokkuð stórviðrið, en ei þó svo við gætum greitt til gangs með árum unnið neitt; hvert halda skyldi sáum sízt, sama var enn þá fár oss víst. 37. Nú þegar myrkið nóttin jók, að nýju veðrið upp sig tók, með biljum, hríðum brátt til sanns á böli varla gjörðist stans; hræðilegur — sem hreldi geð — hræfareldur því fylgdi með. 38. Ytðist þá aptur aldan stór, yfir oss sjódrif ganga fór; af eldglæringum uggur stóð — út leit flest allt, sem væri glóð — Tókum vjer mjög að þreytast þá, því nærri sjerhver geta má. 39. Af sjódrifinu vorum vjer víða hvar orðnir skinnlausir, hreifingar illa þoldum því þjakaðir slíkum hrakning í; en ef að einhver af sjer dró, að honum jafnskótt kulda sló. 40. Veikjast nú gjörði vonin lifs, en vaxa kvíðinn dauðakífs. Ómálga barnfugl, ungan minn eg fól því guði sorgbitinn. Ektakvinuu og alla með, er mig lifs hefðu getað sjeð. 41. Afhuga þá eg orðinn var öllum samskiptum veraldar. Blítt því minn Jesú bað eg hjer brotin öll kvitt að gefa mjer, leiða mig hjeðan loks til sín og láta engan gjalda mín. 42. í hjarta kom mjer huggun sú, harmandi þess eg minnist nú: Hvað marga nótt til hvíldar hjer hafði guð áður gefið mjer; en eg ei þakkað þessa náð, því kæmi mjer nú hefndin bráð. 43. Til gæðanna, sem guð oss hjer af gæzku hvern dag meðdeilir, lítið opt finnst á meðan má misbrest ei líta neinn þar á. En þá þau vantar allra bezt, hvað á þeim ríður jafnan sjezt. 44. Utbrynja drottinn! ekki þig í þinni grimd að straffa mig. Forsómun alla, faðir mín forláti blessuð gæskan þin! værðarnótt hverja veit þá mjer, verndarinn trúr! að þakka þjer. 45. Jesú! þin kalda kvalanótt, þá kemur loks min banasótt harmabót sje og huggun min; höndin mig bezt þá styrki þin, svo að upprenni siðar mjer sælu og dýrðar Ijós hjá þjer. 46. Alhr samþykkir vorum vjer, var það bin mesta gleði mjer, hver gjörði annars hressa geð, hver fyrir öðrum biðja rjeð; sameiginlega settum traust á sjálfan guð með huga’ og raust. 47. Eg gjörði vissan einnig mig að allir hinir hafi sig bezt undir dauða búið sinn og beðið guð með vota kinn, miskunn að veita sálum sin sárheita fyrir Jesú pín.

x

Sæbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sæbjörg
https://timarit.is/publication/143

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.