Sæbjörg - 01.08.1892, Blaðsíða 8
127
SÆBJÖRG.
128
48. Var það fulltrúa vonin mín,
að vor drottinn af gæzku sín
okkur mundi þá eilíft líf
eptir fullendað raunakif
öllum til samans gefa greitt,
girntumst vjer þá ei framar neitt.
49. En guð ei hafði ályktað
okkur að taka þá í stað,
hjeðan til sín í himnarann;
heldur sjer hægt álíta vann,
að gefa okkur land og líf
og lina okkar sorgarkíf.
50. Um háskann eg svo hefi greint
á hafinu, sem fengum reynt;
fá skuluð nú um frelsið mætt
framvegis heyra nokkuð rætt.
í striði girnast flestir frið,
fegurst er skúraupprofið.
51. Nú sem var liðið nóttu á
náði oss lýsa tunglið þá;
óveðurs lægðist ofsahríð,
svo undir dag kom lognstund blíð;
við lofuðum þá lausnarann,
sem likn oss gefa slika vann.
52. Eins sem mest kunnum orkað fá,
allir til róðurs tókum þá
á leið, sem hugðum landsins til,
þó lítil þar á vissum skil;
albjartur dagur upp svo rann,
oss mjög sá hagur glcðja vann.
53. En, sem vjer fengum fjöll að sjá,
formerktum okkur vera þá
innar komna, en væntum vjer,
var það oss mest til bóta hjer;
landnorðurskalda góðan greitt
guðs fjekk svo mildin okkur veitt.
54. Langt hvað við vorum landi frá
leyfði ei birtan oss að sjá;
segl búa gjörðum svo í stað
og síðan hjeldum landi að;
lending í Gerðum gátum náð
guðs fyrir blessað hjálparráð.
55. Hefði guð ei svo hagstæðan
heim aptur gefið birinn þann,
erfiðara var okkur þá
með árunum til lands að ná;
svo gjörði okkur vægja vel
vorkunsamt drottins ástarþel.
S æ 11
Vjer undirskrifaðir höfum í dag orðið ásáttir um,
að jafna milli okkar hvað eina það, er vor hefur
farið á milli í Sæbjörg nr. 7, Fjallk. nr. 88. og Austra
nr. 23. þ. á., og gjört þá sætt: að öll þau móðgandi
orð, sem vor á milli fallið hafa sjeu þýðingarlaus.
Keflavík 10. okt. 1892.
Oddur V. Gíslason. Jón Gunnarsson.
H. J. Bartels. 0. Norðfjörd.
AUGLÝSINGAll.
Bárufleygur.
F. Olaf Larsens — patent — Bölgedæmper,
notaður um allan heim, — nr. 3 fyrir flski-
skip — nótabáta og opin skip, er til sýnis hjá
0. V. Gíslasyni, á ferðum hans, og geta þeir
semnotavilja »hinn fullkomnasta bárufleyg«,
fengið að sjá hann, og svo pantað hann ef
vilja.
Verkfærið er margreynt — lögboðið af
»norskri Verítas«. Á hverju opnu skipi skyldi
vera 1 þvílíkur bárufleygur.
Dragið ekkl að panta þá lijá
0. V. GÍSLASYNI.
Kirkjublaðið,
2. árg. 1892, 12—15 arkir, verð 1 kr. 50 a.,
fæst hjá flestöllum prestum og bóksölum
Borgist fyrir 15. júlí. Erlendis kostar blaðið
2 kr. (í Vesturheimi 60 cts.). Ritstj. Þórh.
Bjarnason.
Sameiningin.
Mánaðarrit hins ev. lút. Kirkjufjelags Isl. í
Vesturheimi, 12 arkir á ári, 6. árg. Ritstj.
sjera Jón Bjarnason i Winnipeg. Verð hjer
2 kr. Hjá bóks. Sig. Kristjánssyni í Rvík, o.
fl. víðsvegar um land.
RITSTJÓRI: O. V. GÍSLASON.
Prentuð í ísafoldarpreutsmiðju. Reykjavík 1892.